Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 5
ÍSLANDSBANKI
Hundruð vinnustaða eru reyklausir
- en margir þurfa enn að þola tóbaksmengað loft
Reykingar eru leyfðar í mat- eða
kaffistofu hjá 567o þeirra sem
vinna utan heimilis. Þetta kom
fram í könnun sem Hagvangur
geröi fyrir Tóbaksvarnanefnd í
maí. I könnuninni var einnig spurt
hvort reykingar væru leyfðar á því
svæði þar sem fólk vinnur og svör-
uðu 43% því játandi. 'Ástandið
virðist vera miklu betra á vinnu-
svæðum kvenna en karla.
Þessar niðurstöður sýna að enn
er langt í land að tryggt sé að sér-
hver starfsmaður njóti þess sjálf-
sagða réttar að anda að sér lofti
ómenguðu af tóbaksreyk á vinnu-
stað sínum.
Tóbaksvarnir á vinnustöðum
voru viðfangsefni á alþjóðlega
tóbaksvarnadeginum í ár, 31. maí.
í ávarpi í tilefni dagsins sagði
Hiroshi Nakajama, framkvæmda-
stjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunar-
innar, að ekki sé hægt að sætta sig
við að þeir sem eru að vinna fyrir
nauðþurftum sínum séu látnir þola
aukið álag og hættu vegna til-
gangslauss og hættulegs ávana.
Tóbaksvarnanefnd sendi út
fræðslugögn til fjölmargra vinnu-
staða og bauðst til að senda reyk-
lausum vinnustöðum sérstök við-
urkenningarskjöl. Nú hafa hátt á
annað hundrað staðfestingar borist
um vinnustaði þar sem ekki er
reykt. Meöal þessara reyklausu
staða eru: Bræðurnir Ormsson,
Máttur, Nýsmíði, Radíóbúðin,
Tennis- og badmintonfélag Reykja-
víkur og Utilíf í Reykjavík, Delta í
Hafnarfirði, Heilsugæslustöðin á
Isafirði, Mjólkursamlagið á
Blönduósi, Sæplast á Dalvík,
Bæjarskrifstofan á Akureyri og
Framhaldsskólinn á Húsavík. -jr.
Stefnt að
reyklausum
Islandsbanka
Stjórnendur íslandsbanka og
starfsmannafélags bankans hafa
ákveðið að stefna að því að
bankinn og dótturfyrirtæki hans
Kjartan Magnússon læknir ræð-
ir við starfsfólk Islandsbanka í
Bankastræti í Reykjavík um
skaðsemi reykinga og stefnuna
um reyklausan banka.
verði orðin reyklaus ekki síðar
en um næstu aldamót. Ákvörð-
unin var tekin í kjölfar könnunar
sem leiddi í ljós að mikill meiri-
hluti þeirra sem afstöðu tóku var
hlynntur þessu markmiði. Hjá
Islandsbanka, Glitni og VÍB
vinna um eitt þúsund manns og
gera má ráð fyrir að þriðji hver
þeirra reyki.
Tryggvi Pálsson, bankastjóri
Islandsbanka, segir að í raun
snúist málið um það að fram-
fylgja lögum um tóbaksvarnir
betur en nú er og jafnframt
hvetja samstarfsfólk til að sýna
tillitssemi með því að minnka þá
heilsuspillandi mengun og þann
T ■
JSJF ‘ii' ■ 11 | 1
■ 1 Jl
i'l I | i i ||i ■ ¥
\ 4fi >
sóðaskap sem hlýst af reyking-
um. Nú þegar eru tvö útibú
bankans reyklaus, á Akranesi og
Blönduósi. Tryggvi segir að ekki
sé ætlunin að ganga fram með
boðum og bönnum gegn reyk-
ingafólki, lögð verði mikil
áhersla á að vinna að átakinu
meö jákvæðum hætti með það
fyrir augum að vernda rétt þeirra
sem ekki reykja. Átakiö beinist
fyrst og fremst gegn tóbaksreyk,
ekki reykingafólki.
í áðurnefndri könnun var
meðal annars spurt á hvern hátt
reykingar samstarfsfólks hefðu
áhrif. Flestir, eða 33%, sögðu að
ólykt af hári og fötum færi mest í
taugarnar á þeim. Þá nefndu
21% augnertingu, 16% sögðust fá
hósta af tóbaksreyk og 9% fá
höfuðverk af því að vera innan
um fólk sem reykti.
Á þessu ári mun átakið „Reyk-
laus íslandsbanki árið 2000" ná
hámarki á reyklausum degi inn-
an bankans í október. Þá er ætl-
unin að bjóða þeim starfsmönn-
um sem reykja og jafnvel mök-
um þeirra á námskeið í septem-
ber. Reyklausum vinnustöðum
verða veitt sérstök viðurkenn-
ingarskjöl og merki, sem hannað
var sérstaklega fyrir bankann,
verður komið fyrir í afgreiðslu-
sölum.
B.V.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1992 5