Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 24.12.1960, Qupperneq 12

Vesturland - 24.12.1960, Qupperneq 12
12 VESTURLAND Vegurinn um Isafjarðardjúp r Framtíðarvegur Isfirðinga Með opnun hins nýja Vestfjarð- arvegar á síðastliðnu hausti komst ísafjörður í samband við aðalak- vegakerfi landsins. Við Vestfirð- ingar, sem búum norðan Amar- fjarðar og sunnan ísafjarðar- djúps komumst ekki á bifreiðum út um landið án þess að fara nokkum hluta leiðarinnar á sjó. Við fögnum að sjálfsögðu þessum nýja áfanga okkar í samgöngumál- unum þó að við teljum að þetta sé engin frambúðarlausn fyrir þá, sem búa norðan Breiðadalsheiðar. Þessi leið er allt of erfið, og að jafnaði ekki fær nema lítinn hluta úr árinu. Strax við opnun hins nýja vegar hófust vöruflutningar með bifreið- um milli fsafjarðar og Reykjavík- ur. Tveir ungir Isfirðingar standa fyrir þessum fltuningum. Frétta- maður blaðsins brá sér á íund þeirra Gunnars Péturssonar og Ebenezers Þórarinssonar og innti þá frétta af þessum ferðum. o o o Hófuð þið vöruflutninga strax og Vestfjarðavegurinn opnaðist? Já, við vomm búnir að hugsa okkur að reyna þetta, meðan verið var að leggja veginn. Ári áður en vegurinn opnaðist keyptum við stóran bíl, sem við ætluðum að nota til flutninganna. í fyrra haust þegar vegurinn var opnaður byrj- uðum við að flytja vömr milli Isa- fjarðar og Reykjavíkur. Hann var opnaður um mánaðamótin septem- ber og október og héldum víð flutningunum áfram í mánaðar- tíma. Hvenær fómð þið síðustu ferð- ina í fyrra? Við komum til ísafjarðar 6. nóvember úr síðustu ferðinni. Þá var kominn snjór og urðum við að fá Breiðadalsheiði opnaða til þéss að koma bíinum yfir heiðina. Þetta var eina heiðin, sem þurfti að moka. Var þetta í eina skiptið, sem þið tepptust? Já, við þurftum ekki að fá að- stoð nema í þetta eina sinn. Það bjargaði okkur, að við vorum á bíl með framdrifi og hefðum við sennilega ekki komist neina ferð án þess, því að vegurinn var ófull- gerður á löngum kafla og auk þess voru nokkrar óbrúaðar ár á leið- inni. Vegirnir voru samt ekki einu erfiðleikar okkar í fyrstu ferðinni. Við vorum ekki fyllilega búnir að gera okkur grein fyrir því hvaða erfiðleikum þetta var bundið, en við lærðum, að sjálfsögðu af reynslunni. Strax í fyrrahaust kom það í ljós að þessir flutningar lik- uðu vel og flutningaþörfin var miklu meiri, en við gátum annað með einum bíl. Við undirbjuggum því strax í fyrra haust að fá okk- ur annan bíl og gátum því byrj- að að flytja á tveimur bílum strax í vor. Við sáum líka, að sá bíll, sem við áttum hentaði ekki vel í svona langkeyrslur þegar veg- urinn batnaði og pöntuðum við okkur því annan bíl í hans stað. Hvenær gátuð þið byrjað í vor? Fyrstu ferðina fórum við frá Reykjavík 31. maí á bíl, sem við keyptum þar. Við héldum flutn- ingunum síðan áfram í sumar á tveimur bílum. Við vorum svo lán- samir að okkur tókst að fá fyrsta Mercedes Benz bílinn, sem flutt- ur var inn eftir að innflutningur var gefinn frjáls á vörubílum. Við fengum hann um miðjan júlí og var byggt yfir hann á einni viku í Bílasmiðjunni í Reykjavík. Yf- irbyggingin er úr alúminíum og er það mikill kostur því að bíll- inn verður miklu léttari. Flutn- ingarnir gengu ágætlega í sumar og við höfðum miklu meira en nóg að flytja. Fyrst í stað ókum við sínum bílnum hvor, en í haust vorum við tveir í hvorum bíl. Við höfðum þrjár fastar ferðir á viku í sumar milli Reykjavíkur og ísafjarðar. Að jafnaði fórum við ekki lengra en í Bjarkarlund og gistum þar. í hverri ferð komum við við á FLat- eyri og Þingeyri, auk þess fórum við bæði til Bolungavíkur og Súða- víkur. Þessum ferðum gátum við haldið þangað til 30 .nóvember í haust. Það þótti gott í íyrra, að geta farið yfir Breiðadalsheiði fram í nóvemberbyrjun, en það hefur víst aldrei komið fyrir áð- ur síðan vegur v-ar lagður yfir Breiðadalsheiði, að hægt hafi ver- ið að aka hana fram undir desem- ber. Hvernig likar ykkur vegurinn ? Að mörgu leyti vel. Mestu far- artálmarnir eru Þingmannaheiði og Breiðadalsheiði. Víðar er að sjálfsögðu úrbóta þörf þó að margir kaflar hafi verið lagaðir mikið t. d. Skógarbrekkurnar og Dynjandisheiðin, en á henni voru byggðar brýr á allar árnar nema eina í sumar. Vegurinn var alveg óvenjulega greiðfær og góður í sumar, en þó hefði mátt gera meira af því að hefla hann og þá sérstaklega á kaflanum frá GilsfirÖi til ísafjarðar. Hvernig lízt ykkur á að leggja veginn kring um ísafjarðardjúp? Það er sá vegur, sem við fsfirð- ingar þurfum sem fyrst að fá. Hann er okkar framtíðarvegur. Hann liggur allur með sjó fram og með honum losnum við við sjö fjallvegi. Það á að leggja miklu meiri áherzlu á að koma þessum vegi í samband heldur en gert hef- ur verið hingað til. Hvað álítið þið um þá hugmynd að bjóða vegagerð út í ákvæðis- vinnu ? Það er rétta leiðin, sérstaklega þó hvað snertir undirbygingu vega þar sem hægt er að koma því við. Það ætti líka -að vera fengin nægi- leg reynsla fyrir því, að hagkvæm- ara væri að veita stærri fjárveit- ingar í færri staði heldur en gert hefur verið hingað til. Það má líkja því við það, að hagkvæmara er að reka einn stóran bíl heldur en þrjá litla. Hugsið þið ykkur að halda þess- um vöruflutningum áfram næsta sumar? Við erum búnir að selja eldri bílinn okkar og panta okkur nýj- an bíl í staðinn. Hann verður af sömu gerð og sá, sem við eigum núna, en þó verður hann með stærra húsi. Þá getum við tekið sex farþega eða breytt sætunum í tvær kojur, sem við höfum hugs- aö okkur að gera. Það er miklu hagkvæmara fyrir okkur. Þá get- um við farið í einum áfanga til Reykjavíkur með því að vera tveir við akstur. Á þennan hátt getum við fjölgað ferðum því að mun minni tími fer í ferðina þegar við losnum við að gista á leiðinni. Hvað hugsið þið ykkur að gera ■við bílinn í vetur? Er ekki dýrt að láta hann standa ónotaðan í svona langan tíma? Ebenezer Þórarinsson og Gunnar Pétursson. Ebenezer, Björn Finnbogason, Guðbjörn Charlesson og Gunnar.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.