Melkorka - 01.05.1956, Qupperneq 10

Melkorka - 01.05.1956, Qupperneq 10
Allir tala um dýrtíðina Rabb viÖ verkamannskonu eftir Mariu Þorsteinsdóttur Sífellt vex dýrtíðin, hundrað krónurnar, sem entust mér til dagsins í haust eru löngu hættar að endast, en þar eð tekjurnar hafa ekki vaxið að sama skapi verð ég að draga eitthvað úr neyzlu heimilisins, t. d. verða ávextir, sem voru dagleg fæða í haust, há- tíðamatur og annað eftir því. Það er þetta ástand, sem er dýrtíð, þegar vörurnar hækka örar en kaupið. Nú vil ég láta gera verkfall, sagði ung stúlka, sem vann með mér í fyrra, við mig í vor. Nú myndi enginn vera svo heimskur, að hann skilji ekki nauðsynina á því. Þetta var áður en þingrofið varð og verkalýðurinn ákvað að freista þess að ganga sameinaður til kosninga. Það væri annars fróðlegt að heyra eina rödd frá verkamannaheimili um þessi mál; ég leit inn til verkamannskonu hér um daginn og bað hana að láta Melkorku í té álit sitt á þessum málum. Finnst þér ekki dýrtíðin hafa vaxið í vor? Jú, ég skil ekki annað en öllum finnist það, það hækkar allt, meira að segja raf- magnið. Til þess að finna einhverja bráða- byrgðalausn á málefnum útgerðarinnar er almenningur skattlagður af mestu hugvits- semi, þannig að í hvert sinn, sem við förum út í búð og kaupum, þó ekki sé nema ban- ana handa börnunum, erum við að styrkja útgerðina, líklega nálægt 25% af verðinu rennur þangað. Við þessu væri ekkert að segja, ef við fengjum svo einhvern ágóða þegar útgerðinni gengur vel, en það er nú eitthvað annað, þá eru það nú einhverjir aðrir, sem hirða gróðann. En manni verður öðru hverju á að hugsa livað lengi svona lag- að geti gengið, einhverntíma kemur að því, og það fyrr en síðar, að við höfum ekki leng- ur að borða, og livað þá? Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum sex, dóttir mín vinnur á skrif- stofu og borgar 400.00 kr. á mánuði heini, og því ekki ómagi lengur. En hvernig er það, þið eruð að byggja, hvernig gengur það? Jú, jú, það er alltaf verið að vinna í því, en það er svona þegar peningana vantar, það kemur ekki allt í einu. Þið hafið fengið eittlivert lán, er það ekki? Við fengum þetta lán hjá bænum þegar við byrjuðum að byggja, annað höfum við ekki fengið enn sem komið er, en við erum alltaf að vona að við fáum smáíbúðarlán úr þessum AB lánaflokki. Hvernig stúð á að þið voruð svo heppin að fá lán hjá bœnum þegar þið byrjuðuð að byggja? Húsið sem við búum í núna er hér í leyf- isleysi og átti að víkja þegar hverfið yrði skipulagt, við bjuggumst við að bærinn keypti það af okkur, það hefur enn ekki orðið, en hins vegar fengum við þetta lán, beinlínis viðkomandi sölunni á húsinu sem við búum í. Er þetta hús, sem þið eruð að byggja, smáíbuð? Það er eiginlega raðhús, það er á tveimur hæðum, alls sex herbergi og eldhús, það er byggingarfélag sem er að byggja það, og eins og ég sagði áðan mest unnið af mönnunum sjálfum. En livað lánveitingar snertir heyrir það undir sömu lög og smáíbúðarhúsin. Búizt, þið við að geta flutt i það í haust? Nei, nei, það er svo mikið eftir við það, og þessar nýju álögur ríkisstjórnarinnar gerðu nú ekki sízt strik í reikninginn hjá þeim sem eru að byggja. Ég veit ekki einu sinni um hve mörg prósent byggingarefni 42 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.