Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 24.12.1960, Qupperneq 5

Vesturland - 24.12.1960, Qupperneq 5
VESTURLAND 5 Skjaldarmerki Konungsverzlunarinnar í Neðsta. Frá því um 1750. hús. Mest þeirra var Turnhúsið. Þiað stendur enn með ummerkjum. Er það mjög gamalt, úr tíð einok- unarinnar, byggt á 18. öld. Það er á mynd af ísafirði frá 1818 og er þar að sjá eins og í dag. Kannske hefur þar verið sölubúð hinnar konunglegu, dönsku einokunar- verzlunar. Yfir dyrum þeirrar sölu- búðar var skjaldarmerki Dana- konungs skorið haglega í tré. Það er nú í Fornmenjasafninu í Reykjavík, komið þangað um alda- mót frá Ásgeirsverzlun. Auk þess voru þarna: Svarta húsið, Kjallar- inn, Púlshúsið, Bræðsluhúsið og tvö önnur hús. Annað þeirna hefur verið ibúðarhús verzlunarstjóra, sem enn stendur, og er fornlegt mjög. 1 Svarta húsinu var sölubúð um þessar mundir. Því hefur nú verið breytt í íbúðarhús og stend- ur ennþá. Gegnt Bræðsluhúsinu Sundamegin var Skanzinn. Þar hafði á dögum konungsverzlunar- innar verið gert virki og settar fallbyssur til varnar árásum ræn- ingja og illvirkja. Sést Skanzinn vel á myndinni frá 1818, en um 1860 var hann orðinn hrörlegur. Um 1800 voru þar 3 fallbyssur. Á 16. öld höfðu enskir ræningjar ætt um Tangann í dagstæðan hálfan mánuð, rænt og ruplað, meitt og skemmt, stolið kirkjugripum og brotið Eyrarkirkju. Þeir höfðu náð á sitt vald vestur á Rauða- sandi, Eggert Hannessyni hirð- stjóra ,og héldu ekki á brott frá Isafirði fyrr en þeim hafði verið afhent lausnargjald fyrir hann, of fjár í gripum og silfri. Á 17. öld varð svo Tyrkjarán um Suðurland og Austfirði og Spánverjayfirferð- ir með aðtektum á mat með of- beldi, ef ekki lá laust fyrir. Á kambinum norðan við Skanz- inn var Skanzreitur til fiskþurrk- unar. Neðstikaupstaðurinn haiði um- ráð lóðar upp undir Mjósund. Við ofanverð Mjósundin var hús Jónasar Jónassonar borgara, sem dó 1850. Þar bjó nú ekkja hans, maddama Ingibjörg Jónsdóttir Jónassen og Helgi Pétursson, beykir. Einnig var þar Elín Jóns- dóttir húskona. Jónas var ættað- ur úr Dalasýslu og hafði starfað við Neðstakaupstaðinn áður en hann byrjaði sjálfur að verzla. Helgi Sölvason bóndi á Fossum átti noi'ðurenda hússins. Árið 1859 seldi hann Hjálmari Jónssyni (Johnsen) timburmanni og síðar kaupmanni á ísafirði og Flateyri eignarhlut sinn í húsinu, eftir skiptabréfi við maddömu Jónas- sen frá 1851. Auk íveruhússins fylgdu í kaupinu verbúð, brunn- ur með trékassa, kálgarður, pakk- hús 10 álna langt og undirgrind af timburhjalli jafnlöngum. Sjást þessi hús á uppdrættinum frá 1865 austan við húsið. Þetta hús mun vera byggt milli 1840—1850 og stendur enn við Aðalstræti 8, nokkuð breytt. Þetta hús stóð á Miðkaupstaðarlóðinni, án lóðar- réttinda, en fékk úrskipt spildu, þegar Hinrik Sigurðsson og Hjálm- ar Jónsson skiptu milli sín Mið- kaupstaðarlóðinni 1868. Miðkaupstaðurinn var stofnað- ur af þeim Mindelberg kaupmanni frá Sönderborg á Jótlandi og Hans Christina Hansen Gunther- sen & Co og var þeim mæld lóð 24. 5. 1816. Var lóðin við Norska naust upp frá Mjósundum, ekki ólík þríhyrning í laginu, 12498 ferálnir að stærð. Árið 1830 keypti M. W. Sass kaupmaður í Neðsta- kaupstað verzlunarstaðinn, en seldi hann 21. 