Melkorka - 01.03.1960, Síða 7
Briet Bjarnhéðinsdóttir
útdrátt úr þessu yfirgripsmikla erindi, en
henni liggur þungt á hjarta réttleysi giftra
kvenna og menntunarskorturinn. Fyrirlest-
urinn endar svo: „Vér konurnar verðum að
finna að menntunin á að hefja oss yfir hið
lága og smálega, til hins sanna og göfuga.
Vér verðum að sjá að ekkert er fagurt sem
ekki er satt, eðlilegt og rétt, og að ekki er
ófagurt eða ókvenlegt að vinna heiðarlega
fyrir sér, á hvaða liátt sem er, hvort það er
með höndum eða höfði.“
Með þessum fyrirlestrigerðist Bríet frum-
herji kvenréttindabaráttunnar á íslandi.
Skömmu seinna sameinuðust konur úr
tveim landsfjórðungum um að senda áskor-
un til Þingvallafundar 1888 um aukin rétt-
indi kvenna. Á Þingvallafundinum var eft-
irfarandi ályktsgerð samþykkt samhljóða:
„Þingvallafundur skorar á Alþingi að gefa
málinu um jafnrétti kvenna við karla sent
mestan gaum, svo sent með því fyrst og
fremst að samþykkja frumvarp er veiti kon-
um í sjálfstæðum stöðum kjörgengi í sveit-
ar- og safnaðarmálum, í öðru lagi með því,
að taka til rækilegrar íhugunar hvernig
eignar- og fjárráðum giftra kvenna verði
skipað svo, að réttur þeirra gagnvart bónd-
anum sé betur tryggður en nú er, í þriðja
lagi meðþvíað gjörakonunum sem auðveld-
ast að afla sér menntunar." Þessi samþykkt
talar sínu máli, sýnir að fleiri eru að vakna
til meðvitundar um réttleysi kvenna.
Árið 1888 voru 12 konur á kjörskrá til
bæjarstjórnar í Reykjavík. Ein konan fór á
kjörfund og greiddi atkvæði (frú Kristín á
Esjubergi). Var hún fyrsta konan er neytti
þess réttar er konum hlotnaðist 1882.
Á tveirn þingum 1891—1893 ber Skúli
Thoroddsen fram frumvarp um fjármál
giftra kvenna og varð það ekki útrætt, á
hvorugu þinginu. Árið 1894 var Hið ís-
lenzka kvenfélag stofnað með tvö hundruð
konum, fyrsta kvenfélagið er hefur póli-
tiskt jafnrétti kvenna á stefnuskrá sinni.
Kvenlélagið barðist fyrir réttindum kvenna
og menningarmálum, t. d. innlendum há-
skóla.
Þorbjörg Sveinsdóttir, ljósmóðir, fyrsta
íslenzka konan er talaði á pólitískum fund-
um, rökviss og eldheit baráttukona, og
frænka hennar og fósturdóttir, Ólafía Jó-
hannsdóttir stofnuðu Hið íslenzka kvenfé-
Laufey
Valdimarsdóttir
MELKORKA