Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 7
aldur, verður var einliverra breytinga í lík- ingu við þær, sem nú var lýst. Truílanir á hægðuni manns, sem annars heiur verið heilbrigður og aldlrei hefur Veitt þeim hluta líkamsstariseminnar neina sérstaka at- hygli, eru alltaf dálítið grunsamlegar, eink- um þegar aldurinn færist yfir. Maður á fimmtugsaldri fer allt í einu að fá niður- gangsköst, en milli þeirra verða hægðirnar óvenju tregar, eða þá að breytingin er í því fólgin, að saurinn verður óvenju dökkur, jafnvel svartur. Annar á svipuðu aldurs- skeiði tekur eftir blóðlit á hægðunum hvað eftir annað, án þess að þær breytist að öðru leyti. Enn er reglan hin sama — látið ekki hjá líða að ráðfæra ykkur við lækni. Það er engan veginn víst, að þörf sé á tímafrekri og kostnaðarsamri rannsókn, slíkt er læknisins að ákveða, en ef hún telst æskileg, þá er þeim tíma og fé ekki illa varið, sem fer til þess að ganga úr skugga um, að allt sé með felldu. Það er þessi samvinna milli almenn- ings og læknanna, sem er og verður að minnsta kosti fyrst um sinn okkar öflugasta krabbameinsvörn. Enn rnætti minnast á krabbamein í fleiri líffærum, en þetta verður að nægja. Hér er hvort sem er um rnjög lauslegt yfirlit að ræða og því ekki ástæða til að telja nema það algengasta. Aðeins mætti til viðbótar geta um krabbamein í lungum, sem í sumum öðrum löndum er mjög títt, en sjaldgæft hér á landi enn sem komið er. Margir eru þeirrar skoðunar, að tóbaksreykingar og þó sérstaklega sígarettureykingar séu megin- ástæðan fyrir vaxandi fjölda sjúklinga með lungnakrabba, og vel má vera að svo sé. Af þeim sökum er full ástæða til þess að hvetja þá, sem vilja og geta lagt það á sig að draga úr sígarettureykingum sínum, að gera það, og hinir, sem ekki hafa ánetjazt tóbakinu, ættu að skoða hug sinn vel, áður en þeir ráða sig í vist hjá þeim stranga húsbónda. Þetta er nú allt gott og blessað ,munu sumir lesenda minna segja, gott og blessað fyrir þá, sem hafa taugar til að hlusta á ykk- ur læknana og láta sér varnaðarorðin að kenningu verða. Hinir eru æðimargir, sem fara að hugsa um sinn tilvonandi krabba af slíkum áhuga, að þeir líta naumast glaðan dag það sem eftir er langrar ævi. Hér erum við að mínu áliti komin að einu atriðinu enn, sem máli skiptir — krabbameinshræðsl- unni. Víða erlendis, þar sem enn meira hef- ur verið rætt og ritað um illkynja mein- semdir en hér á landi, liefur krabbameins- lnæðslan orðið læknum nokkurt áhyggju- efni og dregið verulega úr ánægjunni af þeim gleðilega árangri, sem tíðurn fæst með skynsamlegri fræðslu um þessi mál. Einnig liérlendis mun þessi fræðsla stundum íalla í gljúpan jarðveg og bera aðra ávexti en til var ætlazt. Ég hef ekki tekið þetta atriði til meðferðar vegna þess, að ég þekki hið vand- rataða meðalhóf eða kunni lausn þessa vandamáls. Ég held, að hana kunni enginn. Sá möguleiki er ævinlega fyrir hendi, þegar mönnum er bent á einhverja hættu, að nokkrir þeirra, sem á hlýða, mikli svo fyrir sér voðann, að skynsemin lúti í lægra haldi fyrir óttanum .Öllum mönnum er gefið að kunna að hræðast, hvað svo sem um það kann að vera skráð í fornum bókum. Óttinn er ráðstöfun náttúrunnar til varnar því, að lífveran flani út í hverja torfæru, sem á vegi hennar verður. En óttinn getur orðið ann- að og rneira en vernd, hann getur orðið al- varlegur fjötur um fót, ef hann nær yfir- höndinni. Sumar manneskjur eru fæddar lnæddar, ef svo mætti segja. Myrkfælinn maður þorir ekki um þvert hús að ganga, þegar skyggja tekur, og býst við forynjum í hverjum kima. Hræðslan við verri staðinn var áreiðanlega voldugra afl í sálarlífi fyrri kynslóða en við getum gert okkur grein fyrir, og jafnvel fram á daga þeirra, sem enn lifa, báru menn kvíðboga fyrir nýju Tyrkja- ráni. Engan þarf því að undra, þótt svo al- gengur og raunverulegur voði sem krabba- meinið geri mörgum lífið leitt, þegar hon- l'RÉTTAKRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.