Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 15
raunir á hundum og það skýrir hvers vegna sjúklingur með heilahristing missir meðvit- undina en fær hana fljótt aftur. Missi sjúkl- ingur ekki meðvitund þegar um leið og hann verður fyrir áverka á höfuðið, en ein- kennin birtast seinna, er ekki um veinjuleg- an lieilahristing að ræða, heldur heilamar. bað á sér oft stað í umferðaslysum. Við á- verkann kastast heilinn fram að höggstaðn- um gegn hauskúpuskelinni og síðan að staðnum beint gegn honum. Af því leiðir smáblæðingar og vökvi síast út á milli heila- frumanna, þannig myndast bjúgur á heil- anum. Sjúklingarnir finna oft lengi til af- leiðinganna af heilaskemmdum og blæðing- arnar geta orsakað samvexti milli heila- himnanna, en þær aftur valdið langvarandi svima og höfuðverkjum. Þegar svo bar við, töluðu menn áður um svæsinn heilahristing en annars var vanalega talað um snert af heilahristingi kæmu engin alvarleg ein- kenni í Ijós. En þarna er raunverulega um tvenns konar áverka eða slys að ræða, sem oinnig birtist í ólíkum myndum. Ef læknir athugar sjúkling þegar eftir að hann hefur fengið áverka á höfuðið, getur verið ó- kleift fyrir hann að skera úr um hvort sjúkl- ingurinn liefur fengið einfaldan heilahrist- ing, heilamar eða jafnvel haus-kúpubrot. Því er alltaf öruggast að leggja sjúklinginn inn á sjúkrahús þar sem hann getur verið undir föstu eftirliti. Flestir ná sér fljótt eftir einfaldan heilahristing séu þeir þegar í stað lagðir í rúmið, látnir hafa fullkomna ró og ekki hleypt of snemma á fætur. Áður fyrr gættu læknar miklu meiri var- úðar ef fólk fékk heilahristing en mi gerist. Sjúklingarnir voru yfirleitt látnir liggja í 3 vikur eða lengur, sem var talið nauðsynlegt til að vernda þá gegn seinni afleiðingum, höfuðverkjum og svima. Fyrir mörgum árum tók prf. Busch, heila- skurðlæknirinn frægi, sem íslendingum er að góðu kunnur, að birta reglur um með- ferð sjúklinga með heilahristing. Meðferðin verður að sjálfsögðu að vera breytileg eftir ástandi sjúklinganna, sem kannað er með ákveðnum athugunum. Þegar sjúklingurinn er kominn það vel á veg að hann getur setið uppi í 10 mínútur án þess að hann fái svima, höfuðverk eða lélegan púls, má leyfa honum að setja sig í stól og líði honum vel í þeirri stillingu, á honum að vera óhætt að staulast lítið eitt daginn eftir.. Fyrstu 3 dagana má liann ekki fara neitt út af heim- ilinu eða spítalanum og hann á að vera í ró og næði viku eftir þetta, leggja sig um miðjan daginn eða helzt oftar og fara snemma í rúmið. Hann verður að forðast að þreyta sig á andlegri eða líkamlegri vinnu á þessu tímabili og hann má ekki smakka á- fengi fyrr en þrem mánuðum eftir að hann slasaðist. Fólk sem hefur fengið heilamar með blæðingu og samvexti milli heilahimnanna, þjáist oft að þungum og þrálátum höfuð- verk. Það tekst iðulega að lækna þessi ein- kenni með því að blása lofti inn á heilann og losa þannig samvextina. Yfirleitt er ekki litið á einfaldan heilahristing sem alvarlegt fyrirbæri, og sumir telja hann ekki athyglis- verðan en líta hins vegar svo á að hauskúpu- brot sé alltaf lífshættulegur áverki. Hvorug skoðunin er rétt en hins vegar er óhætt að fullyrða að einfaldur heilahristingur sé hættulaus áverki, fái hann rétta meðferð og þá læknast hann yfirleitt fljótt án nokkurra Bj. Bj. þýddi. FRÉTTABRÍ'.F UM HEILBRIGÐISMÁL 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.