Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 16

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 16
16 VESTURLAND Byggð á ísafirði Framhald af bls. 7. unarlóðinni, sem náði upp í bót og Mjógotu. Á öiiu því svæði voru engin hús ,nema Hæstakaupstaðar- arhusin í norövesturhorni lóöar- innar. Þess hefur áður verið getið, að Hæstikaupstaöurmn eöa Efsti- kaupstaourinn ,eins og hann var stunaum nefndur, hafi í fyrstu ver- ið reistur af Heidemann kaup- manni, 1788 en keyptur af Olafi Thonaciusi kaupmanni á Bildudal tun 1795. Árið 1826 var verziun- arrekstri þar hætt og eins i Mið- kaupstaönum, að því er Paus verziunarstjóri segir í bréfi til Sass 24. ágúst 1826. Hvatti hann Sass til þess að kaupa baða verzl- unarstaðina til þess að hafa ein- okunaraðstöðu á Isafirði, því tæp- ast mundi koma til nýir menn, ef þeir þyrftu að reisa ný verzlunar- hús frá grunni. En Sass varð of seinn til. Að vísu festi hann kaup á Miðkaupstaðnum, en Hæstakaup- staðinn keypti Jens Jakob Bene- diktsson frá Staðarfelli, kaupmað- ur í Stykkishólmi og Vestmanna- eyjum árið 1827 fyrir 700 spesíur. Segir Paus í bréfi, að það séu hin- ar óþægilegustu fréttir fyrir sig, því að framvegis verði hann þá ekki einn um hituna. Jens byrjaði verzlun sína vorið 1828 og óx fljótt fiskur um hrygg. Á öðru ári verzlaði hann álíka mik- ið og Neðstikaupstaðurinn, og hóf þegar útveg á jögtum til hákarla- veiða og þóttist hafa góðan hag af því. Eftir lát Jens Jakobs 1842 keypti H. A. Clausen Hæstakaup- staðinn og rak þar lengi verzlun. Árið 1866 var M. P. Riis verzlun- arstjóri hjá honum. Hann var faðir þeirra bræðra Árna, sem um skeið var verzlstj. í Hæstakaupstaðn- um ,og Jörgens Mikaels (Kalla), sem varð verzunarstjóri við Ás- geirsverzlun og tengdasonur Ás- geirs skipherra. Riis varð fyrsti bæjargjaldkeri á Isafirði, eftir að bæjarstjórn var stofnuð 1866. Um þessar mundir var Sophus J. Niel- sen bókhaldari við Hæstakaupstað- inn og Þórarinn Guðmundsson, fóstursonur séra Þórarins í Vatns- firði, síðar kaupmaður á Seyðis- firði, assistent. Þeir voru báðir til húsa hjá Riis. 1 hæstakaupstaðnum voru 6 hús um þessar mundir: Verzlunar- stjórahúsið, sem sennilega er byggt fyrir 1800 af Heydemann kaupmanni eða Ólafi Thorlaciusi. Það stendur enn og er nr. 42 við Aðalstræti, Naustið eða Gulahúsið og Gamla sölubúðin, sem rifin var 1879. Bótarhúsin voru 3, þar á meðal bræðsluhús og pakkhús. Hæstakaupstaðarbryggjan var í bótinni (Bæjarbryggjan). Sölubúð- in, sem enn stendur, var ekki byggð fyrri en 1875, og leyfði byggingarnefnd, að hún mætti standa samhliða gömlu vörubúð- inni. Á balanum fyrir ofan Hæsta- kaupstaðinn var Ásmundi Sigurðs- syni byggð lóð 1853 og var hún 13 álnum fyrir ofan vesturhom krambúðarinnar. Sést Ásmundar- bær vel á gömlu myndinni. Var talið að lóð þessi væri tilheyrandi Hæstakaupstaðarlóðinni, en Pét- ur Guðmundsson verzlunarstjóri mótmælti ekki sökum þess að Ás- mundur var í þjónustu verzlunar- innar. Árið 1866 var Ásmundur þarna með fjölskyldu sína. Þá voru synir hans, Óli, síðar verzlun- arstjóri og organisti í Eyrarkirkju, og Edvarð úrsm., faðir frú Láru, ennþá börn að aldri. Ásmundarbær var þar sem nú er Norðurvegur. Á næstu grösum ,heldur norðar á eyrinni, vom einnig hús Krist- jáns Oddssonar og Þórðar Krist- jánssonar, og ennfremur torfbær Abigael Þórðardóttur ljósmóður, tengdamóður