Heilbrigðismál - 01.03.1983, Qupperneq 34

Heilbrigðismál - 01.03.1983, Qupperneq 34
möguleika á að farið verði af stað með hópskoðun að leghálskrabba- meini. Síðustu ár hafa konur af þessu landssvæði orðið að sækja slíka þjónustu til Reykjavíkur en fyrir tilstilli félagsins eru skoðanir nú hafnar í Grindavík og til stendur að hefja leitarstarf í Keflavík á næsta ári. A fundum Krabbameinsfélags Suðurnesja hefur verið rætt um að félagið kæmi sér upp aðstöðu fyrir félagslega þjónustu við krabba- meinssjúklinga. Eyþór Þórðarson vakti máls á því á aðalfundi Krabbameinsfélags ís- lands í vor, að aðildarfélögin þyrftu að taka mið af þeim breytingum, sem orðið hefðu á þjóðfélaginu síð- ustu ár og finna farveg fyrir aukna krabbameinsfræðslu. Jafnframt væri æskilegt að landssamtökin reyndu að koma slíkri fræðslu í auknum mæli inn í ríkisfjölmiðlana. —jr. Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu: Heilsugæslu- stöðin tekur við leitinni Síðan 1968 hefur félagið skipulagt leit að krabbameini meðal kvenna á félagssvæðinu. Hefur mætingin orðið betri en annars staðar á landinu. Frá upphafi hafa 94% kvenna á aldrin- um 25—69 ára komið í skoðun, þar af 91% síðustu fimm árin. Á þessu ári verður sú breyting á fyrirkomu- lagi leitarinnar að hún verður á veg- um heilsugæslustöðvarinnar, en að vísu í samvinnu við Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands. Að sögn Sigursteins Guðmundssonar læknis, formanns Krabbameinsfélags Austur-Húnavatnssýslu, er þetta eðlileg afleiðing þess að lög um heilbrigðisþjónustu eru að taka til æ fleiri þátta. Þegar krabbameinsfé- lögin úti á landi voru stofnuð var enginn annar aðili sem gat tekið að sér slíka leit, en ákvæði um sjúk- dómaleit og hópskoðanir eru nú komin í áðurnefnd lög. Að því er varðar verkefni krabba- meinsfélaganna segir Sigursteinn að þau þurfi að beina kröftum sínum í ríkari mæli að fræðslustarfi. Hún- vetnska félagið hefur skipulagt heimsóknir í alla grunnskóla sýsl- unnar undanfarna vetur. Þá hefur félagið beitt sér fyrir flutningi al- mennra fræðsluerinda um krabba- mein og krabbameinsvarnir, m.a. í tengslum við aðalfundi félagsins. Félagsmenn í Krabbameinsfélagi Austur-Húnavatnssýslu eru nú 836. Félagið hefur notið dyggilegrar að- stoðar kvenfélaga í hreppum sýsl- unnar á liðnum árum. Á félagssvæði Krabbameinsfélags Austur-Húnavatnssýslu söfnuðust 85 krónur á hvern íbúa í „Þjóðará- taki gegn krabbameini" á síðasta hausti. Það er langt yfir landsmeðal- tali, sem var 55 krónur. —jr. Vinningar í vorhappdrættinu Dregið var í vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins 17. júní 1983. Fyrsti vinningurinn, Audi 100 bif- reið, kom á miða nr. 95430, annar vinningurinn, Nissan Sunny Coupé GL, kom á miða nr. 148436 og bif- reið að eigin vali fyrir 200 þúsund krónur kom á miða nr. 45067. Ferðir fyrir 30 þúsund krónur komu á miða númer: 12252, 22753, 55419, 57428, 70179, 146305 og 154902. Krabbameinsfélagið þakkar lands- mönnum veittan stuðning. Hugsarðu vel um heilsuna? Tímaritið HEILBRIGÐISMÁL, sem áður hét „Fréttabréf um heilbrigðismál", hefur nú komið út i þrjá áratugi. í ritinu er fjallað um ýmis svið heilbrigðismála en megin áherslan er lögð á upplýsingar um ráðstafanir til að koma í veg fyrir sjúkdóma eða greina þá á byrjunarstigi. Þetta er eina almenna heilbrigðistimaritið sem gefið er út hér á landi og er niunda mest lesna timarit landsins. Áskriftargjaldið árið 1983 er 180 krónur fyrir fjögur vönduð tölublöð. Verður það innheimt með giróseðli. Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að tímaritinu HEILBRIGÐISMÁL: Nafnnúmer Fæóingardagur og ár Nafn Heimili Póstnúmer Póstdreifingarstoö/staóur Áskriftarpöntun má skrifa í reitina hér að ofan og senda til Krabba- meinsfélagsins, Pósthólf 523, 121 Reykjavík. Einnig er hægt að panta áskrift í síma 16947. 34 HEILBRIGÐISMÁL 1/1983

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.