Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 5
I’ÓRARINN GUÐNASON: ^Crabbamemsfrœðsla og UrabbameinsUrœbsla Okkar öld er tími aukinna lífsþæginda og lífsræktar. Hún hefur ekki einungis fært okkur bílinn og flugvélina, lieldur einnig minnkað ungbarnadauðann og lengt meðal- aldnrinn, hún hefur ekki aðeins gefið okk- ur símann, útvarpið og kvikmyndirnar, heldur líka möguleika til þess að verjast mörgum þeim plágum, sem léku þjóðirnar grátt fyrr á öldum. Sulfalyf, penicillin og önnur skyld hafa dregið burst úr nefi sjúk- dóma, sem hverjum manni stóðu af ógn og hætta, jafnvel fyrir örfáum árum. En þrátt fyrir allar þær framfarir, sem orðið hafa á sviði lækninga og heilbrigðis- rnála, stendur þó einn sjúkdómur nokkurn veginn jafnréttur eftir .stundum er engu líkara en hann bíti ekki vopn, að minnsta kosti ekki þau, sem við ráðum yfir enn sem komið er. Sá sjúkdómur er krabbameinið. Hvað veldur? Við vitum miklu minna um krabbamein en flesta aðra sjúkdóma. Við vitum í raun- inni ekki, hvernig á því stendur, að allt f einnu taka frumur einhvers staðar í líkam- anum á sig annarlega mynd, segja sig úr lög- um við heilbrigða nágranna og segja þeim stríð á hendur. Það sem gerist, þegar krabba- mein hefur göngu sína, er eitthvað f líkingu við það, ef fáeinir sauðir í stórri hjörð tækju allt í einu að breyta um svip, fengju klær í stað klaufa og í sakleysislegum sauðarkjálk- unum spryttu upp hvassar vfgtennur. Fyrr en varir yrði svo kjafti og klóm beitt gegn þeim, sem næstir stæðu, og ef ekkert væri að gert, gengu þessir blóðþyrstu umskipt- ingar af allri hjörðinni dauðri. Þessi einfalda samlíking ætti að nægja til FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL þess að skýra þá sérstöðu, sem þessi sjúkdóm- ur hefur, og þau vandamál, sem af henni hljótast. Við vitum ekki, hvernig á því stendur, að lömbin í haganum skuli geta breytzt í glefsandi varga, og kunnum því engin ráð til þess að koma í veg fyrir það. Allt er þess vegna undir því komið, að skjót vitneskja fáist um, hvernig komið er, og ó- argadýrin verði fjarlægð, áður en þau hafa gert þann óskunda, sem aldrei verður bætt- ur. Nú er því þannig farið um krabbameinið, að það veldur næsta litlum einkennum fyrsta kastið. Ef viðunandi samvinna á að takast milli lækna og leikmanna í barátt- unni gegn krabbameininu, þarf almenningi að vera kunnugt ýmislegt, sem máli skiptir um eðli þessa sjúkdóms og einkenni, eink- um þó byrjunareinkennin, hættumerkin. Eg veit, að þessi fróðleikur hefur einatt ver- ið borinn á borð fyrir ykkur, lesendur góð- ir, í ræddu máli og rituðu, og er ekki f vafa um, að margir eru dauðleiðir á endurtekn- um aðvörunum og leiðbeiningum, ef til vill með ónógri tilbreytni í efni og formi. Ég ætla því að dvelja mjög stuttlega við þann þátt málsins, aðeins drepa á nokkur atriði. Ef kona verður vör við ber í brjósti, á hún ekki að draga það í margar vikur eða mánuði að láta lækni athuga sig, heldur gera það þegar í stað. Þetta er einhver ein- faldasta og auðskildasta lífsregla, sem krabbameinsvarnirnar leggja, en samt er langt frá því að öllum konum hafi skilizt nauðsyn þess að ljá henni eyru. Einatt koma til læknanna konur, sem hafa tekið eftir beri eða þykkildi í brjósti einn mánuð, tvo 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.