2. 1854 þeim Hjálm- ari Jónssyni skipasmið, Torfa Halldórssyni skipstjóra og Hinrik Sigurðssyni skipstjóra. Vegna Sass seldi Eiríkur Olsen verzlunarstjóri hús og lóð Hinnar Sönderborgsku verzlunar (Det Sönderborgske Etablissement). Torfi virðist fljót- lega hafa horfið úr félagsskapnum og árið 1868 skiptu þeir Hjálmar og Hinrik með sér verzlunarstaðn- um. Árið 1866 voru þessi hús í Miðkaupstaðnum: Bræðsluhús, suður af Jónasarhúsi, smiðja og pakkhús suður á kambinum, kram- búð, sem snéri stafni að Aðalstræti, nú rifin. Þá kom íbúðarhúsið, sem nú er Aðalstræti 12 ,nær óbreytt. Bak við það var kálgarður, hlaða og fjós og 2 hjallar, en fiskreitur upp af skipauppsátrinu við Sund- in milli þessara húsa. íbúðarhúsið og krambúðin hafa eflaust verið byggð 1816, þegar stofnað var til verzlunar Sönder- borgarmanna á þessari lóð. íbúð- arhúsið er byggt úr timbri og hlaðið múrsteini í grindina (mur- bindingshús). Þegar Sass keypti verzlunarstaðinn 1830 hafði hann í hyggju að láta rífa til grunna öll húsin og lagði fyrir verzlunar- stjóra sinn að gera það. En Paus verzlunarstjóri lagðist á móti þess- ari fyrirætlan og færði fram þær ástæður, að það gæti orðið til þess að lóðin yrði af þeim tekin, og eins hitt, að íbúöarhúsið og krambúðin væru bindingsverkshús og því til- tölulega lítið timbur í þeim. Hafði Paus sitt fram, en eftir 1865 hef- ur búðin verið lögð að velli. Eftir skiptagjömingnum frá 1868 áttu þeir Hinrik og Hjálmar helming íbúðarhússins hvor, og í norðurendanum bjó Hjálmar um skeið og síðan Lárus Á. Snorra- son. Árið 1866 voru þeir þar og var Ágústa Svendsen, systir Lár- usar, ráðskona hjá þeim. Hún var þá orðin ekkja eftir Henrik Henckel á Flateyri. Seinna varð hún kaupkona í Reykjavík. Ekki verður nú séð hvenær Toríi fór úr félagsskapnum, enda glat- aðist veðmálabókin fyrir árin 1849—1856, þegar Erlendur Þór- arinsson sýslumaður fórst. Hafði hann tekið bókina með sér í sína síðustu för. Magnús Jochumsson, bróðir Matthíasar skálds, kvæntist Sig- ríði Guðmundsdóttur, ekkju Hin- riks Sigurðssonar, og rak verzlun í Miðkaupstaðnum um skeið. Fé- lagi hans varð J. Falck, norskur maður. Hann byggði Aðalstræti 10 (Kaupfélagsstjórahúsið) árið 1873 og bjó þar. Sölubúð reistu þeir á kambinum við Sundin, sem enn stendur. Um skeið átti Ámi Sveinsson, kaupmaður, Miðkaup- staðinn. Næst fyrir ofan Miðkaupstaðinn fékk Hjálmar Jónsson mælda verzlunarlóð árið 1856 og tak- markaðist hún að ofanverðu af lóð Ásgeirs Ásgeirssonar. Á þess- ari lóð byggði Hjálmar íbúðarhús og sölubúð. Ibúðarhúsið er nú Að- alstræti 16. Var það flutt þangað, en stóð áður ofar á lóðinni. Vöru- geymslu byggði Hjálmar einnig. Gamla búðin er nú við Brunngötu (rakarastofan), eign Jóns Gríms- sonar. Lóð Hjálmars er svo lýst í mæl- ingargerðinni, að hún sé svæði landsuður af bræðsluhúsi Hjálm- ars og Torfa og Pollamegin í Bakkaskarði upp að Ásgeirs skip- herrasvæði ofan að Sundi. Árið 1874 keypti Láms Á. Snorrason eignina af Hjálmari Jónssyni og rak þar lengi síðan verzlun.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.