Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 19

Vesturland - 24.12.1960, Blaðsíða 19
VESTURLAND 19 SNÆRISSPOTTINN Smásaga eftir GUY DE MAUPASANT ÞAÐ VAR markaðsdagur, og um- hverfis Goderville komu bændumir úr öllum áttum með konur sínar til bæjarins. Karlmennimir gengu hægt og köstuðu sér áfram við hvert skref, sem þeir tóku, með löngu, bognu fótunum. Þeir vom allir skakkir af því að ýta á eftir plógnum, sem veldur því að vinstri öxlin gengur upp og líkaminn beygist út á aðra hliðina; og líka af því að skera kornstangimar, sem þeir verða að standa gleiðir við, til þess að detta ekki. Það gljáði á stífu, bláu skyrturnar þeirra, eins og þær væru olíuborn- ar, og kragarnir á þeim og erm- arnar að framan voru skreyttar með útsaum. Þær þöndust út af vindinum eins og belgur á loftfari, sem er tilbúið til flugs; og út úr þeim stóðu tvær hendur og tveir fætur. Sumir bændurnir teymdu kýr eða kálfa. Konurnar þeirra ráku á eftir og börðu skepnurnar með laufguðum hríslum, til þess að þær kæmust úr sporunum. Þær báru stórar körfur, og út úr þeim gægð- ust höfuð á hænsnum og öndum. Konurnar voru beinvaxnar og magrar. En þær voru greiðari í spori og fjörlegri en mennimir þeirra; á herðunum höfðu þær lít- il sjöl, sem voru næld saman að framan yfir flatvaxin brjóstin, og á höfðunum hvíta klúta, sem huldu hárið, og svo húfur utan yfir þeim. Við og við fóru kerrur framhjá, sem voru dregnar af litlum hest- um. í sætinu á hverri kerru sátu tveir menn, sem hossuðust skringi- lega af hristingnum, og niðri í kerrunni fyrir aftan þá sat kona, sem hélt sér með báðum höndum í hliðarnar, til þess að minnka ofur- lítið hristinginn. Á sölutorginu í Goderville var mesti fjöldi af mönnum og skepn- um. Hornin á nautgripunum, háu, loðnu hattarnir ríkisbændanna og höfuðföt kvennanna stóðu upp úr yfirborði þessa iðandi mannfjölda. Háar, hvellar og glymjandi radd- irnar mynduðu látlausan, trylltan hávaða; og við og við heyrðust skellihlátrar kátra bænda, eða langdregin öskur í kúm, sem voru bundnar við húsveggi. Þarna blandaðist saman þefur af mykju, mjólk, heyi og svita, það var sam- bland af skepnu- og mannaþef, sem jafnan fylgir bændafólkinu. Hauchecorne frá Breaute var rétt nýkominn til Goderville, og var á leiðinni til sölutorgsins, er hann kom auga á dálítinn snæris- spotta, sem lá á jörðinni. Herra Iiauchecorne, sem var einstakur sparsemdarmaður, eins og reyndar allir Normandíumenn eru, hugsaði sem svo, að allt, sem gæti komið að einhverjum notum, væri þess vert að vera hirt. Hann beygði sig niður, þótt hann ætti bágt með það, því hann kvaldist af gigt, tók upp snærisspottann, sem var mjór, og var að byrja að vefja hann upp í hönk, er hann kom auga á herra Malandain, aktygjasmiðinn, sem stóð í dyrunum í húsi sínu og horfði á hann. Þeir höfðu einu sinni rifist, út af beizli, og hötuðu hvor annan upp frá því. Herra Hauchecorne blóðskammaðist sín vegna þess, að óvinur hans skyldi sjá hann vera að taka snæris- spotta upp af götunni. Hann flýtti sér að fela spottann undir skyrt- unni, og kom honum svo niður í buxnavasa sinn; svo þóttist hann vera að leita að einhverju öðru, sem hann fann ekki, og loksins hélt hann áfram til sölutorgsins, niðurlútur og hálf krepptur sam- an af giktarkvölum. Hann hvarf inn í mannfjöldann, sem mjakaðist til hægt og hægt og þrefaði og prúttaði um verð og vörugæði. Bændurnir skoðuðu kýr, fóru burt, komu aftur, sí- hræddir um að verða sviknir. — Þeir ætluðu aldrei að þora að gera út um kaupin; þeir horfðu beint framan í þá sem seldu, og reyndu að komast að því, hvaða svikum þeir byggju yfir og hvaða gallar væru á skepnunum. Konurnar, sem höfðu sett körf- ur sínar niður þar sem þær stóðu, tóku hænsnin upp úr þeim og lögðu þau á jörðina. Þar lágu þau með saman bundna fætur og rauða kambanda, og augun ætluðu út úr höfðunum á þeim af hræðslu. Þær hlustuðu á tilboð kaupenda, og héldu fram sínu verði með ein- stakri staðfestu, eða ákváðu að taka lægra boði og kölluðu fljótt á kaupandann sem farinn var að færa sig burt. Smám saman tæmd- ist torgið, og þegar klukkan