Melkorka - 01.03.1960, Side 30
---------------------------
SIGRÍÐUR EINARS
frá MunaÖarnesi:
UM ÞJÓÐVEGINN
Um þjótfveginn fóru
fáeinar konur,
sem veltu úr grýttum
vegi steinum.
Um þjóðveginn fóru
fleiri konur,
sem fundu gimsteina
grafna i sandinn.
Og fjöldi kvenna
fór um veginn,
þá fleygðu ambáttir
fjötrum og tötrum.
Og þúsundir kvenna
um þjóðveginn fóru
og lögðu hornsteina
aÖ háum sölum
l>œr lögðu hornsteina
aö hcelum, skólum,
ruddu brautir
og björguni lyftu.
Nú mynda fylkingu
milljónir kvenna
um alla þjóðvegi
allra landa,
i baráttu fyrir
frelsi, réttlæti,
friði og samúð
i fegurri heimi.
V-----------------------------------------------------)
hefur hlotið jafnréttisaðstöðu við karlmenn, þá lifir þó
löngunin eftir meiri og betri mannréttindum.
Það sem skortir nú helzt á að konan hafi fullt jafn-
rétti á við karlmenn, er fyrst og fremst launajafnrétti,
það hefur ekki komizt á í reynd nema að takmörkuðu
leyti. En hvort sem það er konan eða einhver launa-
stétt, sem ekki hefur fjárliagslegt sjálfstæði, þá er það
skortur á jafnrétti.
Það er líka sorgleg staðreynd sem blasir víða við að
konan hefur ekki sótt þann þegnrétt, sem hún á laga-
lega. Hún er ennþá hlédræg og að meirihluta frábitin
því að grípa til vopna á opinberum vettvangi. Er jrað
kannske ekki óeðlilegt, því að ekki verður sagt að það
séu þrifavcrk alltaf að standa þar í „vaski“, þær eru
ekki allar hreinar gusurnar sem sendar eru úr næsta
„kari“.
3. Ég held að Jrað geti ekki verið hemill á íslenzkri
kvenréttindabaráttu, |)ó að íslenzkum konum hafi ekki
verið mjög tíðförult á erlend mót kynsystra sinna.
Vissulega er ég ekki talsmaður einangrunar eða kota-
mennsku, en mér hefur virzt að lítið gæti smáþjóð-
anna þegar kontið er meðal hinna stærri, og það er
alltaf takmarkið, sem við getum tekið eftir öðrum
þjóðum.
Ég segi því fyrst íslenzk samtök og íslenzkt starf,
fyrst samheldni og eindrægni í heimahögum áður en
hleypt er heimdraganum, veganestið verður að vera
gott og til sóma allur heimanbúnaður, annars verða
utanferðir meira tildtirsefni en gagnsemi.
Ragnheiður Jónsdóttir,
rithöfundur.
1. Ég hef fylgst af lifandi áhuga með kvenréttinda-
baráttunni allt frá því að ég í æsku las Kvennablaðið.
Sá lestur átti sinn [rált t að opna augu mín fyrir margs
konar ranglæti og misrétti, sem konan átti við að búa.
Ég get því miður ekki talið mér til gildis, að hafa
tekið beinan þátt í jressari baráttu og er ásta'ðan fyrst
og fremst sú, að starfskraftar mínir hafa ekki verið til
margskiptanna. En ég tel mig standa í tnikilli þakkar-
skuld við þær mörgu ágætu konur, lífs og liðnar, sent
hæst hafa lyft baráttumerkinu, og drýgstan þátt átt í
þeim sigrum, sem unnizt hafa. Þessi sigursæla barátta
hefur verið mér styrkur og hvatning til þess að leggja
mig alla fram við hvert jrað starf, sem ég hef haft með
höndum, og hún hefur verið meira en það. An kven-
réttindabaráttunnar hefði ævi mín að sjálfsögðu orðið
öll önnur og lítil lfkindi til þess að ég liefði nokkurn
tíma fengizt við ritstörf.
Annarri spurningunni svara ég hiklaust neitandi.
Auðvitað dylst mér ekki, að stórkostlega mikið hefur
áunnizt frá jrví kvenréttindabaráttan var hafin. Þrátt
30
MELKORKA