Melkorka - 01.05.1956, Qupperneq 5

Melkorka - 01.05.1956, Qupperneq 5
,.Hver á sér fegra fööurland‘ myndaendurskoðun herverndarsamningsins eftir kosningar og síðan heldur hersetan áfram eins og ekkert liefði skeð; mjög fljótt eftir það fer svo að berast gjafafé í einhverri mynd frá Bandaríkjunum. Þetta er hér sett á svið með ldiðsjón af reynslunni frá 1945- 46, a. m. k. endurtekur sagan sig alveg ná- kvæmlega fram að þessu. Bandarísk stjórnarblöð segja fullum fet- um, að samkomulag við íslenzk stjórnarvöld muni nást efíir kosningar, viljayfirlýsingin sé aðeins herbragð til að hlunnfara kornrn- únista i íhöndfarandi kosningum. Nú er staðfest, af ráðherrafundi Atlanzhafsríkj- anna að fresta muni umræðum um brott- flutnings hersins þar til eftir kosningar á íslandi. (Mgbl. 6. maí). Á hinu leitinu sé efnahagsástand á íslandi mjög slæmt og því geti bandarísk stjórnar- völd komið ár sinni fyrir borð með dollur- um. (Við megum svei mér vera stolt af þess- ari einkunnargjöf). Alveg eins og fyrir kosn- ingarnar 1946 þurfum við ekki að fara i grafgötur um það sem koma skal eftir kosn- ingar, ef þær fara að vilja þeirra flokka, sem staðið hafa að hernáminu á íslandi. Við þurfum meira að segja ekki að láta íslenzk blöð tyggja í okkur skýringar sem kynnu að passa í kramið. Erlend stórblöð eru e. t. v. óvilhallari í jressu lierstöðvamáli. Og þá er sama hvort lesin eru bandarísk, brezk eða norðurlanda stórblöð, öll fjölluðu um sam- þykkt Alþingis, og skýrðu hana, fyrstu dag- ana í aprílmánuði og flest eru þau fáanleg í Reykjavík. Hinar lireinskilnislegu túlkan- ir stórblaðanna hafa ekki verið birtar les- endum dagblaðanna hér nema að litlu leyti og má af því ráða að þær muni ekki koma saman og heim við þær skýringar, sem almenningi hér er ætlað að láta sér nægja. Það skeður sjálfsagt ekki oft á laumu- svæðum hernaðarbandalaga, að slíkur samn- ingur sem herverndarsamningurinn milli íslands og Bandaríkjanna — raunverulegt feimnismál stórveldis — sé notaður sem kosningamál, og vafalaust er það óviljaverk að bregða þessari heimsbirtu á ofríki Banda- ríkjanna á íslandi, en það er þá bara rök- rétt framhald af því sem mörgum fannst strax í upphafi undanlátsseminnar við Bandaríkin, er Keflavíkursamningurinn var gerður að, a. m. k. sumir stjórnmála- flokkar hérlendir væru hreinir heimalning- ar í mati sínu á milliríkjaskiptum, eða slík samningsgerð óviljaverk af hendi íslenzkra manna. Aftur á móti lýsir það kannski mati sam- herjanna í Atlanzhafsbandalaginu á mann- dómi sinna íslenzku fulltrúa á Alþingi ís- lendinga, að kvöldið eftir að nmræðum um málið lauk á Alþingi og atkvæðagreiðslan ein skyldi fram fara skeðu þau tíðindi, að mættir voru í hliðarsölum Alþingis sendi- MELKORKA 37

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.