Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 10

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 10
10 VESTURLAND Matthías Bjarnason: JOENSUU Finnlandi og vinabæjamótið I norðaustur Finnlandi í hérað- inu Norður-Karelen er vinabær ísafjarðar þar í landi og heitir Joensuu, en það þýðir ármynni. Bærinn stendur í mynni Pielsjoki, sem rennur í Pyhiiselka, sem er stöðuvatn um 110 km. að lengd. Bæjarstæði Joensuu er beggja vegna fljótsins Pielsjoki, og er þar mjög fagurt, og tilkomumikið er að sjá þegar timbrinu er fleytt niður fljótið til vinnslustöðva og til útflutnings. Pielsjoki var lengi ein af aðalsamgönguleiðum Finn- lands. Nokkrum kílómetrum fyrir ofan Joensuu er stærsta timbur- flokkunarstöð í Evrópu. Úr markaðsstað í borg. Vegna þess að Joensuu liggur vel við öllum samgönguleiðum í hinu geysi víðlenda Norður Kare- len varð staðurinn snemma valinn sem markaðsstaður fyrir héraðið. Árið 1848 varð staðurinn kaup- staður og í rúmlega hundrað ár hefur hann verið miðdepill verzl- unar o g viðskipta fyrir allt Norður Karelen. Þar eru stór markaðstorg og þar er hægt að kaupa yfirleitt allt sem maður vill og er þar fjörugt og skemmtilegt að vera. Á árinu 1945 voru 6858 íbúar I Joensuu, og það ár var Joensuu gerð að höfuðborg fyrir léni því er nær yfir Norður Karelen og telur það lén á þriðja hundrað þúsund íbúa, en Joensuuborg telur nú um 28 þús. íbúa. Blómlegt atvinnulíf. Atvinnulíf í Joensuu er í mikl- um blóma. Borgarbúar lifa á timb- uriðnaði, landbúnaði og verzlun. Vinabær Isafjarðar þar sumarið 1960 Atvinna virðist þar mikil og góð. Það vakti athygli mína hve mik- ill munur er á kaupi verkamanna og fagmanna og hvað launaflokkar við almenna verkamannavinnu eru margir eftir hvaða tegund vinnu verkcunaðurinn vinnur. Lægsta kaup opinberra starfsmanna er mun hærra þar en hér, a. m. k. þau störf er ég spurði um. Skattamir eru þar háir, eins og við almenna verkamannavinnu eru um og taldi heimildarmaður minn að þeir væru að jafnaði um fjórð- ungur af kaupi. Skattarnir eru teknir jafnóðum af kaupi og inn- heimtir í einu lagi og skipt á milli ríkis og bæja eftir ákveðnum hlut- föllum. Þetta hefur verið gert í allmörg ár á hinum Norðurlöndunum nema á íslandi, þar er alltaf verið að hugsa um þessa sjálfsögðu breyt- ingu. Koman til Joensuu. Á vinabæjamótinu, sem haldið var í Joensuu í júlímánuði, komu fulltrúar frá öllum vinabæjunum, Roskilde, Tönsberg, Linköping og ísafirði. Við Islendingamir vomm aðeins þrír, Jón H. Guðmundsson, skólastjóri, Finnbjörn Finnbjörns- son og ég. Við komum fyrstir gest- anna til Joensuu. Við flugum frá Helsingfors til Kuojuo, skiptum þar um flugvél og flugum til Joensuu. Á flugvellinum voru mætt borg-arstjórinn Tauno Jun- tunen og hans ágæta kona, Kálle Káhkönen, kaupmaður, og Maija Miettinen, dr. med., en þau komu öll hingað til Isafjarðar sumarið 1958. Tóku þau á móti okkur með einstakri vináttu og hlýhug, og eyddum við þessum fyrsta degi okkar í hinum finnska vinabæ með þessu ágæta fólki og verður sá dagur okkur ógleymanlegur. Setning mótsins. Joensuuborg á stórt og mikið ráðhús, þar er viðhafnarsalur, skrifstofur borgarinnar og á neðstu hæð eru stórir og skemmti- legir veitingasalir, en veitingasal kalla Finnar „ravintola". 1 ráðhúsinu var mótið sett og flutti þar aðalræðuna forseti bæj- arstjórnarinnar A. J. Kosonen fyrrum ritstjóri, en hann kom til Isafjarðar 1958. Hann er maður nokkuð á áttræðisaldri og eru kraftar hans þverrandi, sem von er. Að því búnu fluttu fulltrúar hinna þjóðanna ávörp og færði hver bær fyrir sig Joensuubæ gjöf til minningar um mót þetta. Að lokinni setningarathöfn sýndi borgarstjórinn okkur skrif- stofur bæjarins og í einkaskrif- stofu hans sáum við Ijósmynd af fsafirði, sem fsafjörður sendi Joensuu á 100 ára afmæli bæjar- ins árið 1948. Minnisstæð og áhrifarík stund. Þennan sama dag komum við í kirkjugarð bæjarins og í þann hluta hans, sem eru yfir 600 leiði og minnisvarðar þeirra eru féllu eða týndust í Finnsk-Rússneska- stríðinu 1939 til 1940 og voru frá Joensuubæ og nágrenni hans. Þar flutti einn gestanna ræðu og minntist þeirra er létu lífið, og bar- áttu finnsku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu og tilveru. Ég skoðaði þarna yfir 50 minn- ismerki og voru flestir hinna föllnu 21 og 22 ára og fjöldinn af þeim lét lífið í janúar og febrúar 1940. Á þessari stundu hýgg ég að allir hafi í huga sínum rifjað upp þessi erfiðu ár finnsku þjóð- arinnar og þá ægilegu blóðfórn, sem þessi þjóð varð að þola. Graf- reitir hundruða ungmenna frá ekki stærri bæ en Joensuu var þá, tala þar skýru máli. Síðar komum við til Kollaa, þar sem Finnum tókst að stöðva framsókn Rússa í Norður Finn- landi í vetrarhörkunum 1940 eftir miklar orrustur og gífurlegt mannfall. Þar hafa Finnar reist stórkostlegt minnismerki. Bær framfara og velmegunar. Joensuu er bær framfara, það gátum við sannfærst um á þeim stutta tíma, er við dvöldum þar. Mjög mikið er þar byggt af íbúð- arhúsum ,enda er bærinn í örum vexti. Við skoðuðum skóla sem var iað verða fullbúinn og er glæsileg bygging og öllu vel fyrir komið. Stórt og mikið sjúkrahús er þar nýbyggt og er með allra gæsilegustu byggingum. Kirkja er þar í smíðum, mikil bygging og fögur. Fyrstu árin eftir stríð áttu Finnar í miklum erfiðleikum. At- Á myndinni eru talið frá hægri: Taimo Juntunen, borgarstjóri, A. J. Kosonen, forseti bæjarstjórnar, Kú'lle Kúhkönen, kaupmaður, dr. med. Maija Miettinen og frú Juntunen. En þetta fólk kom hingað til Isa- fjarðar á vinabæjamótið sumarið 1958. Þetta er Karelska húsið. I>að stendur á undurfallegri eyju í nálægð við miðbæ Joensuu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.