Heilbrigðismál - 01.03.1983, Síða 16
þessar aðgerðir eins og við legá-
stungu til sýnistöku.
Fósturspeglun (fetoscopy) er ný-
leg aðferð til að skoða fóstrið. Farið
er með spegilslöngu (fiberoptic
endoscope) gegnum kviðvegg og inn
í legið og síðan er hægt að skoða útlit
fóstursins.
Ymis tæknileg vandamál, meðal
annars gildleiki slöngunnar og tak-
markað sjónsvið spegilsins, auk
hættunnar á fósturláti valda því að
þessi aðferð hefur ekki náð mikilli
útbreiðslu enn.
í völdum tilvikum getur fóstur-
speglun þó verið mjög gagnleg, t.d.
má renna sérstakri nál eða töng í
gegnum slönguna og taka blóð eða
vefjasýni úr fóstri og fylgju. Á þann
hátt hefur verið hægt að greina vissa
arfgenga blóðsjúkdóma (hemoglo-
binopathies). Þessari aðferð hefur
ekki verið beitt hér á landi enn sem
komið er.
í framhaldi af fósturspeglun, þar
sem greina má ýmsa ytri van-
skapnaði, er farið að hugsa um fóst-
uraðgerðir (fetal surgery) þ.e.
skurðaðgerðir á fóstri í meðgöngu.
Hugsanlegt er að hægt sé að lagfæra
vissa galla þannig að áhrif þeirra á
önnur líffæri og líkamann í heild
verði óveruleg. Tilraunir hafa farið
fram á ýmsum dýrategundum, m.a.
rottum, marsvínum, hundum, kind-
um og öpum. Ýmsar aðgerðir eru
mögulegar á fóstri hjá þessum dýra-
tegundum og í sumum tilvikum, t.d.
hjá öpunum, gróa skurðirnir án þess
að ör myndist eftir aðgerðina. Þetta
er ótvíræður kostur við fósturað-
gerðirnar en fósturlátshættan virðist
mikil.
Sónarskoðun (uitrasonography)
er aðferð sem náð hefur mikilli út-
breiðslu á síðustu árum, ekki síst
vegna þess að hún er ekki talin hafa
neina hættu í för með sér fyrir móð-
ur eða fóstur.
Sónartækið sendir frá sér hljóð-
bylgjur (örbylgjur) og tekur síðan
við bergmáli þeirra og breytir því í
mynd, líkt og dýptarmælir í skipi.
Vefir líkamans valda mismiklu berg-
máli eða endurkasti, en þar sem leg-
vatnið endurkastar ekki örbylgjum
má fá fram allgóða mynd af fóstrinu
með því að senda hljóðbylgjurnar
gegnum kviðvegginn og inn í legið.
Þær endurkastast þá af yfirborði
fóstursins og gefa mynd af útlínum
þess. Nýjustu tækin geta jafnvel gef-
ið hugmynd um ýmis innri líffæri
fóstursins og byggingu þeirra þannig
að finna megi vanskapnaði í þeim.
Tækin má einnig stilla þannig að
hægt sé að mæla hjartslátt fóst-
ursins.
Mest not af sónartækjunum, enn
sem komið er, eru við að fylgjast
með vexti fósturs í meðgöngu og að
staðsetja fóstur og fylgju fyrir legá-
stungu. Fjöldi og tegundir greinan-
legra vanskapnaða fara þó stöðugt
vaxandi og á sama hátt fjölgar stöð-
ugt þeim vansköpnuðum, sem hægt
er að útiloka. Búast má við aukinni
notkun þessara tækja næstu árin eft-
ir því sem þau verða betri. Nákvæm
greining vanskapnaða verður hins
vegar ekki möguleg nema þar sem
fyrir hendi er þrautþjálfað starfsfólk
og bestu tæki.
Legvatnsrannsóknir
á íslandi
Legástungur til að greina
fósturgalla hafa farið fram hér á
landi síðan árið 1972. Fyrstu árin
voru ástungurnar fáar og öll leg-
vatnssýni voru send til rannsóknar
erlendis. Þegar ástungum fór fjölg-
andi varð ljóst að koma varð á fót
nauðsynlegustu legvatnsrannsókn-
um hérlendis. Unnið var að því í
áföngum, þannig að sónartæki til
fósturskoðunar kom til landsins
1976, mælingar á alfafósturpróteini
hófust hér á landi árið 1977 og litn-
ingarannsóknir á legvatni á árinu
1978. Síðan hefur legástungum enn
fjölgað. Árið 1982 voru rannsökuð
um 300 legvatnssýni, og heildarfjöld-
inn frá upphafi er orðinn yfir 1400.
Niðurstöður úr fyrstu 500 ástung-
unum hafa verið birtar (2). í
greininni kemur fram aö með þess-
um aðgerðum voru á tímabilinu frá
1973 til 1980 greind ellefu fóstur
með litningagalla og eitt með efna-
skiptagalla. Þannig leiddu 2,4%
rannsóknanna í Ijós afbrigðileg fóst-
ur. Einnig kom fram að ástungan er
ekki hættulaus aðgerð því að fóstur-
lát, sem talin voru bein afleiðing á-
stungunnar urðu hjá 5 konum eða
eftir 1% aðgerðanna. Þessar tölur
eru sambærilegar við það sem gerist
í öðrum löndum þar sem legástungur
eru gerðar.
Ávinningurinn af legástungu og
legvatnsrannsókn virðist greinilega
meiri en áhættan þegar rannsóknin
er gerð eingöngu í völdum tilvikuni.
Þá er miðað við að ástunga sé ein-
ungis gerð ef líkurnar á að konan
gangi með gallað fóstur séu meiri en
hættan á fósturláti eftir aðgerðina.
Ástungurnar fara allar fram á
Kvennadeild Landspítalans þar sem
þjálfað starfsfólk annast þær. Þar
hefur einnig verið komið á fót erfða-
ráðgjöf þar sem verðandi foreldrar
geta fengið upplýsingar og aðstoð
við að meta líkurnar á því að eiga á
hættu að eignast börn með arfgenga
sjúkdóma og hvaða aðgerðir eru
hugsanlegar til að greina þá. Þessi
ráðgjöf hófst í janúar 1982, en hana
annast nú barnalæknir sem er sér-
menntaður í meðfæddum sjúk-
dómum.
Ljóst er að fjölmarga meðfædda
sjúkdóma og galla er hægt að greina
með viðeigandi aðgerðum og rann-
sóknum á fósturskeiði. Ennþá eru
margar þessara aðgerða svo áhættu-
samar að ekki er hægt að beita þeim
við allar þunganir en verulegar fram-
farir hafa þó orðið á þessu sviði.
Þær ábendingar (indications), sem
taldar eru réttlæta legástungu til
fósturgreiningar, þannig að áhættan
við aðgerðina sé minni en hugsan-
legur ávinningur, eru eftirfarandi:
16 HEILBRIGÐISMÁL 1/1983