Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 19
var önnur fjörvi-tegund, sem einnig var uppleysanleg í íitu og var nefnd D-fjörvi. B-vítamínið, sem læknar „berí-berí“-veik- ina var einnig orðið þekkt á þessu tímabili og sömuleiðis C-fjörvið, sem læknar skyr- bjúg. Uppgötvun D-fjörvisins var aðeins einn liður í rannsóknum á beinkröminni. Áhrif D-vítamínsins verður á þann hátt, að það flytur steinefnin, kalk og fosfor til bein- anna, sem eru að langmestu leyti byggð upp úr þessum kalksöltum. En skilyrði fyrir því, að D-vítamínið geti fært beinunum þessi efni ,er að nægilegt sé af þeim í fæðunni. Beztu kalk- og iosfórgjafar, sem völ er á í fæðunni, er mjólk, ostur, skyr og aðrar mjólkurafurðir ásamt grænmeti. Mjólkin skarar þó langsamlega framúr sem forða- búr fyrir þessi steinefni, því að þar eru þau í þeim heppilegustu hlutföllum til nýting- ar fyrir líkamann. Þetta er ein af mörgum ástæðum til þess að mjólkin er talin ein- liver hin ágætasta fæða, fullyrðing, sem þeg- ar kom fram 1928 og ekki hefur verið lnakin síðan. í eggjarauðunni er allmikið magn af D-fjörvi, en flestar aðrar fæðuteg- undir eru frekar snauðar af þessu þýðingar- mikla efni. Meira að segja er brjóstamjólk- in frekar snauð af D-fjörvi, þrátt fyrir það að hún er bezta næring sem börn eiga völ á, þó veltur magn þess nokkuð á því hver fæða móðurinnar er. Snemma á 3. tug aldarinnar var farið að bæta D-vítamíni í matartegundir, sérstak- lega smjör og smjörlíki, til þess að tryggja kornabörnum, börnum á vaxtarárunum og ófrískum konum og konum með börn á brjósti, nægilegt magn af þessari fjörviteg- und. Fólk, sem hefur tekið út eðlilegan vöxt og lifir eðlilegu lífi, er hæfilega mikið í hreinu lofti og sólskini, þarf ekki á auka- skömmtum af D-vítamíni að halda, en smá- skammtar geta verið æskilegir fyrir fólk sem vinnur að nóttu til eða þarf að vera mest megnis innan dyra, og sömuleiðis gamalt l'RftTTABRÉl’ UM HEILBRIGÐXSMÁL fólk. Álirif sólarljóssins á múðina valda því að kolesteról, sem er fituefni, breytist í D- fjörvi. Fræðilega séð er kolesterolið af sterola- ættinni. í náttúrunni eru 12 sterolategundir, sem geta breytzt í D-vítamín fyrir áhrif út- fjólubláu geislanna, sem eru í sólarljósinu. Þrjár algengustu tegundir D-vítamíns eru: D-l, sem er í þorskalýsinu og einstökum öðr- um matartegundum, D-2-fjörvi, sem mynd- ast við geislun gersveppa og D-3-fjörvi, sem myndast í húðinni við sólargeislun. Þessar D-vítamín tegundir eru nokkuð frábrugðn- ar hver annarri, en áhrif þeirra innan líka- mans eru hin sömu. Sólböð í stórum stíl geta verið varhuga- verð, því er ástæða til að hvetja fólk til að njóta þeirra með gætni eins og svo margra annarra lífsins gæða. Á surnrin er skað- brennt fólk algeng sjón á baðströndum. Sólböð sem valda bruna eru mjög varliuga- verð og hætta á að þau geti jafnvel valdið alvarlegum veikindum. Sólböð verður að dýrka með gætni og skynsemi, byrja aðeins á nokkurra mínúta geislun, auka tímann smátt og smátt, þar til húðin hefur náð fallegum brúnum lit, þá fyrst getur hún notið útfjólubláu geislanna án þess að þeir valdi liættulegum bruna. Er hætta á að fá of mikið af D-fjörvi? Því má svara neitandi sé átt við venjulegt mat- aræði og hófsamleg sólböð, en ef barn skyldi ná í glas með 40 þús. einingum af D-fjörvi, og tæmir það, getur það orðið æði varhuga- vert. Þetta er ástæðan til þess að öll lyf og eiturefni á að geyma þar sem börn ná ekki til. Áður fyrr voru stundum gefnar allt að 100 þús. einingar af D-fjörvi við liðagikt, en svo stórir skammtar ollu oft eitrunum sem voru jafnvel verri en sjálfur sjúkdóm- urinn. Tennurnar, sem eru hluti af beina- grind líkamans, þurfa ákveðið magn af D- fjörvi ásamt steinefnunum, kalki og fosfór. Barn á uppvaxtarárunum, sem drekkur 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.