Melkorka - 01.05.1956, Síða 6

Melkorka - 01.05.1956, Síða 6
herrar Atlanzhaísbandalagsríkjanna. Var ætlunin að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna með nærveru sinni? Eitt er alveg víst, að ísland er mikilvæg herstöð; skv. ummælum Ólafs Thors í Morg- unblaðinu þýðingarmesta herstöð Atlanz- hafsbandalagsins. Hann komst nú ekki svo sterklega að orði þegar verið var að lokka íslendinga inn í þetta hernaðarbandalag á sínum tíma, því að þessi ummæli jafngilda því að ísland yrði fyrst fyrir tortímingu óvinarins ef til styrjaldar kæmi. Bandarískir ráðamenn dylja það ekki, að þeim er hugar- haldið að ísland gangi þeim ekki úr greip- um. Það er skiljanlegt út frá hagsmunum Bandaríkjanna. En reynsla okkar er sú, að erlendan her getum við ekki haft í landinu án þess að tefla öllu í tvísýnu. Við höfum tungu og menningu að verja og hið rang- snúna efnahagsástand á ekki sízt rót að rekja til starfsemi á vegunr bandaríkjahers í land- inu. Það er því alveg augljóst mál, að hags- munir íslands og Bandaríkjanna eru gagn- stæðir í þessu atriði. Það eru kosningar í júní. Athygli heims- ins hefur beinzt að þeim, en hvað um okkur sjálf? Heimsblöðin fræða lesendur sína á því, að með þeim kjósum við um hersetu Bandaríkjanna og ítök þeirra hér m. a. Kan- inn er því enginn smá-aðili í þessum kosn- ingum, hann hefur ekki lítilla hagsmuna að gæta í þeim! Skyldu allir átta sig á því? Og þá er spurningin, erum við ekki alveg örugg um sigur yfir Kananum nú þegar Framsókn- ar- og Alþýðuflokkssamsteypan liefur boðað stefnubreytingu gagnvart hersetunni? Sam- anlögð Vesturlandapressan virðist ætla ann- að. Að hér hafi verið á lofti þeir eiðar, sem í Atómstöðinni getur. „Sem sagt, það er ekki hægt að reiða sig alveg á hann: ef hann sver þér eitthvað í trúnaður ókendur, og leggur við dreingskap sinn, þá veistu hann lýgur. Ef han nþrísver við nafn móður sinnar þá meinar hann ofur einfaldlega þveröfugt við það sem lrann sver. En það sem hann segir kendur meinar Iiann, jafnvel það sem hann sver.“ Melkorka óskar öllum lesendum sínum GLEÐILEGS SUMARS 38 . MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.