Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 6
mánuði, jaínvel hálft ár, fundið það stækka, en ekki sinnt því frekar, og svo er allt of oft komið í óefni, loksins þegar þær láta verða af því að tala við lækni. Ég held, að megin- sökina á þessu eigi misskilningur, sem ein- hvern veginn hefur náð að festa rætur í hugum manna, þrátt fyrir allar prédikanir okkar læknanna, og misskilningurinn er jjessi: Krabbamein á byrjunarstigi veldur ekki verkjum, hvorki í brjóstum kvenna né annars staðar og illkynjað ber í brjósti er yfirleitt ekki viðkvæmt, joað joarf meira að segja að verða býsna stórt til þess að nokk- ur teljandi óþægindi stafi af því. Nei, engir verkir, engin eymsli, ekkert nema ber, pínu- agnarlítið í fyrstu, kannske eins og rúsína, seinna í líkingu við sveskju, þannig byrjar krabbamein í brjósti, og eina leiðin til þess að finna það er að þreifa öðru hvoru á brjóstinu. Hezli í tungu eða vörum er síður hætta á að leynist, og um það gildir sama reglan og og ber í brjósti: Tafarlaust á að láta lækni athuga þau. Hnútar í og undir luið eru flestir meinlausir og ekki ástæða til að gera neitt við þá, nema þeir séu til lýta eða ama á annan hátt. Flestir þeirra eru þannig vaxn- ir, að fólk gegnur með þá mestan hluta æv- innar, án þess þeir taki nokkrum teljandi breytingum. Ef slíkir hnútar taka á hinn bóginn allt í einu upp á jrví að stækka eða breytast verulega að öðru leyti, er sjálfsagt að láta athuga jrá. Svokallaðir „fæðingar- blettir" eru líka yfirleitt meinlausir, en ef brúnn fæðingarblettur fer að stækka eða minna á sig á annan hátt, t. d. með kláða- fiðringi, getnr verið ástæða til þess að nema hann burtu. Æxli eru býsna algeng í kynfærum kvenna, einkum móðurlífi, og er meiri hluti þeirra góðkynjaður, Jrótt einatt valdi j^au svo miklum einkennum, að aðgerða sé þörf. F.n sum móðurlífsæxli eru illkynjuð og það er vegna J^eirra, sem konur ættu að vera vel á verði, ef einkenni benda til mögu- leika á slíku. Hér gildir enn hið sama og um ber í brjósti, að verkjum er ekki til að dreifa. En í stað þess að í brjóstinu finnst jrykkildi eða hnútur, valda móðurlífsæxli fyrst og fremst breytingum á tíðablæðing- um. Ekki svo að skilja, að allar slíkar breyt- ingar bendi til æxlismyndunar, síður en svo. T. d. þótt lengra eða skemmra verði milli blæðinga í eitt skipti en annað, ef blæðingin er að öðru leyti svipuð og vant er, |)á er það engan veginn grunsamlegt. Ef blæðing aftur á móti fæst ekki til þess að hætta alveg, ef blóðlitar verður vart öðru hvoru eða jafnvel stöðugt milli reglulegra blæðinga, ætti konan ekki að láta undir höf- uð leggjast að leita læknisráða. Alveg sér- stök ástæða er til að hvetja Jrær konur, sem komnar eru yfir fimmtugt, til Jiess að láta rannsaka sig, ef brydda tekur á smávægileg- um blæðingum misserum eða jafnvel árum eftir að reglulegar og eðlilegar blæðingar hættu. Yfirleitt gildir sú regla um krabbamein í innri líffærum, að j)að, sem helzt bendir til þess að eitthvað alvarlegt kunni að vera á seyði, er lítilf jörleg, en þó ákveðin, breyting á starfi viðkomandi líffæris. Krabbamein í maga lýsir sér ekki með verkjum fremur en illkynjuð mein í öðrum líffærum, a. m. k. ekki lengi vel. F.f til vill má segja, að algeng- asta einkennið sé lystarleysi, sem Jró er ekki meira áberandi en svo, að maki eða aðrir borðnautar veita því máske athygli fyrr en sjúklingurinn sjálfur. Menn taka ekki jafn- rösklega til matar síns og áður eftir langan vinnudag og verða fyrr mettir. Sumir taka fyrst eftir uppjrembu eða þyngslatilfinningu fyrir bringspölum. Aðrir veita Jdví athygli, að buxnastrengurinn er eilítið víðari en áð- ur — fyrsta bendingin um megrun, sem ekki er vitað um neina skynsamlega ástæðn fyrir. Svona mætti lengi telja, en þetta nægir til að sýna, að byrjunareinkennin láta ekki mik- ið yfir sér, og að skynsamlegt er að tala við lækni, ef maður, sem kominn er á miðjan FRÉTTABRÍ'.F UM HEILBRIGÐISMÁL 0

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.