Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1960, Side 17

Vesturland - 24.12.1960, Side 17
VESTURLAND 17 bjó Árni Böðvarsson prestur á Eyri, ásamt konu og börnum. Vinnuhjúin voru 5. Á Hóli eða Staðarhóli, sem mun hafa verið býli í Eyrartúni rétt við norðurgafl baðstofu, bjó Guð- rún Vernharðsdóttir, seinni kona og ekkja séra Hálfdáns Einars- sonar, hátt á áttræðisaldri. Hún hafði eina vinnukonu og tökubarn á snærum sínum. Árið 1866 var ekki meiri byggð á Tanganum en hér hefur verið talin. Húsin stóðu alldreift, nema í Saurbænum, enda höfðu menn stórar lóðir. stöðvaði alla, sem hann þekkti, og byrjaði sömu söguna og sömu mót- mælin upp aftur og aftur. Hann sneri við vösum sínum ,til þess að sýna þeim, að hann hefði ekkert í þeim. Þeir sögðu við hann: „Gamli hrekkjalómurinn þinn!“ Hann varð reiðari og reiðari, og um leið æstari út af því ,að sér væri ekki trúað, og hann hélt áfram að segja söguna. Það var komið kvöld og tími til að fara heim. Hann fór heim með þremur nágrönnum sínum. Hann sýndi þeim staðinn, þar sem hann hafði fundið snærisspottann, og hann talaði ekki um annað alla leiðina heim en það, sem hafði komið fyrir hann um daginn. — Um kvöldið fór hann um allt Breaute-þorpið og sagði öllum sög- una, en enginn trúði honum. Hann hugsaði um þetta alla nóttina. Næsta dag um klukkan eitt skilaði Maríus Paumelle, sem var vinnumaður hjá garðyrkju- manni, sem Breton hét í Manne- ville, veskinu, með öllu, sem í því var, til Maulbreque í Manneville. Hann sagðist hafa fundið það á veginum, en þar sem hann kynni ekki að lesa, hefði hann farið heim með það og fengið húsbónda sín- um. Þessi frétt barst um allt héraðið og herra Hauchecorne var sögð hún. Hann lagði undir eins af stað með þessar sannanir og fór að segja söguna aftur. Nú hrósaði hann happi. „Það sem mér þótti verst af öllu,“ sagði hann, „var ekki sakar- áburðurinn í sjálfu sér, skal ég segja ykkur, heldur það, að ég var sakaður um það, að hafa logið. Það er ekkert sem er eins afleitt fyrir mann og það, að vera í skömm fyrir að hafa logið.“ Hann talaði um þetta allan dag- inn, við þá, sem hann hitti á veg- inum og í drykkjukránni, þar sem menn sátu við drykkju, og næsta dag, sem var sunnudagur, við þá, sem voru við kirkju, þegar þeir komu út. Hann gekk jafnvel í veg fyrir bráðókunnuga menn, til þess að segja þeim frá því. Hann var ánægður nú; en þó var eitthvað, sem hann var ekki alveg sáttur með, án þess að hann vissi hvað það væri. Fólk hlustaði á hann með glettnssvip ,og það var eins og menn yrðu ekki alveg sannfærð- ir. Honum fannst hann finna það, sem þeir segðu um sig, þegar hann heyrði ekki til. Á þriðjudaginn í næstu viku fór hann til markaðar í Gogerville. Honum fannst hann mega til með að fara þangað að segja söguna. Malandain stóð í dyi’unum, þegar hann fór framhjá, og byrjaði að hlæja, þegar hann sá hann. Hvers vegna? Hann hitti bónda frá Criquelot og fór að segja honum söguna, en Hér fer á eftir skrá um þau hús, sem nefnd hafa verið hér að fram- an og búið hefur verið í. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. Snærisspottiim Framhald 19. síðu. burð sinn og hélt fast við það, sem hann hafði sagt. Þeir skömm- uðust heila klukustund, og svo var leitað á Hauchecorne, eftir beiðni hans sjálfs. Ekkert fannst á hon- um. Loksins lét borgarstjórinn, sem var í standandi vandræðum, hann fara, en sagði honum um leið, að hann ætlaði að tilkynna yfirvöldunum málavöxtu og bíða eftir skipun frá þeim. Frú Thorstrup í skautbúningi, 1866. Fréttin hafði flogið. Þegar Hauchecorne kom út úr skrifstofu borgarstjórans, var hann um- kringdur af fólki og spurður spjör- unum úr. Sumir voru alvarlegir, sumir háðslegir, en enginn lét bera á neinni gremju út af því, að þetta ódæði hefði verið borið á hann. Hann fór að segja þeim söguna af snærisspottanum. Þeir trúðu hon- um ekki, þeir hlógu að honum. Hann hélt áfram og allsstaðar voru menn að stöðva hann, og