Melkorka - 01.05.1956, Síða 8
Austurbœjarbarnaskólinn, stœrsti skóli landsins, rúmar um 2000 börn. í fyrra minntist skólinn aldarfjórðungs
afmœlis sins. Skólastjóri er Arnfinnur Jónsson
söguna. Hún er frámunalega vitlaus og
asnalega saman sett. Ég hef- aldrei skilið
hvernig hægt er að hnoða saman öðru eins,
enda hef ég liðið fyrir liana árum saman.
Það er eina bótin, að enginn hefur talað um
hana við mig. En þetta voru mér svo mikil
vonbrigði, að ég kom ekki nálægt slíku í
mörg ár.
Hvað varð svo til þess að þú jórst að skrifa
bœkur fyrir börn?
Ég hef skrifað nokkrar bækur og fólki
hefur fundizt sumar þeirra góðar, en þær
eru ekki eins og fólk heldur. Fólk kallar
bækur mínar barnabækur en sannleikur-
inn er sá að eiginlega barnabók hef ég ekki
skrifað í mörg ár. Ég hef gert nokkrar til-
raunir að skrifa sögur um börn og unglinga
fyrir fullorðna og þó þannig, að börn mættu
lesa allt, sem stendur í þeim.
Hvers vegna gerðir þú ráð fyrir þvi, að
börn lœsu bcekurnar, var þér áhugaefni að
þau gerðu það?
Já, ég taldi mér trú um að ef foreldrunum
féllu .bækurnar vel í geð myndu þeir hvetja
börn sín til að lesa þær.
Fyrir nokkuð mörgum árum síðan tók ég
það fyrir að kynna mér bókaeign eldri barna
og fékk rúmlega 100 börn til að láta mér í
té bókaeign sína. í öllum þessum bókaskara,
sem þarna kom fram, hittist aðeins Jón
Trausti á stöku stað og fáeinir áttu eina og
eina liók af íslendingasögunum. Að lang
mestu leyti voru þetta þýðingar á mjög lágu
stigi eins og til dæmis Með Léttfeta yfir
gresjuna, Hvíti fíllinn og annað álíka lélegt
og beinlínis syndsamlegt. Þetta varð til þess,
að ég fór að hugsa um hvort íslenzkir ung-
lingar fengjust ekki til að lesa annað.
40
MELKORKA