Vesturland

Volume

Vesturland - 24.12.1960, Page 14

Vesturland - 24.12.1960, Page 14
14 VESTURLAND Nennton og vinna vifl okkar hæfi Rabbað við stjórn Sjálfsbjargar öryrkjar á Isafirði stofnuðu með sér félagsskap, sem þeir hafa gefið nafnið Sjálfsbjörg. Bæjarbú- um er sjálfsagt orðið kunnugt um þetta starf, að nokkru leyti, en Vesturland vill þó kynna þetta fé- lag fyrir lesendum sínum. Frétta- maður blaðsins gekk því á fund stjórnar félagsins til þess að fá frekari upplýsingar um félagið og starfsemi þess. Við hittum nokkra úr stjórninni í herbergi félagsins í kjallara íþróttahússins, og var fjöldi manna önnum kafinn við að undirbúa jólabazar félagsins. o o o Hvenær var félagið stofnað og hver voru tildrög að stofnun þess ? Hugmyndin er komin frá Sigur- sveini D. Kristinssyni. Hann var kennari við tónlistarskólann á Siglufirði og hafði beitt sér fyrir stofnun Sjálfsbjargar þar, en þar var fyrsta Sjálfsbjargarfélagið stofnað. Sigursveinn hringdi hing- að vestur og bað um að athuga um möguleika á að stofna sams- konar félag hér á ísafirði, en í millitíðinni hafði verið stofnað fé- lag í Reykjavík. Við álitum fyrst að litlir mögu- leikar væru á að stofna þetta félag hérna, en reyndin varð allt önnur. Svo fór að við stofnuðum Sjálfs- björg í september 1958 og kom Sigursveinn til ísafjarðar og að- stoðaði okkur við stofnunina. Stofnfundinn ,sem haldinn var í barnaskólanum, sátu um 30 manns, en stofnendur voru um 40. Félagatalan hefur síðan meira en tvöfaldast og telur félagið nú rúm- lega 90 meðlimi. Við höfum nokkra félaga hér á fjörðunum í kring og aðstoða þeir okkur við merkia og blaðasölu á fjáröflunardag okkar. Hver er tilgangur félagsins? Tilgangurinn er að vinna að áuknum réttindum og bættri að- stöðu fatlaðs fólks, sérstaklega hvað snertir atvinnu öryrkja og ennfremur að koma upp fleiri stöðvum til þjálfunar þeirra. Fé- lagið vill styðja fatlað fólk til að afla sér þeirrar menntunar, bók- legrar og verklegrar, sem það hef- ur löngun og hæfileika til, og að- stoða það til að leita sér þeirrar vinnu, sem það er fært um að leysa af hendi. Á þennan hátt nýtast starfskraftar þessa fólks, sem ella færu forgörðum, því oft getur maður, sem er lamaður á fótum skilað fullum starfsdegi ef hann fær atvinnu við sitt hæfi. Við telj- um að þjóðfélagið hafi ekki efni á því að láta ónotað það starf, sem þetta fólk er fært um að inna af hendi við réttar aðstæður. Annað markmið félagsins er að gera sem flestu fötluðu fólki kleyft að taka þátt í félagslífi sér til ánægju. Heilbrigt fólk á eðlilega erfitt með að gera sér í hugarlund hve þeir erfiðleikar eru miklir, sem fatlað fólk þarf að sigrast á til að geta notið þess að taka þátt í al- mennu féalgslífi. 1 hverju hefur starf félagsins verið fólgið síðan það var stofnað? Fyrst í stað héldum við skemmtifundi fyrir félagana. Það kom þó fljótt í ljós að brýn þörf var á því að koma á fót einhvers- konar léttri vinnu fyrir félagana. Þá tókum við það ráð að koma saman reglulega einu sinni i viku á svokölluðum vinnukvöldum. Þar vinnum við ýmsa muni, sem við seljum síðan á bazar öðru hverju. Okkur til mikillar ánægju hafa þessir bazarar Sjálfsbjargar orðið afar vinsælir. Einn ágætur félagi okkar, Helga Marzellíusdóttir hefur lagt mikla vinnu í að undir- búa vinnukvöldin. Hún hefur séð um þetta að mestu síðan félagið var stofnað og hefur verið aðal driffjöðrin í þessu starfi okkar, föndurvinnunni. í vetur fengum við Guðrúnu Vigfúsdóttur til að leiðbeina okkur með vinnuna. Það hefur verið okkur ómetanlegur styrkur. Vinnukvöldin hafa verið vel sótt og hafa félagarnir haft mikið gagn og ánægju af þessum kvöldstundum, sem þeir hafa kom- ið saman til vinnu. Hvar hafið þið nú haft húsnæði fyrir vinnukvöldin? Fyrst höfðum við ekkert hús- næði, svo að við komum saman heima hjá einum félaganna, en í fyrra haust fékk bærinn okkur til afnota eitt herbergi í kjallara íþróttahússins gegn því að við lét- um innrétta það. Félagarnir gátu lítið unnið sjálfir við innréttingu herbergisins. Þetta varð okkur all- dýrt því að við urðum að kaupa vinnu við innréttinguna. Marzellíus Bernharðsson sýndi okkur þá miklu rausn að gefa okk- ur allt efnið, sem við þurftum að nota. Örvaði það ekki félagsstarfið að fá húsnæðið? Jú, visulega því að nú komast miklu fleiri að á vinnukvöldunum hjá okkur og svo höfum við þarna húsnæði undir félagsfundi. Nokkru eftir að við fengum húsnæðið keyptum við okkur prjónavélar til að koma upp vísi að vinnustofu fyrir þá félaga, sem erfiðast áttu með að vinna alla venjulega vinnu. Síðan hefur vinnustofan verið starfrækt öðru hverju, þegar við höfum haft efni á því að kaupa okkur efni til að vinna úr. Það er von okkar að við getum fengið okkur fullkomna prjónavél svo að við getum framleitt fjölbreyttari vöm og hægt verði að starfrækja vinnustofuna allt árið. Hvað er framleitt á vinnustof- unni? Ennþá höfum við aðallega prjón- að gammósíubuxur og lítilsháttar af bai’napeysum og skyrtubolum. Þetta stendur vonandi allt til bóta. Hafa ekki verið stofnuð fleiri Sjálfsbjargarfélög en þau þrjú, sem við höfum talað um? Jú, þau eru víst orðin 8 eða 9. í fyrra var svo stofnað lands- samband fatlaðra og hefur það haldið tvö þing þar sem mættir hafa veri ðfultrúar frá öllum fé- lögunum. Þar höfum við rætt öli helztu hagsmuna og baráttumál okkar. Nú hefur sambandið opnað skrifstofu í Reykjavík í nýju húsi, sem S. í. B. S. á að Bræðraborgar- stíg 9. Starfsmaður sambandsins er fyrsti formaður Sjálfsbjargar á Isafirði, Trausti Sigurlaugsson. Við erum ánægð með starfið, sem af er og vonumst til þess að fé- lagið beri gæfu til þess að verða vaxið því hlutverki, sem því var ætlað. ★ Úr vinnustoí'u Sjálfsbjargar Helgi Þorleifsson við prjónavélarnar

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.