Heilbrigðismál - 01.03.1983, Side 33

Heilbrigðismál - 01.03.1983, Side 33
Páll Sigurjónsson forstjóri íslensks verktaks hf. tekur við átta milljón króna ávísun úr hendi Hjartar Hjart- arsonar forstjóra, gjaldkera stjórnar Krabbameinsfélags íslands. Gengið var frá kaupum félagsins á 2600 fer- metra húsi að Reykjanesbraut 8 og var það afhent tilbúið undir tréverk. Fyrsti hluti kaupverðsins var greiddur 4. febrúar og þá var þessi mynd tekin. Síðar keypti Krabbameinsfélagið einnig samliggjandi lóð með sam- þykktum teikningum af 2000 fermetra húsi. Kaupverð húss og lóðar var 15,6 milljónir króna. krabbameinsvarnir. Sérstök áhersla verður lögð á fræðslu um forvarnir við krabbameini. Slík námskeið verða væntanlega einnig á boðstól- um fyrir félög og fyrirtæki. Tveir nýir bæklingar voru gefnir út á starfsárinu, „Krabbamein í vör, munni og nefholi" eftir Stefán Skaftason yfirlækni og „Krabbamein í eistum" eftir Geir Ólafsson lækni. Fimm áður útkomnir bæklingar voru endurprentaðir. Unnið var að bækl- ingi með leiðbeiningum um endur- þjálfun fyrir konur sem brjóst hefur verið tekið af, en einnig er væntan- legur bæklingur um krabbamein í eggjastokkum. Tvívegis þurfti að endurprenta leiðbeiningaritið „Ekki fórn heldur frelsun" vegna mikillar eftirspurnar frá fólki sem vildi hætta að reykja. Öll fræðslurit Krabba- meinsfélagsins eiga að liggja frammi á heilsugæslustöðvum. Út komu þrjú tölublöð af Tak- marki. Var því eins og áður dreift ókeypis til grunnskólanema um land allt og ýmissa annarra. Upplag Tak- marks er 30 þúsund eintök. Árgjald félagsins til Krabbameins- félags íslands og framlag til bygging- arsjóðs félagsins nam á árinu samtals tæplega 2,4 millj. kr. Að langmestu leyti er þar um að ræða tekjur af Happdrætti Krabbameinsfélagsins en einnig nokkuð gjafafé. Formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur er Tómas Árni Jónas- son læknir en framkvæmdastjóri fé- lagsins er Þorvarður Örnólfsson. Á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur í mars voru samþykktar ályktanir um aðstöðu til krabba- meinslækninga og um stuðning við frumvarp til laga um tóbaksvarnir. Þ. Ö. Krabbameinsfélag Suðurnesja: Eitt þúsund nýir félagar Síðar á þessu ári verða 30 ár liðin síðan „Krabbameinsvörn Keflavíkur og nágrennis“ var stofnuð, en það var 15. nóvember 1953. Nafni fé- lagsins hefur nýlega verið breytt í „Krabbameinsfélag Suðurnesja" og jafnframt unnið að söfnun nýrra fé- laga. Fyrir fjórum árum tók Eyþór Þórðarson við formennsku og voru félagsmenn þá 42, en þegar aðal- fundur félagsins var haldinn nú í apríl voru félagsmenn orðnir 1042. Þar með er þetta þriðja fjöl- mennasta aðildarfélag Krabba- meinsfélags íslands. Undanfarin ár hefur Krabba- meinsfélag Suðurnesja haldið fjölmarga fræðslufundi og hafa þeir stundum verið í framhaldi af fundum Rotaryklúbbs Keflavíkur. í tilefni af afmælisárinu hefur klúbburinn nú ákveðið að gerast formlegur vernd- ari félagsins, enda átti hann frum- kvæði að stofnun þessa félags á sín- um tíma. í tengslum við fræðslustarf- semina má geta þess að félagsmenn Krabbameinsfélags Suðurnesja fá send reglulega „Fræðslurit Krabba- meinsfélagsins". Á síðasta starfsári beitti félagið sér fyrir því að minningarkort Krabbameinsfélagsins yrðu seld í öll- um pósthúsum á Suðurnesjum og í apótekinu í Keflavík. Var hvatt til aukinnar notkunar á þessum kortum og settar upp auglýsingar á sölustöð- unum. Jókst salan mikið og voru tekjur af sölu minningakortanna um 20 þúsund krónur á síðasta ári. í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á Suðurnesjum hefur félagið kannað Reyklaus Norðurlönd um næstu aldamót Á vísindaráðstefnu Norrœna krabbameinssambandsins í Uleáborg í Finnlandi á síðastliðnu sumri var fjallað um sambandið milli tóbaks- reykinga og krabbameins. Fram kom að rekja mœtti fjórðung allra krabbameina til reykinga. Bent var á að raunhœfasta leiðin til að fœkka þeim krabbameinum vœri sú að vinna gegn reykingum með margþœttu átaki þar sem saman fœri heilbrigðisfrœðsla með markvissri upplýsingastarfsemi, aðstoð við að hœtta að reykja, verðlagning við það miðuð að draga úr neyslu, og lagaúrrœði svo sem algert bann við tóbaksauglýsingum og reglur um reyklaust umhverfi. Ráðstefnan á- lyktaði að stefna bœri að því að Norðurlönd yrðu reyklaus um ncestu aldamót. Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands, haldinn 29. apríl, 1983, tók eindregið undir þetta álit vísindaráðstefnunar og ályktun hennar. Leyfði fundurinn sér að heita á ríkisstjórn íslands og Alþingi að stefna þegar t stað að því marki að land okkar verði orðið reyklaust árið 2000. íþví sambandi lýsti fundurinn fyllsta stuðningi við sljórnarfrumvarp til nýrra tóbaksvarnalaga sem lagt var fyrir Alþingi í vetur og vœnti þess að það verði að lögum hið allra fyrsta. HEILBRIGÐISMÁl 1/1983 33

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.