Heilbrigðismál - 01.03.1983, Page 25

Heilbrigðismál - 01.03.1983, Page 25
Húsnæðismál heilsugæslustöðva / 8: Reykj a ví kurlæknishérað Hér birtist áttundi og síðasti hluti greinaflokks um heilsugœslustöðv- ar. Sú stefna sem mörkuð var með heilbrigðisþjónustulögunum árið 1973 hefur ekki komist í fram- kvœmd í Reykjavík nema að litlu leyti, en breytinga er að vœnta á nœstunni. Það er Ingibjörg R. Magnúsdótt- ir, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sem hefur tekið saman þessar greinar, að beiðni ritstjóra Heilbrigðismála. Reykjavíkurborg er eitt læknis- hérað. íbúatalan var 85.782 hinn 1. desember 1982. í Reykjavíkurhéraði er veitt mun fjölbreyttari heilbrigðis- Þjónusta en annars staðar á landinu, °g þangað sækir því fjöldi lands- nianna hvaðanæva að ýmiss konar heilbrigðisþjónustu. Þar situr yfir- stJórn heilbrigðismála, þar eru stærstu sjúkrahúsin með sérhæfða Þjónustu, þar eru sérfræðingar í ýmsum greinum læknisfræði og öðr- ntn heilbrigðisgreinum, og þar hljóta heilbrigðisstéttir að mestu leyti ntenntun sína. 1 Reykjavík er Landspítalinn, Borgarspítalinn og St. Jósepsspítali að Landakoti. Allt eru þetta deilda- sjúkrahús, er veita sérhæfða með- ferð í helstu greinum læknisfræðinn- ar og hafa stoðdeildir, svo sem rönt- gendeild, svæfingadeild, rann- sóknadeild og endurhæfingardeild. Þá er þar geðsjúkrahús ríkisins, Kleppsspítalinn. Landspítalinn, Kleppsspítalinn, Vífilsstaðaspítali í Garðabæ og Kristneshæli í Eyjafirði eru rekin af ríkinu sem ein heild, Ríkisspítalar. Reykjavíkurborg rek- ur Borgarspítalann og Fæðingar- heimili Reykjavíkur, og Félagsmála- stofnun Reykjavíkur rekur Hjúkrun- ar- og dvalarheimili fyrir aldraða - Droplaugarstaði. Þá eru tvær fjöl- mennar sjálfseignarstofnanir, sem reknar eru sem hjúkrunar- og dval- arheimili. Það eru Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund og Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Grund hefur tvö „útibú" í Hveragerði, Ás og Ásbyrgi. Reykja- víkurborg hefir komið upp allmörg- um íbúðum fyrir aldraða á ýmsum stöðum í borginni. Margar fleiri heilbrigðisstofnanir og starfsemi ým- iss konar mætti nefna, en hér verður staðar numið. Lyfjabúðir (apótek) eru nú 13 í Reykjavík og búið að veita rekstrar- leyfi fyrir þeirri fjórtándu, sem stað- sett verður í Breiðholti III, og einni á Seltjarnarnesi. Tannlæknar í Reykjavík eru 117. Héraðslæknir í Reykjavík og um leið borgarlæknir er Skúli G. Johnsen, aðstoðarborg- arlæknir er Heimir Bjarnason. í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 57/1978 segir svo um Reykja- víkurhérað: „Staðarval heilsugæslu- stöðva og fyrirkomulag um sam- vinnu stöðva innan héraðsins verði ákveðið af borgarstjórn í samráði við héraðslækni og staðfest af ráð- Gert er ráð fyrir tólf til fjórtán heilsugæslustöðvum í Reykjavík en fjórar hafa tekið til starfa HEILBRIGÐISMÁL 1/1983 25

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.