á kirkjuturninum sló tólf, fóru þeir, sem áttu langt heim, að þyrpast inn í veitingahúsin. I veitingahúsi Jordains var stóri borðsalurinn fullur af fólki og húsagarðurinn á bak við var full- ur af vögnum og kerrum af öllum mögulegum tegundum og mesta fjölda af samgöngutækjum, sem ekki voru af neinni sérstakri gerð. Þeir voru gulir ai leir, skakkir og ramskældir. Beint á móti stóra borðinu, sem menn sátu við og biðu matar síns, var feikilega stórt eldstæði. Eldur logaði á því og sjóðhitaði bökin á þeim, sem sátu næstir honum, hægramegin við borðið. Þrír steikarteinar, sem hænsnum, dúf- um og sauðarlærum var stungið á, snerust yfir eldinum, og 'sætan ilm af steiktu kjöti og sósu, sem hellt var yfir brúnt og brennt skinnið á steiktu fuglunum, lagði um allan salinn. Af ilminum og kætinni fylltust munnar manna af vatni. Allir helztu bændurnir borðuðu hjá Jourdain veitingamanni, sem var lika hrossakaupmaður; séður náungi, sem hafði grætt ekki svo lítið um sína diaga. Diskar voru bomir á borð og tæmdir ásamt könnum fullum af gulum eplamjöð. Þeir spurðu hverjir aðra um uppskeruhorfurn- ar. Veðrið var hagstætt fyrir garð- ávextina, en of miklar rigningar fyrir kornið. Allt í einu heyrðist bumbuslátt- ur úti í garðinum fyrir framan húsið. Allir, nema þeir afskipta- lausustu, þutu á fætur og fram að dyrunum eða gluggunum, með munnana fulla af mat og borð- þurrkurnar í höndunum. Þegar kallarinn hætti að berja bumbuna, kallaði hann upp með rykkjum og þögnum á röngum stöðum: Hér með tilkynnist öllum íbúum Goderville og yfireitt öllum, sem til markaðar hafa komið, að í morgun, milli níu og tíu, tapaðist svart leðurveski á Benzevilleveg- inum. I því voru fimm hundruð frankar í peningum og áríðandi skjöl. Finnandi er beðinn að skila því tafarlaust á skrifstofu borgar- stjórans eða til herra Fortune Houlbreque í Manneville. Tuttugu frankar verða borgaðir í fundar- laun.“ Kallarinn fór burt. Bumbu- hljóðið og rödd hans heyrðust á- lengdar og rofnuðu eftir því, sem hann færðist fjær. Allir fóru að tala um þetta atvik og meta lík- urnar með og móti því, að herra Houlbreque fyndi veskið aftur. Þeir héldu áfram að borða og voru að enda við að drekka kaffið, þeg- ar yfirlögregluþjónn kom í dyrnar. Hann spurði: „Er herra Hauchecorne frá Breaute hér?“ Hauchecorne, sem sat við hinn endann á borðinu, svaraði: „Hér er ég, hér er ég!“ Og hann fór með lögreglumann- inum. Borgarstjórinn sat í hæg- indastól og beið hans. Hann var stór maður og alvörugefinn og íburðarmikill í máli. „Herra Haucecorne,“ sagði hann, „þú varst staðinn að því í morgun, að finna á Benzevilleveg- inum peningaveskið, sem herra Houlbreque týndi þar.“ „Fann ég — fann ég peninga- veski?“ „Já, þú, — það sást til þín.“ „Sást til mín? Hver sá mig?“ „Herra Malandain, aktygjasmið- urinn.“ Hauchecorne mundi nú eftir því, sem skeð hafði, og skildi hvernig í öllu lá. Hann varð sótrauður í framan af bræði. „Svo það var hann sem sá mig, fanturinn sá arna? Hann sá mig taka upp þennan snærisspotta, herra borgarstjóri." Hann leitaði í vasa sínum og dró upp endann á snæri. En borgarstjórinn bara hristi höfuðið. „Þú kemur mér ekki til að trúa því, að herra Malandain, sem er trúverðugur maður, hafi tekið snærisspotta fyrir peningaveski.“ Bóndinn, sem var bálreiður, rétti upp hendina og spýtti á gólfið, eins og til að gefa orðum sínum meira sannleiksgildi, og sagði: „Það er samt heilagur sannleik- ur, herra borgarstjóri. Ég endur- tek það ,og legg við sáluhjálp mína.“ „Þegar þú varst búinn að taka upp veskið,“ hélt borgarstjórinn áfram, „leitaðir þú í forinni dá- litla stund eftir peningum, sem kynnu að hafa dottið úr því.“ Bóndaaumingjanum lá við að kafna af reiði og hræðslu. „Hvernig geta þeir fengið af sér að Ijúga öðru eins og þessu upp, til þess að koma óorði á heið- arlegan mann? Hvernig geta þeir gert það?“ Mótmæli hans voru árangurs- laus. Honum var ekki trúað. Hann var leiddur fram fyrir herra Malandain, sem endurtók vitnis- Framhald á 17. síðu. Frá lsafirði um miðjan maí 1945

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.