hann iBÚÐARHÚS 1866: í Neðstakaupstað verzlunarstjórahúsið. Jónas Jónasson borgari y2 Aðalstræti 8 Hjálmar Jónsson kaupmaður y2 Hinrik Sigurðsson skipstjóri y2 Aðalstræti 12 Hjálmar Jónsson kaupmaður y> Lárus Á. Snorrason, kaupmaður Aðalstræti 16 Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður Aðalstræti 20 Filippus Árnason skipstjóri y2 Aðalstræti 22 B Jón Jónsson snikkari y2 Sigfús Pálsson smiður Aðalstræti 26 Þorsteinn Ásgeirsson smiður Brunngata 10 örnólfur Þorleifsson skipstjóri Brunngata 12 Kristján Jónsson verzlunarmaður Þóroddur Jónsson seglasaumari Brunngata 14 Sigurður Andrésson smiður Þvergata 3 Aron Jónsson húsmaður Jóhann Vedhólm vert Silfurgata 8 Ásgrímur Guðmundsson skipstjóri Skipagata 7 Guðbjartur Jónsson skipstjóri Skipagata 12 Jón Sigurðsson verzlunarmaður Bjarni Grímsson húsmaður Skipagata 15 Jens Kristján Amgrímsson járnsmiður Smiðjugata 2 Jakob Olsen lóðs Tangagata 4 Sæmundur Einarsson formaður Gestur Sigurðsson húsmaður Össur Magnússon smiður Þorvarður Brynjólfsson húsmaður Silfurgata 9 A Egill V. Sandholt skósmiður Tangagata 8 Lúðvík E. Ásgeirsson skipstjóri Brynjólfur Oddsson bókbindari Sundstræti 25 A Hæstikaupstaðurinn verzlunarstjórahús Aðalstræti 42 Ásmundur Sigurðsson beykir Mjógata 7 Kristján Oddsson húsmaður Pólgata—Fjarðarstræti Þórður Kristjánsson Pólgata—Fjarðarstræti Abigael Þórðardóttir Pólgata—Fjarðarstræti Stefán Bjarnarson sýslumaður Mjallargata 6 Þorvaldur Jónsson læknir Mjallargata 5 Eyrarbær séra Árni Böðvarsson Staðarhóll Guðrún Vernharðsdóttir ekkja. bóndinn beið ekki eftir að hann lyki við hana, heldur gaf honum selbita á magann og kallaði upp í opið geðið á honum: „Mikill bölvaður þorpari getur þú verið!“ Svo fór hann burt. Hauchecorn stóð eftir orðlaus og varð æ órólegri. Hvernig gat staðið á þvi ,að þeir kölluðu hann þorpara? Þegar hann var seztur við borð í veitingahúsi Jourdains, fór hann aftur að skýra frá öllu saman. Hrossakaupmaður frá Montivillers kallaði til hans: „Nei, hættu nú, fanturinn þinn! Ég kann söguna um snærisspott- ann þinn.“ „En úr því þeir fundu veskið aftur —“ stamaði Hauchecorne. „Æ, þegiðu nú, karltetur," greip hinn fram í. „Það er ekki sjálfsagt, að sá, sem fann það, hafi skilað því, aftur. Hver er kominn til að segja nokkuð um það?“ Bóndinn varð alveg orðlaus. Nú loksins skildi hann. Þeir sökuðu hann um, að hafa látið annan, sem var í vitorði með honum, skila aft- ur veskinu. Hann reyndi að bera á móti þessu. Allir við borðið fóru að hlæja. Hann gat ekki lokið við að borða og fór út, og heyrði háðs- yrði á eftir sér. Hann fór heim bálreiður og ut- an við sig. Hann ver enn gramari sökum þess, að hann var að upp- lagi, ef til vill nógu slæmur til þess að gera einmitt það, sem þeir höfðu borið á hann ,og hælast um það á eftir sem hvert annað gott kænskubragð. Hann vissi með sjálfum sér, að sér væri ómögu- legt, að sanna sakleysi sitt, vegna þess, að hann var þekktur að svik- um. En óréttlætið, sem hann varð fyrir með þessum grun, lagðist samt mjög þungt á hann. Enn á ný fór hann að segja sög- una ,og lengdi han á hverjum degi með því að bæta í hana nýjum sönnunum, sterkari yfirlýsingum og hátíðlegri eiðum, sem hann fann upp, þegar hann var einn; því hann var hættur að hugsa um nokkuð annað en söguna um snær- isspottann. Því oftar sem hann bar af sér og því slungnari sem hann varð í röksemdafærslunni, þvi minna mark var tekið á því sem hann sagði. Gamansamir náungar létu hann segja sér söguna um snærisspott- ann sér til skemmtunar, rétt eins og maður lætur hermann, sem hef- ur verið í orustu, segja sér um bardagann. Hann tapaði sálar- kröftum jafnt og stöðugt og síð- ast í desember lagðist hann í rúm- ið. Hann dó snemma í janúar, og í óráðinu rétt áður en hann dó, hélt hann fram sakleysi sínu og sagði hvað eftir annað: „Bara svolítill snærisspotti — Sko, hérna er hann, herra borgar- stjóri.“ ★

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.