Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 21
bolinn og kviðinn, þareð það eru þessir partar líkamans, og líffæri þau, er geymast í þeim, sem mest hætta er búin af óhollum klæðnaði. Líkaminn samanstendur af beinagrind, vöðvunr og innýflum. Beinagrindin heldur vöðvunum uppi og myndar höfuðkúpuna, bringubolinn og mjaðmagrindina; hún hef- ur því þrjú hol, sem öll geyma hin merk- ustu líffæri. Bringubolurinn myndast af hryggnum að aftan, bringubeininu að framan og rifjun- um til beggja lrliða. Þindin lokar brjósthol- inu að neðan, og greinir það frá kviðarliol- inu. Bilin á milli rifbeinanna lokast af vöðv- um. Að ofan, þar sem opið er minna (að- eins fyrir barkann og vélindið), styðja við- beinin að framan og herðablöðin að aftan. í brjóstliolinu eru lungun og hjartað, marg- ar æðar og taugar, einnig vélindið. Lungun eru gljúp að byggingu og fjaðurmögnuð, og nryndast þau við það, að barkinn skiptist í tvær pípur, þær aftur í aðrar smærri er síð- an halda áfram að skiptast í óteljandi, mjög smágjörvar pípur, er síðast enda með litlum blöðrum. Úr lungunum fer blóðið til hjartans, þeg- ar það með andardrættinum hefur losað sig við kolsýruna og fengið aftur súrefni. Hjart- að er holur vöðvi með fjórum hólfum og liggur það vinstra megin í brjóstholinu; með sínum reglubundna sanrdrætti hrindir það blóðinu, sem búið er að hreinsast í lungunum, frá sér í gegnum hina stóru slag- æð út um líkamann, og um leið tekur það á móti blóði úr líkamanum í gegnum hina stóru blóðæð, og flytur það inn í lungun til hreinsunar. Kviðarholið hefur ekki eins sterkar hlið- ar og brjóstholið. Að ofan er þindin, að aft- an hryggurinn, á hliðunum og að framan eru vöðvar, að neðan mjaðmargrindin. í þessu holi eru mörg líffæri, svo sem lifrin, nýrun, magaeitillinn, rnaginn, garnirnar o. fl. Störf þessara líffæra eru margvísleg; í maganum myndast magavökvinn, sem upp- leysir fæðuna; lifrin gefur frá sér gallið, sem er svo mikilvægt fyrir meltinguna; nýr- un draga þvagefnin úr blóðinu; í garnakerf- inu sýgts næringarvökvinn úr fæðunni inn í blóðið o. s. frv. Til allra þessara líffæra kemur blóðið og fer frá þeirn aftur; á millum þeirra og hinna annarra parta líkamans er sífelld samvinna, og er hún mjög mikilvæg, ])ví góð heilsa er undir því komin, að þessi samvinna sé í reglu, og allt það sem hindrar hana, spillir meira eða minna heilsunni. Nefnd sam- vinna getur á ýrnsan hátt truflazt af klæðn- aðinum, einkum af of þröngum fötum, og líka af misjöfnum aðbúnaði að hinum ýmsu pörtum líkamans, t. d. að fótunum, eða ef kvenfólk lætur ekki nærfötin ná yfir efri part bringubolsins, eða hefur eigi hlýjar buxur kviðarholinu til skjóls. Með tilliti til heilsunnar útheimtist þannig: 1. að klæðnaðurinn gjöri hinum mikilvæg- ustu líffærum engan tálma i störfum þeirra (við andardráttinn, meltinguna og hringferð blóðsins). 2. að klæðnaðurinn hlúi jafnt að öllum lík- amanum, haldi á honum jöfnum liita og skýli honum fyrir breytingu loftlagsins. í þessu tilliti er yfir höfuð að tala Htið að setja út á karlfatnaðinn, en því meira á fatnað kvenna. Það eru einkum þröng „lífstykki" (kor- set, snörliv), er valdið hafa mesta heilsu- tjóni. Oft eru þau höfð svo þröng, að neðri rifbeinin verða að láta undan, og neðri hluti bringubolsins rninkar að rúmmáli, breytir sporöskjulögun sinni og verður sí- valur eða hringmyndaður. Hinn fjöður- magnaði lungnavefur fær ekki eins stórt rúm og hann þarf; hann þrýstist saman og loftpípurnar mjókka. Loftið kemst naum- lega niður í botn á lungnablöðrunum, og hjartað á óhægt með að koma blóðinu í FRÉTTABRÉF UM HEILBRTGÐISMÁL 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.