Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.07.1966, Blaðsíða 20
Um klœðnaðinn Nýlega birti Fréttabréfið kafla úr bréfi Jóns Hjaltalíns, landlæknis til Jóns Sigurðs- sonar. Ég hef orðið þess var að mörgum þótti fengur að greininni bæði vegna hugkvæmni böfundarins og glöggskyggni hans á gæði og auðlegð íslenzkrar náttúru, en ekki sízt vegna hins sérkennilega blæs sem mál og stíll þess tíma gæðir hana. Þó greinin sem fer hér á eftir sé nokkru yngri, ber hún þó merki þess að hún er skrifuð af barni síns tíma, sem er löngu liðinn. Kaflinn er vel skrifaður og brýtur livergi í bága við tízku þess tíma um stíl og málfar, enda var höfundurinn merk kona og vel menntuð. Ef ykkur, lesendur góðir, finnst hún á einhvern hátt sérkennileg eða spaugileg, er það aðeins vegna þess að þið greinið ekki á milli þess sem þá var og nú er. Frúin íordæmir þröngu lífstykkin, sem voru á sínum tíma liið versta böl fyrir kven- þjóðina, bæði hvað líðan og heilsu snerti. Sem betur fer liafa sjónarmið hennar sigr- að og vonandi láta konurnar aldrei framar leika sig jafn grátt og tízkan gerði þá með þeim drápstækjum. Hætt er við að kona nútímans léti ekki bjóða sér að klæðast þeim fatnaði sem grein- in fjaliar um, en á sínum tíma var hann það bezta og fegursta, sem þá var völ á, og auk hæfilegan skammt af mjólk dag hvern og borðar hæfilega mikið af mjólkurafurðum, á að öðru jöfnu að geta fengið heilbrigðar og fallegar tennur. Þýtt úr tímaritinu Iiekjemp Krœften. Bj. fíj. þess var hann nauðsynlegur til þess að við- halda lífi og heilsu, meðan iiúsakynnin voru léleg og óhituð, lítið um vatnsheld hlífðar- föt, skófatnaður mjög ófullkominn, þannig að flestir gengu blautir í fætur frá morgni til kvölds, sem voru úti í votviðrum eða á blautum engjurn. Þó klæðnaður, uppeidi og siðir gæfu fólki þess tíma annað svipmót en nútímamaður- inn ber, átti það þó engu síður sína drauma og þrár um fagran klæðnað, farsæld og ást, en þeir sem nú eru uppi. Og þannig fer það, ef við lítum um öxl og setjum okkur í fótspor fólks liins fvrri tíma, þá komumst við að raun um að innst inni er maðurinn ætíð hinn sami, aðeins tíðarandinn og tjáningin mótar svip hans og blærinn sem um hann leikur er í tengsl- um við tímanna rás. Bj. Bj. Margt er það, sem spillir heilsu manna, og á margan hátt breytir einstaklingurinn og mannfélagið yfir höfuð daglega á móti góðri rækt heilbrigðinnar. Þess væri því óskandi, að vér færum betur að athuga, hvað útheimtist til að viðhalda góðri heilsu, og gjörðum oss sem minnst seka í að spilla henni. Vér höfum hér að framan rætt nokkuð um loftið, sem vér öndum að oss, hvernig það þarf sífellt að endurnýjast til þess að hafa í sér nægilegt súrefni fyrir blóðið; en nú viljum vér tala lítið eitt um klæðnaðinn, og athuga, hvað einkum útlieimtist til þess, að klæðnaðurinn samsvari kröfum heil- brigðinnar, en vér þurfum áður að Iiafa nokkurn veginn ljósa hugmynd um bygg- ingu líkama vors, og einkum um bringu- 20 FRÉTTARR.ÉF UM HEILURIGBISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.