Melkorka - 01.05.1956, Page 20
f N
ANN-MARIE SCHOLANDER:
Berum bökum ríða þau og geyst
á egghvössum hrygg fjallsins,
þrjózkulega halda þau tökum
í mislyndum stonnsveipum,
örvita a£ mótspyrnunni
frá hlýju dalsins
tætast þau
og lemja hrygglengju eykisins.
Unz smaragðgrænan úða
ieggur upp af ungri frjónál dalsins.
Undir kvöld
þveitist úr jörmunefldum örvamæli
vöndull gljáandi spjóta.
Skjálfandi lendar eykisins
hlýna unz þær kyrrast,
og um hrygg þess spennist hnakkgjörð gulls.
Elías Mar þýddi.
V_______________________________________________/
þylja upphátt. Anjuta sat þarna með hör-
undið svartstrikað eins og það hefði verið
flúrað. Henni var hrollkalt. Hún var að
hugsa. Yfirleitt talaði hún mjög lítið, hún
þagði alltaf og hugsaði, hugsaði. . .
Á þeim 6 - 7 árum sem hún hafði flutzt
milli svona herbergja hafði hún þekkt 5
pilta eins og Klotsjkov. Nú höfðu þeir allir
lokið prófi, þeir voru allir orðnir að mönn-
um, og þar sem þeir voru nú orðnir ráðsett-
ir menn, höfðu þeir að sjálfsögðu gleymt
Anjutu. Einn bjó í París, tveir voru læknar,
sá fjórði var listamaður og hinn fimmti var
víst bráðum orðinn prófessor. Klotsjkov var
sá sjötti . . . Bráðum hafði hann líka lokið
prófi og hann yrði að manni líka. Framtíðin
blasti áreiðanlega við honum. Klotsjkov
yrði áreiðanlega mikill maður, en nú var
ástandið ömurlegt — Klotskov átti ekkert
52
tóbak, ekkert te, aðeins nokkra sykurmola.
Hún varð að ljúka þessum saumum sem
fyrst, færa viðskiptavininum flíkina og
kaupa síðan te og tóbak fyrir 25 kópekin.
Má ég koma inn, sagði einhver við dyrnar.
Anjuta flýtti sér að láta ullarsjal um herð-
arnar. Fetisov málari gekk inn í stofuna.
Mig langar að biðja yður að gera mér
greiða, sagði hann við Klotsjkov og gaut út
undan sér augunum á hann. Lánið þér mér
fallegu stúlkuna yðar í nokkra klukkutíma!
Ég er að mála mynd, skiljið þér, og vantar
fyrirmytid!
Með mestu ánægju! sagði Klotsjkov.
Farðu með hoitum, Anjuta.
Til hvers er það, sagði Anjuta lágum
rómi.
Hvað er þetta? það er vegna listarinnar
en ekki af neinum hégóma. Þú ert ekkert of
góð til að hjálpa honum.
Anjuta fór að fara í leppana.
Hvað eruð þér að mála? spurði Klotsjkov.
Psyke. Það er ágætt efni, en einhvern veg-
inn næ ég ekki tökum á því, ég er alltaf að
skipta um fyrirsætur. í gær málaði ég stúlku
með bláa fætur. Hvers vegna ertu með bláa
fætur, spyr ég. Það er litur úr sokkunum,
segir hún. Þér þyljiðl Heppinn eruð þér að
vera svona þolinmóður.
Svona er læknisfræðin, dugar ekki annað
en að lesa í þaula.
Hm . . . Fyrirgefið mér, Klotsjkov, en hér
er hræðilega sóðalegt! Það er ofboðslegt.
Hvernig þá? Ég get ekki veitt mér það
betra, ég fæ ekki nema tólf á mánuði frá
föður mínum og ekki auðvelt að lifa kónga-
lífi á því.
Satt er það, sagði málarinn og gretti sig —
en það má nú gera betur en þetta . . . Mennt-
aður maður verður að vera hreinlátur, finnst
yður það ekki? En það er eins og koma inn
í gripahús, þegar maður kemur hér inn.
Ekki hefur verið búið um rúmið, matar-
leifar, óhreinindi . . . grautur á diskum síð-
an í gær . . . svei!
Þér hafið rétt að mæla, sagði lækna-
MELKORKA