Melkorka - 01.03.1960, Page 25

Melkorka - 01.03.1960, Page 25
Ávarp til íslenzkra kvenna FRÁ MENNINGAR- OG FRIÐARSAMTÖKUM ÍSLENZKRA KVENNA í tilefni hálfrar aldar alþjóðasamstarfs kvenna og baráttn þeirra fyrir friði. Á þessurn merku tímamótum viljum við vekja athygli alþjóðar d nauðsyn þess að styðja allar þœr tillögur sem fram koma d alþjóðavettvangi um bann við kjarnavopn- um og tilraunum með þau, og sltora á rikis- stjóm íslands að taka afstöðu með þeim samtökum sem berjast fyrir afvopnun og vinna i þágu friðar og brœðralags d alþjóða- vettvangi. Konur hljóta að mótmcela þeirri sóun d lifi og andlegum og efnalegum verðmæium sem óhjdkvœmilega d ser stað meðan styrj- aldir eru háðar. M.F.Í.K. litur svo d að íslendingar eigi að ganga i fararbroddi þeirra þjóða sem vinna að friði og afvopnun, en meðan herstöð er i landinu eiga íslendingar sinn þdtt í kalda stríðinu. íslenzkar konur verða að taka hÖ7idu7n sa77ia7i um að bœgja frd þeirri hættu sem islenzku þjóðerni og menningu stafao' af dvöl erle7ids lierliðs í landinu og limia ekki þeirri baráttu fyrr evi sjdlfstæði íslands og ævarandi hlutleysi er að fullu tryggt. Við krefjumst uþpsagnar herverndarsamnings- ins við Bandariki Norður-Ameríku og úr- sag7iar íslands tír Atlantshafsbandalaginu. Nú á þessum sögulegu timamótum stað- festum við konur e7in, að við erum stað- rdðnar i að vernda hamingju barna okkar, öryggi heimilanna og möguleikana d að njóta réttinda okkar. Við krefjumst þess að 77iamiky7iið fdi notið i friði ávaxta vinnu sinnar og uppgötvana visindanna. íslenzkar konur, takið hver og ein virkan þdt.': i þessu starfi M.F.Í.K. Með samstillt- um kröfium okkar allra verða þessi mál borin fram til sigurs. Ida Björnsson kom næst. Hún varði sína ritgerð við Columbia háskólann í New York. Sú þriðja, en jafnframt fyrsta konan, sem ver doktorsritgerð hér við Háskóla ís- lands er frú Selma Jónsdóttir, listfræðing- ur. Hún varði sína ritgerð í jan. s. 1. í Kvenstúdentafélagi íslands hafa frá upphafi aðeins verið fjórir formenn. Fyrsti formaður var Katrín Thoroddsen, yfirlækn- ir. Hún gegndi formennsku í tæp tuttugu ár eða til ársins 1946. Fyrir frábærlega vel unnin störf á þessu langa árabili kaus félag- ið hana heiðursfélaga sinn á 30 ára afmæli félagsins ásamt þeim frú Önnu Bjarnadótt- ur B. A. (í Reykholti) og Kristínu Ólafs- dóttur lækni. Frá 1946—49 var frú Geir- þrúðnr Hildnr Bernhöft, cand. theol. for- maður, frá 1949—57 Rannveig Þorsteins- dóttir, hæstaréttarlögmaður og frá 1957 Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir. Á- samt henni skipa nú stjórn og varastjórn Þær Ingibjörg Guðmundsdóttir, Erla Eh'as- dóttir, Ólöf Benediktsdóttir, Ólafía Einars- dóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Svava Pét- ursdóttir, Elsa E. Guðjónsson, Brynhildur Kjartansdóttir og Sigríður Erlendsdóttir. MELKORKA 25

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.