Melkorka - 01.03.1960, Page 24

Melkorka - 01.03.1960, Page 24
indastyrktarsjóð og auk þess liafa ýmis að- ildarríki lagt af mörkum vísindastyrki. Okkar félag reyndi í upphafi að leggja fram nokkra fjárhæð í sjóðinn og nú fyrir nokkr- um árum lögðum við að mörkum fyrsta vísindastyrk okkar til samtakanna. Hann var veittur fyrir tveim árum enskri mennta- konu, Ursúlu Brown frá Oxford, sem Jiér dvaldist í nokkra mánuði við undirbúning á þýðingu Eddukvæðanna á ensku. Enda þótt íslenzkar menntakonur eigi þess að sjálfsögðu kost að njóta vísindastyrkjanna á vegum alþjóðasamtakanna, hlýtur þörfin samt að vera enn brýnni hjá kvenstúdent- um á almennum námsstyrkjum. Þess vegna hefur Kvenstúdentafélagið nú á síðari ár- um farið út á þá braut að veita slíka styrki. Tveir íslenzkir kvenstúdentar liafa notið þeirra, þær Maja Sigurðar og Guðrún Th. Sigurðardóttir, sem báðar eru í þann veg- inn að ljúka háskólaprófum erlendis. Á næsta hautsi vonast félagið til að geta veitt íslenzkum kvenstúdent við Háskóla íslands styrk til náms. Sambandið við erlendar háskólakonur rofnaði eðlilega á styrjaldarárunum. Það samband hefur nú verið tekið upp aftur og langflest alþjóðleg mót háskólakvenna svo og stjórnarfundi liafa íslenzkar háskólakon- ur sótt á umliðnum árum. Oftast hefur það komið í hlut Rannveigar Þorsteinsdóttur, hrl., fyrrverandi formanns, að fara slíkar ferðir, enda þótt aðrar konur hafi einnig farið. Enda þótt sambandið við erlendar menntakonur sé iræði sjálfsagt og eðliiegt hlýtur þó starfsvettvangur féiagsins fyrst og fremst að vera heima fyrir, þar sem ísienzk- ir kvenstúdentar láta hvers konar menning- ar- og menntamál vonandi til sín taka í vax- andi mæli. Líknarmái hafa þær líka látið sig nokkuð varða, svo sem starfið fyrir barnahjálp S. Þ. ber með sér. Réttindamál kvenna almennt hefur fé- iagið ekki iátið til sín taka. Kvenstúdentum hefur fundizt eðlilegra að starfa að þeim málum á öðrum vettvangi. Kvenstúdenta- félagið gat þó ekki horft aðgerðarlaust á, þegar fram kom á Alþingi 1942 tillaga til þingsályktunar um framtíð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem fyrirhugað var að flytja hann úr bænum og gera hann að heimavistarskóla fyrir pilta einvörðungu. Þá skrifaði stjórn Kvenstúdentafélagsins á- samt stjórn Kvenréttindafélagsins Aiþingi mótmælaorðsendingu, þar sem bent var á, að með þingsályktunartillögunni væri ver- ið að skerða þann rétt, sem konum var veittur með lögum nr. 37 frá 11. júlí 1911, sem veita konum jafnan rétt og körlurn til að njóta kennslu og Ijúka fullnaðarprófum í öllum menntastofnunum landsins. Öllum konum og þá ekki sízt kvenstúdentum hef- ur verið og er annt um þennan rétt sinn til menntunar, en í skjóli hans hefur vaxandi fjöldi kvenna lokið námi við æðri mennta- stofnanir. Þannig hafa frá árinu 1896 tii þessa dags 676 konur iokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, 208 kon- ur frá Menntaskólanum á Akureyri og 59 frá Verzlunarskóla íslands auk nokkurra, sem lokið hafa stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni og við erlenda menntaskóla. Háskólaprófi hafa fjölmargar konur lok- ið, bæði við Háskóla íslands og erlenda há- skóla. Fyrsta konan, sem lauk embættisprófi við Háskóla íslands, var frú Kristín Ólafs- dóttir læknir. Hún tók læknispróf árið 1917. Síðan hafa samtals 66 konur lokið hér prófi við Háskóla íslands, sem skiptist. þannig eftir deildum: læknisfræði 21, guð- fræði 1, lögfræði 4, viðskiptafræði 2, íslenzk fræði 4 (cand. mag. 3, mag. art. 1), tann- lækningar 7 og B. A. 27. Þrjár íslenzkar konur liafa varið doktorsritgerðir og lilotið doktorsnafnbót fyrir. Sú fyrsta var frú Björg C. Þorláksson. Hún varði sína ritgerð við Sorbonne háskólann í París 17. júní 1926. Hún var senniiega fyrsta konan frá Norð- urlöndum, sem varði doktorsritgerð við þennan sögufræga háskóla, sem okkur er svo kær alit frá dögum Sæmundar fróða. Frú 24 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.