Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 6
HEILBRICÐISMÁL / Ljósmyndarinn
Matur og máltíðir
Grein eftir Laufeyju Steingrímsdóttur
Reglubundin máltíöaskipan með
daglegum morgunverði, hádegis-
verði og kvöldverði er oft talin
undirstaða hollra fæðuvenja. í
könnun á mataræði íslendinga (sjá
Heilbrigðismál 2/1991) var meðal
annars lögð nokkur áhersla á upp-
lýsingaöflun varðandi þennan
þátt. Öll neysla var skráð í spurn-
ingahefti sem var skipt í kafla eftir
máltíðum og millibitum. Spurt var
um morgunverð, millibita fyrir há-
degi, hádegisverð, millibita eftir
hádegi, síðdegishressingu, milli-
bita fyrir kvöldverð, kvöldverð og
kvöldhressingu. Hér verður gerð
grein fyrir helstu niðurstöðum.
Morgunverður
Meira en helmingur fólks í öllum
aldurshópum karla og kvenna
borðar morgunverð daglega. Ungt
fólk, og þá sérstaklega ungar stúlk-
ur á aldrinum 15-19 ára, sleppir
morgunverði oftar en aðrir. Tíunda
hver stúlka borðar morgunverð að-
eins einu sinni í viku eða sjaldnar
og tíundi hver piltur borðar morg-
unverð þrisvar í viku eða sjaldnar.
Bæði karlar og konur á aldrinum
20-49 ára borða morgunverð að
jafnaði sex daga vikunnar og ald-
urshópurinn 50-69 ára borðar nán-
ast undantekningarlaust einhvern
morgunverð daglega.
Kaffi og heilhveitibrauð með osti
hafa greinilega vinninginn hvað
varðar vinsældir í morgunsárið.
Súrmjólk fylgir fast á eftir og einn-
ig margs konar morgunverðarkorn
með mjólk. Fjórði hver maður tek-
ur lýsi og tólf af hundraði borða
hafragraut. Níu af hundraði nefna
sætabrauð sem morgunverð en at-
hygli vekur hversu sjaldséð egg
eru á morgunverðarborði Islend-
inga, aðeins einn af hundraði nefn-
ir steikt egg í morgunverð og enn
færri nefna soðin egg.
Þótt morgunverður sé oft talinn
mikilvægasta máltíð dagsins virðist
hann vera fremur lítilfjörleg máltíð
hér á landi með tilliti til orku og
næringarefna. Morgunverður veit-
ir að jafnaði aðeins 14 af hundraði
heildarorku dagsins en til saman-
burðar veita síðdegishressing og
millibitar samanlagt 29 af hundraði
eða tvisvar sinnum meira en morg-
unverður.
Það skýtur óneitanlega skökku
við að þótt morgunverðurinn sé yf-
irleitt lítil og létt máltfð er hann
hlutfallslega mjög fituríkur. Fita
veitir hvorki meira né minna en 46
af hundraði orku í morgunverði
karla og 43 af hundraði hjá konum.
Engin máltíð önnur er hlutfallslega
jafn fiturík. Ástæða þessa er fyrst
og fremst sú að algengustu fæðu-
tegundir morgunverðar, smurt
brauð með osti og súrmjólk, eru
mjög feitur matur ef brauðið er
mikið smurt og ef súrmjólkin er
borðuð ein og sér. Öðru máli gegn-
ir ef brauðið er lítið smurt eða
kornmatur hafður með súrmjólk
eða mjólk, hvort heldur er hafra-
grautur eða morgunverðarkorn úr
pakka. Sá munur sem er á morg-
unverði karla og kvenna með tilliti
til fituhlutfalls skýrist fyrst og
fremst af því að konur smyrja
brauð minna og nota léttmjólk í
ríkari mæli en karlar.
Heitar máltíðir
Það kemur sjálfsagt einhverjum
á óvart að heitar máltíðir eru til-
tölulega fyrirferðamiklar í matar-
æði íslendinga bæði hvað varðar
næringargildi og fjölda máltíða.
Flestir borða eina heita máltíð á
dag og þó nokkrir borða heitan
mat tvisvar á dag. Það vekur at-
hygli að karlar borða fleiri heitar
máltíðir en konur í öllum aldurs-
hópum.
Fjöldi heitra máltíða er mismun-
andi eftir atvinnu. Sjómenn borða
fleiri heitar máltíðir í mánuði en
nokkur önnur starfsstétt, en bænd-
ur, ófaglærðir verkamenn og eftir-
launamenn fylgja fast á eftir. Kon-
ur í bændastétt borða heitan mat
jafnoft körlum í bændastétt en
konur í öllum öðrum starfsstétt-
um borða sjaldnar heitan mat en
karlar.
Heitu máltíðirnar eru tvímæla-
laust næringarríkustu og veiga-
mestu máltíðir dagsins. Þær veita
rúman þriðjung heildarorku dags-
ins, hvorki meira né minna en
helming próteina (hvítu) og járns
og tæpan helming trefjaefna fæð-
unnar dag hvern. Langmestur
hluti grænmetisneyslu er með heit-
um máltíðum og þegar þar við
bætist að fituhlutfall heitu máltíð-
anna er gjarnan minna en brauð-
máltíða er greinilegt að heitar mál-
tíðir skipta miklu máli um hollustu
fæðisins.
Fjöldi fólks borðar aðalmáltíð
dagsins í mötuneyti vinnustaða
eða stofnana. Könnunin tók ekki
til vistmanna stofnana, en samt
sem áður sagðist um fimmti hver
karl í þéttbýli á aldrinum frá tví-
6 HEILBRIGÐISMAL 1/1992