Heilbrigðismál - 01.03.1983, Page 6

Heilbrigðismál - 01.03.1983, Page 6
Góð feeilsa ep gæfa fevers iwarcrcs Tlutajzcv Faxafell hf. sími 51775 betur í gegnum gufuhvolfið en önnur sýnileg geislun (rauða ljósið hefur lengri bylgjulengd). Eins og fyrr sagði stöðvast UV-C geislarnir einkum í ósonlagi gufu- hvolfsins. Þess vegna ræður þykkt ósonlagsins úrslitum um það hversu mikil útfjólublá geislun nær til jarð- ar. Ef þykktin minnkar þá eykst orkumikil útfjólublá geislun við yfir- borð jarðar verulega og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir mannkynið. Eitt þeirra efna sem hefur áhrif á þykkt ósonlagsins er lofttegundin freon, en hún hefur m.a. verið notuð í úðabrúsum. Brúnn litur á húð, sólbruni o.fl. Það eru útfjólubláir geislar frá geislatækjum og sól sem framkalla brúnan lit á húð. Þetta á sér stað þannig, að UV-A geislar dekkja það litarefni sem er í húðinni en UV-B geislar auka framleiðslu litarefnis- ins. Það er sú aukning sem verður á litarefni húðarinnar sem eykur þol hennar gegn útfjólubláum geislum en ekki brúni liturinn sem slíkur. Full ástæða er því til þess að brýna fyrir fólki að varast að eyða of löngum tíma í senn í sólbaði á er- lendum sólarströndum, jafnvel þótt það hafi undirbúið sig heima með því að fara í sólarlampa. Þótt út- fjólublá geislun frá sólarlampa fram- kalli brúnan lit á húð, þá er ekki þar með sagt að geislunin auki þol húð- arinnar gegn frekari geislun. Sólbruni stafar af of mikilli UV-B geislun. Hana má minnka, sem kunnugt er, með því að nota sólar- áburð. Sumt fólk er mjög viðkvæmt fyrir útfjólublárri geislun og þó sér- staklega geislun með bylgjulengd 290-400 nm. í einstaka tilfellum er um að ræða ofnæmi vegna arfgengra sjúkdóma. Aukið næmi og jafnvel ofnæmi fyrir útfjólublárri geislun getur myndast vegna efna sem eru í sumum læknislyfjum og fegrunar- lyfjum. Þess vegna er fólki sem not- ar læknislyf að staðaldri ráðlagt að hafa samráð við lækni áður en það byrjar sólböð í ríkum mæli. Þeim sem nota fegrunarlyf er einnig ráð- lagt að hreinsa húðina vel fyrir sólböð. Útfjólublá geislun, einkum UV-B 6 HEILBRIGÐISMÁL 1/1983

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.