Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 10
unum. Þetta er algengast í höndunum og lýsir sér á þann hátt að fingurnir verða hvít- ir og kaldir (deyja). Svipuð einkenni geta komið e£ hendurnar verða fyrir langvarandi hristingi, eins og þegar unnið er við loft- þrýstibora. Bæði ytri og innri orsakir koma því til greina. Sumt fólk þolir ekki álag sem öðrum verður ekkert um. Það virðist oft vera um erfðahneigð að ræða, sem enginn veit nánari skil á. Æðakölkun getur byrjað á unga aldri jafnvel innan við þrítugt, en venjulega aðeins meðal karlmanna. Hjá konum byrjar sjúkdómurinn venjulega langt um seinna. RáS til verndar Nú þarf að athuga hvort mögulegt sé að gera eitthvað til að hamla gegn hinum skað- legu áhrifum. Stundum er það tvímælalaust hægt. Það er mikilvægt að sykursýki og hár blóðþrýstingur finnist snemma og séu und- ir stöðugu og nákvæmu eftirliti. Hendur og fætur sem eru viðkvæmir fyrir kulda er nauðsynlegt að vernda gegn hon- um með hlýjum hönzkum og góðum fóta- búnaði. Yfirleitt þarf að forðast mikla kæl- ingu á fótum og höndum. Hvorki ermar né fótabúnaður má þrengja að, þar sem það hindrar blóðrásina. Sé fitumagnið í blóð- inu aukið ætti að draga úr neyzlu dýrafitu. Annars er vafasamt hvað fólk sem er heil- brigt græðir á því að vera á sérstöku matar- æði. Sannleikurinn er sá að ekki er enn full- sannað að í venjulegu fæði séu efni sem hafi áhrif á æðakölkun hjá fólki. Skynsamlegur blandaður kostur með takmörkuðu kol- vetnamagni, eða fjölda hitaeininga og tak- markaðri fitu er sennilega heppilegri en strangt mataræði. Því feitari sem maðurinn verður vex álagið á hjartað og blóðrásina. Fjöldinn allur af skýrslum sýnir, að í flokki þeirra, sem eru með blóðrásarsjúk- dóma í fótunum, eru miklu fleiri reykinga- menn en meðal almennings yfirleitt. Þetta ætti að vekja fólk til alvarlegrar umhugsun- ar og brýna það til að vera á verði gegn tóbakinu. Það fer ekki á milli mála að þeg- ar blóðrásarsjúkdómar eru byrjaðir, hefur tóbaksnautn alvarleg áhrif á gang þeirra. Fjölda manns batnar mikið við að hætta reykingum og verða oft einkennalausir, en byrji þeir að reykja á nýjan leik versnar þeim og sjúkdómseinkennin magnast á ný. Þegar menn reykja dragast æðarnar saman, en það liefur jafnan ill áhrif. Það ríður á að forðast allt sem hindrar næringu vefjanna. því eiga menn að hætta reykingum undir eins og ber á blóðrásartruflunum. Það er mikið deilt um hvort það bæti blóðrásina að fá sér snafs með matnum eða fyrir svefn. Margir eiga betra með að sofna ef þeir fá sér smáskammt af áfengi að kvöld- inu, en hinsvegar fylgir því ávanahætta og ætti enginn að gera sér það að reglu. Kaffi og te í hófi er ekki skaðlegt, en í stórum stíl veldur það oft svefnleysi og enginn ætti að nota það til að pína sig áfrarn og halda sér vakandi. Hvíld og ró er þýðingarmikill þáttur í meðferð allra blóðrásarsjúkdóma. Hálftíma hvíld ef’tir aðalmáltíðirnar, smá vinnuhlé öðru hverju, og að draga úr vinnuhraðan- um eru lífsreglur sem þessum sjúklingum er hollt að halda. Hreyfingarleysi er hinsvegar eyðileggjandi. Þegar blóðrásartruflanir eru í fótunum verður að taka til greina að vöðvarnir eru sviptir starfshæfni sinni að meira eða minna leyti, og húðin verður viðkvæmari vegna lélegrar blóðrásar, því er nauðsynlegt að forðast, eftir megni, að fá sár á fæturna eða verða fyrir meiðslum. Vegna verkjanna sem fylgja lélegri blóðrás í fótunum er oft ekki hjá því komizt að stanza með vissu millibili, meðan þeir líða úr, en stundum er hægt að losna við verkina með því að ganga alltaf hægt, lalla. Gott er að þjálfa sig gæti- lega með gönguferðum, en þá verður að stanza um leið og verkjanna verður vart, en FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGRISMÁL 10

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.