Melkorka - 01.05.1956, Side 22
f "N
MELKORKA
kemur út .þrisvar á ári.
Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 25 krónur.
í lausasölu kostar hvert hefti 10 krónur.
Gjalddagi er 1. marz ár hvert.
Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og afgreiðslu
til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavíkur
annast þóra Vigfúsdóttir, ÞingholtsstræLi 27,
Reykjavik, sími 5199.
Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er í
Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21.
Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins
eru enn fáanleg.
PRENTSMIÐJAN HÓLAR H'F
V.__________________I__________________/
UTAN ÚR HEIMI
Mæðraleyfi lengt í fjóra mánuði í Sovétríkjunum.
Mæðraleyfi sem konur er vinna utan heimilis fá við
barnsburð verður bráðlega lengt úr hálfum þriðja mán-
Frá þessu var skýrt í Moskva á Alþjóða kvennadaginn
fyrir skömmu. Hingað til hafa barnshafandi konur feng-
ið frí frá störfum með fullum launum í 77 daga. Nú
lengist mæðraleyfið í 112 daga. Við það geta konurnar
bætt sumarleyfinu, svo að alls geta þær verið frá vinnu
á fjórða mánuð án tekjumissis. Konurnar ráða því sjálf-
ar, hve mikið af leyfinu þær nota fyrir barnsburðinn og
hve mikið eftir hann.
Dr. Maria Kovrigina, heilbrigðismálaráðherra Sovét-
rikjanna, hefur skýrt frá því að verið sé að athuga mögu-
leika á því að stytta vinnutíma mæðra ungra barna sem
vinna utan heimilis í sex klukkutíma á dag úr sjö. Mun
þetta ná til mæðra sem eiga börn innan við sjö ára ald-
ur.
Jafnframt því sem unnið er að bættri aðbúð mæðra og
barna, er lögð áherzla á að sem flestar konur eigi þess
kost að vinna utan heimilis, ef þær vilja. Sem stendur
er þriðjungur tæknimenntaðs fólks í iðnaði Sovétrikj-
anna konur. í hópi búfræðinga eru 40 af hundraði kon-
ur.
Yfir hálf önnur milljón kvenna stundar nú nám i há-
skólum og öðrum framhaldsskólum í Sovétrikjunum
sem veita sérmenntun. Af þeim sem tekið hafa háskóla-
próf i Sovétrikjunum síðustu árin er 53% konur. Stafar
það að nokkru af þvi, hversu karlmenn i þeim aldurs-
flokkum týndu tölunni í styrjöldinni.
þAf starfandi læknum 1 Sovétríkjunum eru 76% konur
og 70% kennara í barnaskólum og æðri skólum eru kon-
ur.
Itcdia.
Konur á þingi Italíu liafa lagt fram frumvarp til laga
um að gera að skyldunámsgrein við læknaskóla að læra
hina nýju aðferð til að hjálpa konum til þjáningar-
lausra fæðinga. Einnig að barnshafandi konum verði
veitt ókeypis námskeið nú þegar.
Danmörk.
Á sumri komanda ætla landssamtök danskra kvenna
að hafa vikunámskeið fyrir konur sem starfa á opinber-
um vettvangi, einkum í bæjar- og sveitarfélögum. Einnig
geta komizt að konur, sem ætla sér í slík störf eða hafa
áhuga á þeim.
Þessi sömu samtök hafa stofnað nefndir í Kaupmanna-
liöfn og 2 eða 3 öðrum bæjum, þar sem konum (og raun-
ar körlum líka) eru veittar ókeypis ráðleggingar í hinurn
ýmsu vandamálum þeirra, svo sem heilbrigðismálum, fé-
lagsmálum og lögfræðilcgum vandamálum. Veita sér-
fræðingar þessa aðstoð.
Síðastliðinn vetur hafði deildin í Kaupmannahöfn
námskeið i afgreiðslu- og skrifstofustörfum, nokkurs
konar endurþjálfun fyrir konur sem höfðu áður stund-
að slík störf og vildu nú taka þau upp að nýju, en höfðu
komizt út úr æfingu, við giftingu eða af öðrum orsök-
um.
Ástralía.
Landssamband kvenréttindakvenna hefur beint þeirri
fyrirspurn til stjórna hinna ýmsu ríkja innan ástralska
sambandsríkisins, hvaða lög giltu um lágmarksaldur við
giftingu. í sumuin ríkjum var ekkert takmark sett, svo
sem í Queensland og Vestur-Ástralíu. í Viktoríu og
Nýju-Suður-Wales mega piltar giftast 14 ára og stúlkur
12 ára. í Suður-Ástralíu hefur aldursmarkið verið
verið hækkað upp í 16 ár. Það mun þó ekki algengt að
fólk giftist svo ungt sem 14 og 12 ára.
Kosningaréttur kvenna
Það þokast áfram að afla konum sömu réttinda og
karlar hafa í hinum ýmsu þjóðfélögum. Samtök Sam-
einuðu þjóðanna voru stofnsett 1945 og síðan hafa 22
ríki tekið málið fyrir til úrlausnar. Nú hafa E1 Salvador
og Haiti bætzt í hóp þeirra rikja, sem veita konum full
pólitísk réttindi, skv. skýrslu framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna. í skýrslunni segir, að i 56 löndum
hafi konur sömu réttindi og karlar, i 3 löndum hafa
þær kosningarétt með vissum skilyrðum, i 6 lönd-
um hafa konur aðeins kosningarétt og kjörgengi til
bæjar- og sveitarstjórnar og i 15 löndum hafa þær alls
cngin pólitísk réttindi.
í Guatemala verða konur að vera læsar til þess að
öðlast pólitísk réttindi. Kosningin er leynileg og skylda
karlmannsins, en ekki skylda fyrir konur. Aftur á móti
54
MELKORIÍA