Melkorka - 01.05.1956, Page 19

Melkorka - 01.05.1956, Page 19
ANJUTA Eftir Anton Tsjekov Anton Tsjekov (1860—1904), rússneskur rithöfundur. Varð læknir 1884 en stundaði það starf lítt, þar sem hugur hans slóð til ritstarfa. Leikrit hans eru stöðugt sýnd á helztu leikhúsum Evrópu. Sálarlífslýsingar hans eru með afhrigðum og snilld hans í smásagnagerð slík, að hann er talinn með fremstu mcisturum á jjví sviði. Stud. med. Stefan Klotsjkov gekk fram og aftur í ódýrasta herberginu með Iiúsgögnum í „Lissabon“ og þuldi í ákafa fræði sín. Þessi látlausi þululestur liafði gert hann þurran í kverkununt og svitinn spratt honum á enni. Við gluggann með frostrósunum sat An- juta, herbergisfélagi hans, á kollóttum stóli. Hún var dökkhærð, lítil og grannholda, um það bil 25 ára; hún var mjög föl í andliti og gráu augun blíðleg. Hún sat lotin og saum- aði í skyrtukraga með rauðu. Það iá á þessari vinnu — —. Klukka í ganginum sló tvö dimm högg, en samt hafði enn ekki unnizt tími til að taka til í herberginu. Velkt rúm- ábreiða, hægindi á víð og dreif um herberg- ið, bækur, fatnaður, þvottaskál með óhreinu vatni og sígarettustubbunum fljótandi ofan á, ryk á gólfinu — það var eins og öllu hefði viljandi verið rótað til í herberginu, allt var á ringulreið. Hægxa lunga samanstendur af þrern aðalhólfum, þuldi Klotsjkov. . . . Tak- mörkin: Efsta aðalhólfið nær niður á 4. - 5. rifbein á framvegg brjóstliolsins, á liliðinni niður á 4. rifbein, að aftan niður á spina scajáulae . . . Klotsjkov liorfði upp í loftið og reyndi að setja sér fyrir sjónir það sem hann liafði verið að lesa. En honum tókst það ekki og hann fór að þukla rifin í sjálfunt sér. — Þessi rifbein líkjast nótum í liljóm- borði, sagði hann. — Ég verð að æfa mig að telja þau, ef ekki á illa að fara. Ég verð víst að telja þau á beinagrind og lifandi manni . . . Komdu hingað Anjuta, ég þarf að átta mig á þessu! Anjuta lagði saumana til hliðar, fór úr blússunni og rétti úr sér. Klotsjkov settist fyrir framan hana, hleypti brúnum og fór að telja rifbeinin. — Hm . . . Efsta rifbeinið finnum við ekki . . . |áað er á bak við viðbeinið. Þarna er annað rifið . . . Gott . . . Þarna er þriðja . . . Þarna fjórða . . . Hm . . . Nú . . . Hvers vegna kveinkar jrú þér? Yður er kalt á fingrunum! Þt'i deyrð ekki af því, sittu kyrr. Þetta er þriðja rifbeinið, þarna fjórða . . . Þú ert mögur, en þetta eru þó rifbeinin að því ég bezt veit. Þarna er annað rifbeinið . . . þarna þriðja . . . Nei, ég ruglast í þessu, ég get ekki séð J)au fyrir mér . . . Ég verð að teikna þau nákvæmlega. Hvar er kolamolinn? Klotsjkov tók kolamolann og dró nokkrar samldiða línur sem áttu að vera rifbeinin á Anjutu. — Ágætt. Nú skil ég þetta ... Þá þarf ég að finna deyfur . . . Og hann var svo niður- sokkinn að slá með fingrunum á brjóstið á Anjutu, að hann tók ekki eftir að varir, nef og fingur Anjutu voru orðin b!:í af kulda. Anjuta skalf og var hrædd um að læknastúd- entinn tæki eftir því og hætti að draga strik með kolamolanum og banka á brjóstið á henni og ná síðan slæmu prófi. Þá er Jret ta í lagi, sagði Klotsjkov og hætti. Sittu kyrr án þess að þurrka burtu strikin, ég ætla aðeins að rifja Jiietta upji. Og liann fór að ganga fram og aftur um herbergið og MEl.KORKA 51

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.