Heilbrigðismál - 01.03.1983, Side 23
Sjálfskönnun
brjóstanna
Besti tíminn fyrir konur til að
skoða brjóstin er strax að lokinni
tíðablæðingu, en annars einu sinni í
mánuði fyrir þær konur sem hættar
eru að hafa á klæðum eða hafa
óreglulegar blæðingar.
Sjálfskoðun er best að fram-
kvæma þannig að konan virði brjóst-
in fyrir sér í spegli, beri saman stærð
og lögun þeirra, gefi gaum að upp-
hækkunum á yfirborði brjóstanna og
hugsanlegum inndrætti í húð eða á
brjóstvörtum. Sumar konur hafa
inndregnar vörtur frá unga aldri eða
eftir fyrstu fæðingu og er það þá
meinlaust fyrirbæri. Inndrátt í húð
eða brjóstvörtur sem ekki greinast
við fyrstu sýn, er stundum hægt að fá
fram með því að krækja saman lóf-
unum, setja hendur á hnakka og
spenna brjóstvöðvana. Séu til staðar
strengir sem binda húðina við und-
irlagið þá dregst hún inn á við.
Við þreifingu brjóstanna er best
að konan liggi á bakinu með kodda
eða púða undir herðablaðinu og hún
þreifi síðan brjóstið kerfisbundið,
byrji í handarkrikanum vinstra
megin og síðan í hring með gómn-
um, létt með opnum lófa, og fari
þannig höndum um allt yfirborð kirt-
ilsins. Bent skal á að þreifa sérstak-
lega vandlega efri hliðarfjórðung
brjóstanna út í handarkrikana báð-
um megin, því að á þeim svæðum
finnast nær tvö af hverjum þremur
brjóstakrabbameinum. Þegar búið er
að þreifa yfirborð brjóstanna vand-
lega á að þreifa með þéttara gripi
gegnum kirtilinn, og hafa í huga að
miðsvæðis þar sem kirtillinn er þykk-
astur þarf fastara átak til að finna
hugsanlega hnúta.
Að lokum er rétt að mjólka
brjóstin nokkrum sinnum til þess að
ganga úr skugga um hvort vessi sé í
brjóstgöngunum. Þótt út komi ljós
mjólkurlitaður vökvi úr brjóstunum
er það meinlaust fyrirbæri. Sé hann
aftur á móti dökkur eða blóðlitaður
gefur það alltaf tilefni til frekari
rannsóknar.
Talið er að við venjulegar aðstæð-
ur hafi konan möguleika á því að
greina hnút sem náð hefur eins til
tveggja sentimetra stærð í þvermál.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1983 23