Jóhanns Vedhólms. En hjá honum var Abigael árið 1866. Hún var gift séra Sigurði Sigurðssyni presti í Grímsey, en þau skildu. Sæmundur Einarsson formaður átti líka heima á þessum slóðum, en líklega hefur það ekki verið fyrri en síðar. Árið 1875 var fangahúsið sett niður rétt hjá Sæ- mundarbæ, en fangahúsið var hið næsta Norðurpólnum, sem byggður var árið 1879. Á verzlunarlóðinni, eins og hún var upphaflega ákveðin, voru ekki fleiri hús í þennan mund, en rétt ofan við mörkin var Sýslumanns- húsið (nú Mallargata 6), sem enn- þá stendur, nema hvað það hefur tvívegis verið stækkað, fyrst 1877 um 7 álnir til suðurs, en síðan til norðurs. Erlendur Þórarinsson sýslumaður byggði húsið árið 1856 ,og var það þá með valma- þaki, rismikið og veggjalágt. Þeg- ar Stefán Bjarnarson sýslumaður kom til embættisins keypti hami húsið (1857), en seldi það Fens- mark sýslumanni 1879. Árið 1884 seldi Fensmark J. Uglehus kaup- manni húsið, en hann seldi aftur 1886 Skúla Thoroddsen sýslu- manni. Árið 1866 bjó Stefán Bjamarson sýslumaður í húsinu, ásamt fjölskyldu sinni. Sama árið (1856) byggði Torfi Thorgrímsen verzlunarmaður íbúð- arhús gegnt sýslumannshúsinu, eins að útliti, en minna. Leigði sóknarprestur honum lóð undir húsið 20. 12. 1856 og náði hún að grjótgarðinum um Eyrartún, sem lá þarna þvert yfir eyrina, en hús- ið stóð rétt við garðinn. Eftir að bæjarstjórn eignaðist Eyrarland fékk Þorvaldur læknir viðbótarlóð upp fyrir túngarðinn. Þorvaldur Jónsson keypti húsið 1863 og stækkaði það og breytti þaki. Hús- ið stendur enn og er við Mjallar- götu 5. Báðum þessum húsum hef- ur verið breytt. Árið 1866 var Þor- valdur læknir í húsinu með fjöl- skyldu sinni. Árið 1877 fékk Aðalbjörn Jóa- kimsson skipstjóri nokkurn skika af lóð Þorvalds læknis og byggði þar hús það, sem ennþá stendur og er við Mjallargötu 1. Húsið var látið standa 4 álnir frá Kirkjustíg, sem nú heitir Hafnarstræti. Hús þetta seldi Aðalbjörn Þorvaldi Jónssyni prófasti og bjó hann lengi í því. Árið 1878 fékk Aðalbjörn lóð norðvestan við hús Þorvalds lækn- is og byggði þar hús, sem enn stendur við Fjarðarstræti 35. Á Eyrartúni var engin byggð, Isafjörður um 1865 nema Eyrarkirkja, sem stóð utan kirkjugarðsins og gamla kirkj- an, sem var inni í miðjum kirkju- garðinum, og peningshús og sjáv- arhús frá Eyri. Gamla kirkjan var rifin um þessar mundir, en hún hafði verið byggð úr timbri, stokk á stokk, árið 1790. Stuttan spöl í norðvestur frá kirkjunni var Eyrarbær, land- námsjörð í Skutulsfirði og prests- setur frá fornu fari. Séra Eyjólf- ur Kolbeinsson skilaði af sér bæ og kirkju árið 1848, þegar hann lét af prestsskap. Þá voru bæjar- húsin komin að falli og honum gert að greiða 180 ríkisdali í álag á bæinn. Árið 1866 voru húsa- kynni á Eyri þessi: Baðstofa 15 álnir á lengd og 4 álnir og 15 þumlungar á breidd. Niðri var stofuhús þiljað í hólf og gólf í þremur stafgólfum. Baðstofan stóð efst af bæjarhúsunum og snéri göflunum út og inn fjörðinn. Þessi hús stóðu gegnt austri frá austurhlið baðstofunnar: Göng frá baðstofu að bæjardyraporti og annarsvegar búr og eldhús, en hinsvegar fjós og smiðja. Út á hlaðið voru þannig 5 burstir, að því er ætla má. Þessi bær var rif- inn 1872 og flutti prófastur þá í Prófastshúsið, sem enn stendur við Fjarðarstræti 27. Árið 1866

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.