Melkorka - 01.03.1960, Side 31
fyrir það tel ég, að jafnrétti karla og kvenna sé að
ýmsn leyti meira í orði en á borði, að minnsta kosti
hér á landi. Iiaráttan þarf því að halda áfram og vera
tvíþætt, bæði inn á við og nt á við. Vinna þarf að al-
gjöru jafnrétti í launamálnm og embættisveitingum,
svo að eitthvað sé nefnt. Bæta þarf á ýmsan hátt að-
stöðu konunnar til þess að njóta hæfileika sinna og
menntunar. Síðast en ekki sízt þarf blátt áfram nýja
vakningu.
Nútímakonan, sem fékk frelsið í vöggugjöf, hefur
ekki, nema með alltof fáum undantekningum, notfart
sér það á þann hátt, sem móður henar og ömmu
dreymdi um svo dýra drauma. Konunni virðist al-
mennt ckki vera það nógu ljóst, að glóandi gullið, sein
lagt var í lófa hennar við fæðingu, er ekki fyrst og
fremst leikfang. Sú dýrmæta gjöf verður með því einu
metin og launuð, að konan noti krafta sína og hæfi-
leika til hins ýtrasta. Óteljandi verkefni bíða úrlausn-
ar konunnar, og hún má ekki láta staðar numið fyrr
en hún hefur að fullu öðlazt það sæti sem henni ber
við hlið karlmannsins á öllum sviðtim þjóðfélagsins.
Síðustu spurninguna leiði ég hjá mér að svara vegna
ónógrar þekkingar.
Katrín Thoroddsen,
lahnir.
Óneitanlega átti kvenréttindabaráttan drýgstan þátt í
að konur fengu aðgang að æðri menntastofnunum og
embættum, og með því var mér og öðrum sköpuð
starfsskilyrði.
2. Því fer víðsfjarri að konur njóti jafnréttis. í reynd-
inni er réttur kvenna naumast mciri en réttur inn-
fæddra manna í brezkum nýlendum, og ber tvennt til:
annars vegar kynhroki karla, hefð og aldagamall óvani,
en á hinn bóginn andleg leti kvenna, hlédrægni og
vanmat á mætti síntim og megin. Er þcirra sök tví-
mælalaust meiri, því konur eru fjölmennari og betur
er til þeirra vandað af náttúrunnar hálfu. Kvenrétt-
indabaráttunni er ekki lokið, hún er enn á frumstigi
og henni lýkur aldrei frekar en öðrum frelsisstríðum,
þau eru eilíf.
Þórunn Elfa Magniisdóttir,
rithöfundur.
1. Vitaskuld hefur kvenréttindabaráttan haft áhrif
á þroska minn og hugsunarhátt. Ekki sízt þar sem
fósturmóðir mín, Marcn Magnúsdóttir var gáfuð og
víðsýn kvenréttindakona. Ég held, að ég hcfði undir
ölltim kringumstæðum, með eða án kvenréttinda, kos-
ið að gera ritstörf að lífsstarfi míiui, að mér hefur
ekki tekizt þetta, er vegna þeirrar þróunar, sem kven-
réttindin eiga eflaust sinn þátt í, að konur hafa gerst
fráhverfar því að vinna heimilisstörf fyrir að vera
konur, allar stúlkur eiga sér betri kosta völ, um þetta
þarf ekki að fara fleiri orðum.
Kvenréttindabaráttan hefur fram að þessu beinzt að
því m. a. að stuðla að aukinni menntun ungra stúlkna
og hlutgengi þeirra til að starfa á sem flestum sviðum.
Eftir er að finna leiðir til þess, að sérmenntaðar konur
geti, eftir að þær eru giftar og hafa ábyrgð á börnum,
útfært menntun sina og ha’fileika í því starfi, sem þær
hafa búið sig undir og kjósa helzt að helga sig. Þetta
vandamál verður ekki almennt leyst nema með félags-
legum aðgerðum.
2. Því fer víðs fjarri. En það er of langt mál að
rekja það hér, hvað á skortir að fullt jafnrétti sé með
konum og körlum. Hvað launajafnrétti áhrærir, finnst
mér æskilegt, verði því með nokkru móti við komið,
að það sé matsatriði hvaða laun fólk ber úr býtum fyr-
ir störf sín. Það rýrir vinnusiðgæði að draga þar um
of ákveðnar línur. Hart fyrir atorku- og eljufólk að
vera gert jafnt skussum og slæpingjum. Þetta sjónar-
mið ætti að koma til greina við ákvörðun launa, ekki
kynferði.
Vel má vera að hjúskaparlöggjöf okkar sé á papp-
írnurn sæmilega réttlát, en í reyndinni hefur gift kona
minni rétt en maki hennar. Það er oft engu líkara en
hún afsali sér ákvörðunarrétti sfnum um leið og hún
gengur í hjónaband, ræður naumast dvalarstað sínum.
starfsfrelsi hennar takmarkast af þörfurn heimilisins.
Margar konur láta sér lynda að menn þeirra leyni þær
fjárreiðum sínum, og gætu þær þó oft afstýrt vandræð-
um, ef þær vissu skil á þeirn málum, svo sem þeirra
lagalegi réttur er.
I mörg horn er að líta, cf jafnréttismálin eru rakin,
gefst hér ekki tækifa’ri til þess.
Þó að kvenréttindahreyfingin eigi sér stórmerkilega
sögu og sé enn góðra gjalda verð, hygg ég þó að jafn-
réttistakmarkið náist skjótast og bezt með samvinnu
karla og kvenna. En til þcss að verulegur skriður kom-
ist á samvinnu karla og kvenna í þeim málum, sem
varða þjóðfélagsheildina eða hluta hennar, þarf hug-
arfarsbyltingu, karlarnir liafa nú sínar nteinlokur, eins
og konur bezt vita, og hvggi nú hver að sínum sonum.
Sorglega mikill hluti kvenna eru þrælar afgamalla
skoðana og lífsvenja, eru lítilssigldir attanftossar karl-
anna. Minna annars ekki sérfélög kvenna innan stjórn-
ntálaflokka dálftið á vinnukonu hjá myndugri liús-
freyju, eins og þær gerðust, rneðan þær voru og hétu?
Þó að karlmenn hafi haldið mjög á lofti kvennaslægð,
hefur hún ekki dugað vcl í pólitískum viðskiptum við
þá, svo skarðan hlut hafa konur borið frá borði. Til
tilbreytingar ættu hinar slitviljugu stjórnmálakonur að
MEI.KORKA
31