Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 22
þann hluta lungnanna. Af þessu kemur stuttur og erfiður andardráttur, og blóðinu er bægt frá að geta íengið nægilegt súrefni, en það er orsök til margra veikinda. Þrengsli fatanna geta líka verið svo mikil, að hjartað hafi of lítið rúm, og er það mjög óholt. Ef brúkað er þröngt „lífstykki" og yfir höfuð þröng föt um langan tíma, fá rifbeinin á endanum skakka stöðu og lögun, og lialda Jienni, þó „lífstykkið“ og fötin séu tekin utan af. Enn þá ein afleiðing af að hafa of fast utan um mittið og bringubolinn er það, að hin livelfda þind, sem er föst innan í bringubolnum að neðan og með samdrætti sínum vinnur að andardrættinum, getur ekki dregist í rétta stefnu eða eftir réttri þenslu, og getur því ekki starfað eftir eðli sínu, og við það verður andardrátturinn enn erfiðari. Líffæri kviðarlrolsins verða einnig fyrir mikilli þvingun af þröngum „lífstykkjum“. Maginn, sem lætur frá sér magavökvann og blandar honum saman við fæðuna, er alt af á hreyfingu, enn fremur hefir hann þann eiginleika, að hann breytir stöðu sinni, þeg- ar hann er fullur af fæðu, þannig að hann dregst fram og upp á við, en vegna þrengsl- anna getur þessi hreyfing og stöðubreyting eigi orðið á eðlilegan hátt. Lifrin liggur til hægri hliðar efst í kviðarholinu; hún þrýst- ist stundum svo mikið, að rifbeinin mynda djúpar dældir í hana. Þegar lifrin er þannig reyrð saman, getur hún ekki gefið frá sér nægilegt gall, og hefir það mjög ill áhrif á meltinguna. Á margan hátt auk þess, sem þegar er nefnt, hefir það skaðlegar afleiðingar, ef kvenfólk hefir fötin of þétt utan um búk- inn, og hefnir það sín síðar bæði á þeim sjálfum og afkomendum þeirra. Hve mikið það skaðar hvern einstakan kvenmann, að hafa þröngt utan um sig, er mjög misjafnt, og stundum eru afleiðing- arnar langvinnar og stundum snöggvar. Fæst kvenfólk mun kannast við, að það hafi of þröngt utan um sig, og segir það oft, að hægt sé að koma hendi eða jafnvel báð- um höndum á milli „iífstykksins" og líkam- ans. Þetta sannar raunar ekki mikið, því að það er vart mögulegt að hafa svo þröngt fat utanum búkinn, að eigi sé hægt að koma hendi á milli. Og þó „lífstykkið“ sé eigi of þröngt, á meðan kvenmaðurinn dregur hægt andann, getur það samt þrengt of mikið að, ef djúpur andardráttur verður nauðsynlegur svo sem við mikla hreyfingu eða vinnu. Enn fremur segja sumar: „Ég get ekki haldið mér uppréttri, nema eg sé í „lífstykki“. Það getur að vísu verið satt, að minsta kosti í bráðina, en það er einmitt sönnunin fyrir því, að vöðvarnir, sem eiga að halda líkamanum uppréttum, eru orðnir svo óvanir og ónýtir, af því þeir eru ekki notaðir, að þeir geta ekki neytt sín. En þessi veikleiki mundi eftir nokkurn tíma hverfa, ef vöðvarnir mættu neyta sín, og fullkomið frelsi yfir hreyfingum líkamans koma í stað- inn. Um leið og hætt er við ,,lífstykkið“, verð- ur einnig að hætta við öll bönd yfir um mittið, því að þau eru jafnóholl. í stað „líf- stykkisins" skal hafa mátulega víðan bol, með hnöppum um mittið, er buxunum sé hnept á og einnig pilsunum, svo að þungi þeirra hvíli eigi á mjöðmunum; annars er bezt að hafa pilsin sem fæst, einnig stutt og létt. Samkvæmt hinni 2. aðalkröfu klæðnað- inum viðvíkjandi ber að hafa skyrtur og treyjur háhálsaðar og með ermum um hand- leggina, sömuleiðis hlýjar buxur, svo að ekkert kul komist að kviðarholinu, og enn fremur hlýja sokka. Sokkabönd ætti aldrei að brúka, hvorki fyrir of'an eða neðan hné, því þaugeta hindr- að blóðumferðina og starf vöðvanna. í þess stað má halda stokkunum uppi með bönd- um, sem hnept sé á bolinn. Þau skulu vera búin til úr teygjuböndum, líka mega þau vera prjónuð. Á börnum jmrfa þessi bönd FRÍ'.TTA BRÉF IIM ÍIEILBRIGÐISMÁL 22

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.