Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 9

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 9
Erlent Orð og athafnir Meirihluti lækna sem starfa við Harvard há- skóla í Bandaríkjunum reykir-ekki (97%), notar alltaf bílbelti (86%), tekur smjörlíki og hliðstæðar afurðir fram yfir smjör (78%), borðar fisk einu sinni í viku eða oftar (65%), notar tannþráð a.m.k. þrisvar í viku (60%), drekkur tvo kaffi- bolla eða minna á dag (58%) og stundar líkams- rækt minnst þrisvar í viku (53%). Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á síðasta ári. Niður- stöðurnar eru taldar benda til að þeir sem búa yfir mestri vitneskju um heilbrigða lífshætti tileinki sér þá þekkingu. Harvard Health Letter. Slys af sláttuvélum Á hverju ári verða tug- ir þúsunda Bandaríkja- manna fyrir slysum af völdum garðsláttuvéla. Sum slysanna eru vegna steina og því um líks sem vélin þeytir frá sér, en alvarlegri slys geta átt sér stað ef fólk rekst í vélina, stundum með þeim afleiðingum að tær eða fingur skerast af. í átta af hverjum tíu tilvik- um eiga karlar í hlut. Sláttuvélablöð snúast allt að 4000 hringi á mínútu og því er full ástæða til að sýna gát þegar gras- flötin er slegin. Nauð- synlegt er að vera í sterkum lokuðum skóm við sláttinn og halda börnum í hæfilegri fjar- lægð frá vélinni. Þá er varasamt að eiga við sláttuvélablaðið með fingrunum, ef það festist. Mayo Clinic Health Letter. Skyldunotkim reiðhjólahjálma Notkun öryggishjálma við hjólreiðar dregur úr alvarlegum áverkum við slys um 50-80%. Athug- anir í Bandaríkjunum sýna að auka má hjálma- notkun nokkuð með fræðslu í skólum. Hins vegar sýnir reynslan af bílbeltum og bifhjóla- hjálmum að verulegur árangur næst ekki nema með skyldunotkun og er það einnig talið eiga við reiðhjólahjálma. Nú hafa Ástralir riðið á vaðið og lögbundið notkun reið- hjólahjálma upp að 12 ára aldri. Miklar vonir eru bundnar við þessa ákvörðun sem tók gildi á síðasta ári. Medical Journal of Australia. Pediatrics. Áður en hætt er Ymis ráð hafa verið nefnd þegar reykinga- menn búa sig undir að hætta. Hér eru nokkur þeirra: • Kauptu aðra tegund en áður. • Geymdu sígaretturn- ar, eldspýturnar og öskubakkann ekki á sama stað. • Burstaðu alltaf tenn- urnar áður en þú færð þér sígarettu. • Haltu á sígarettunni í þeirri hendi sem þú ert ekki vanur. • Reyktu sígarettuna að- eins til hálfs. • Tæmdu öskubakkann sjaldan, en þegar það er gert má setja innihaldið í glerkrukku og hella vatni í hana. Rétt er að líta oft á þessa ógeðslegu upp- lausn. Todays Healtli Report. Lífshættulegar auglýsingar Wayne McLaren varð frægur sem Marlboro-maðurinn. En sígaretturn- ar, sem gerðu hann ríkan, urðu einnig ógæfa hans. í Marlboro-auglýsingum reið hann á kastaníubrúnum hesti sín- um, í gallabuxum með kúrekahatt og sígarettu í munninum. Hann gerði samning við framleiðanda þessara sígaretta á sjöunda áratugn- um og átti þátt í því að tengja sígar- ettur kúrekaímyndinni, líkt og skammbyssur. Talið er að með þessari hetjuímynd hafi tekist að fá milljónir unglinga til þess að byrja að reykja. En nú getur Wayne McLaren ekki lengur leikið hetju á hestbaki. Árið 1990 fékk hann að vita að hann væri með lungnakrabbamein. Þá hafði hann reykt einn og hálfan pakka af sígarettum á dag í 25 ár. Hann reykti aðeins Marlboro, því í samn- ingnum stóð að hann mætti ekki reykja neitt annað. En nú hafa reykingarnar tekið sinn toll. Wayne lést í júlí 1992, aðeins fimmtugur. Meðan tíminn var að renna út barðist Wayne gegn reykingum og vildi helst ná til unglinga. Hann sagði að unglingarnir yrðu að fá að vita hvaða afleiðingar reykingar gætu haft. kadda livet. Wayne McLaren reykti í 25 ár en síðustu ár ævi sinnar barðist hann gegn reykingum. HEILBRIGDISMÁL 1/1992 9

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.