Vesturland

Volume

Vesturland - 24.12.1960, Page 18

Vesturland - 24.12.1960, Page 18
18 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðfinnur Magnússon. Skrifstofa Uppsölum, símar 232 og 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn 0. Hannesson, Hafnarstræti 12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 50,00. olaoí sWi Nálgast jól, náðar sól himna brá hýrgar þá. Friðarins konungur, fagur og liár, fæddist og þerraði mannanna tár, huggaði þjakaða þjóð. Himnum á hefur söng engla fjöld fríð í kvöld, elskunnar faðir því alheimi gaf einn þann er lækkaði vonzkunnar haf, gæddan með gæzkunnar vald. Foldu á fjöldinn nú minnist þín þengill mær! Lýsi oss dæmið, er léðir oss þú, ljómi það ætíð um mannanna bú, kenni þeim kærleik og frið. Gengur þú gumna fjöld, kirkju í Krist að sjá? Ef þú í hjartanu ekki hann sérð, ekkert þig stoðar þin guðræknisferð. Ástin er andanum i. Gleymir þú, gumna fjöld, syni guðs, gengin heim? Byrjar þú aftur hið eilífa stríð, Ekkert þá stoðar þig náðin svo blíð guð sem að gaf þér um jól. Benedikt Gröndal. Jólakveðja „Nálgast jólin helg og há,“ seg- ir þjóðskáldið. Og þegar þetta er ritað heima hjá mér inni á miðju meginlandi Vesturálfu, eru blessuð jólin aftur á næstu grösum. En aldrei leitar hugur okkar heima- alinna íslandsbarna, sem eigum ævidvöl utan ættjarðarstranda, fremur heim um haf heldur en um jóla og nýársleytið. Þá sækja minningamar af fomum slóðum fastar á hugann en endranær, og hvað sjálfan mig snertir, þá eru þær mér á þessu ári nærgöngulli en oftast áður, því að þær gædd- ust nýju lífi og urðu enn fjölþætt- ari í heimsókn minni til ættlands- ins á nýliðnu sumri. Sumardvölin sú verður mér með öllu ógleymanleg. Ættjörðin hló mér við sjónum í fjölbreyttri feg- urð sinni og sumarskarti, og við- tökumar, sem ég átti að fagna um land allt ,vom svo ástúðlegar, að ég fæ þær aldrei fullþakkaðar. Og ekki stend ég í meiri þakkarskuld við neina fyrir frábærar viðtökur og höfðingsskap heldur en ykkur vini mína og velunnara á ísafirði og annars staðar á Vestfjörðum. Fyrir það vil ég nú rétta ykkur heita hönd til þakkar yfir hið breiða haf. Ég harma það, að ég varð að hafa hraðar við í ferð minni til ykkar en ég hefði kosið, en þetta veit ég, að þið skiljið og metið í réttu ljósi. Bjart er yfir minningunum frá dögunum hjá ykkur á þeim slóð- um, þótt þokan skyggði himininn, fjalladýrð og hafsýn, allmikið af dvalartímanum, nokkuð af honum naut ég þó, góðu heilli, til fulln- ustu svipmikillar tignar vestfirzks umhverfis. Samkomurnar hjá ykk- ur á ísafirði og viðtökumar þar lifa mér í huga og halda áfnam að hita mér um hjarta. Sama máli gegnir um ferðina ánægjulegu í ágætum vinahópi að Kirkjubóli í Bjarnardal, Holti í Önundarfirði og á Flateyri og hinar framúrskar- andi viðtökur á þeim stöðum; einnig um heimsóknina í Bolung- arvík jafn prýðilegar viðtökur þar. Vænt þótti mér um að geta komið að Núpi í Dýrafirði, þótt ekki væri nema stundarkorn, og skoða að nýju hinn merkilega og fagna stað „Skrúð“, lifandi vott þess, hver gróðurmáttur býr í íslenzkri mold, sé að honum hlúð. Nöfn ykkar hinna mörgu vina minna á Vesturlandi yrði of langt upp að telja (enda hætt við, að einhver verðugur kynni að verða útundan í slíkri upptalningu), en nöfnin þau eru vel geymd í þakk- látum huga mínum. Eftir því, sem lengra líður á lífsins dag, læri ég betur og betur að meta góðhug samferðasveitarinnar í minn garð og skilja hvert ríkidæmi hann er. Um leið og ég þakka ykkur öll- um hjiartanlega fyrir síðast, sendi ég ykkur innilegustu jólakveðjur mínar og nýársóskir, og geri að mínum orðum þessar hjartaheitu ljóðlínur Sigurðar Júlíusar Jó- hannessonar, skálds: Sem vinaminning þér sé kveðja í þínu húsi ríki dýrleg jól, [þessi, og þig og alla þína drottinn blessi, í þínu hjarta skíni friðiarsól. Richard Beck Hjálpræðisherinn, Isafirði Jóla- og nýársdagskrá 1960—’Gl. Sunnudaginn 18. des. kl. 8,30: Samkoma. Fyrstu tónar jólanna sungnir. Kveikt á jólatrénu. Jóladaginn kl. 8,30: HátíÖarsamkoma (jólafórn). Annan í jólum kl. 8,30: Jólatréshátíð fyrir almenning. Þriðjudaginn 27. des. kl. 4: Jólatréshátíð í Skutulsfirði. (Fyrir börn og fullorðna). Fimmtudaginn 29. des. kl. 8,30: Jólatréshátíð fyrir almenning. Nýársdaginn 1. jan. kl. 8,30: Hátíðarsamkoma. Þriðjudaginn 3. jan. kl. 8,30: Jólatréshátíð í Hnífsdal. (Fyrir börn og fullorðna). Miðvikudaginn 4. jan. kl. 8,30: Jólafagnaður Heimilasambands- ins. Fimmtudaginn 5. jan. kl. 3: Jólatréshátíð fyrir aldrað fólk. Föstudaginn 6. jan. kl. 8,30: Jólatréshátíð í Bolungavík fyr- ir fullorðna. Laugardaginn 7. jan. kl. 8,30: Síðasta jólatréshátíðin fyrir al- menning. Sunnudaginn 8. jan. kl. 8,30: Hjálpræðissamkoma. Deildarstjórinn, brigader Frithjof Nilsen, kemur í heimsókn til ísa- fjarðar um áramótin og stjórnar og talar á jólatréshátíðunum þessa daga. Verið hjartanlega velkomin á þessar hátíðarsamkomur! Jól fyrir börnin 1960—’61. Annan í jólum kl. 2: Jólatréshátíð sunnudagaskólans (efri bær). Miðvikudaginn 28. des. kl. 2: Jólatréshátíð sunnudagaskólans (neðri bær). Föstudaginn 30. des. kl. 2: Jólatréshátíð fyrir kærleiks- bandið og drengjaklúbbinn.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.