Heilbrigðismál - 01.03.1992, Síða 17
Hugsum okkur að slíkt væri gert
um víða veröld: Þá skytu rótum 80
milljarðar trjáa á ári hverju. Það
tæki ekki hálfkæfða jörðina okkar
langan tíma að anda eðlilega á nýj-
an leik, ef þannig væri brugðist við
um heim allan. Það er stefnumark
okkar að breyta uppblásnum
heimsskautajarðvegi aftur í græna
jörð.
Irski rithöfundurinn Edmund
Burke komst snilldarlega að orði
þegar hann sagði: „Enginn gerir al-
varlegri mistök en sá sem ekkert
aðhefst, af því að hann telur sig
aðeins fá litlu áorkað." Við skulum
þó varast sjálfsánægju því við hefj-
umst ekki handa til að uppskera
lof heldur til að koma í veg fyrir
tortímingu barna okkar og barna-
barna, sem af okkur taka við þess-
ari jörð.
Alþjóðaráðstefna um málefni
barna, sem haldin var í aðalstöðv-
um Sameinuðu þjóðanna í New
York 1990, samþykkti yfirlýsingu
um Iífsrétt, verndun og þroska
barna. Börn heimsins hafa sent
okkur hér í Ríó orðsendingu sem
flutt er á táknrænan h'átt með vík-
ingaskipinu Gaia, og minnir okkur
á að halda gefin loforð. Þessi til-
mæli hafa verið gefin út á bók sem
verður aflient okkur öllum. Ég
vitna þar aðeins til ummæla ungl-
ingsstúlku sem svarar þegar hún
er innt eftir hug sínum til framtíð-
arinnar: Auðvitað hef ég áhuga á
framtíðinni. Hún er það sem ég á
eftir ólifað."
Fyrir þúsund árum trúðu forfeð-
ur okkar Norðurlandabúa því að ill
öfl myndu tortíma veröldinni. A
Islandi kunnum við ennþá niður-
lag Völuspár, sem er meðal perla í
bókmenntaarfi okkar og geymir
forna heimssýn okkar:
Sér hún upp koma
öðru sinni
jörð úr ægi
iðjagræna.
Falla fossar,
flýgur örn yfir,
sá er á fjalli
fiska veiðir.
Aldrei fyrr hefur þessi lýsandi
fortíðarsýn fært okkur jafnmikla
hugsjónaglóð til framtíðar.
• •
Ondun og umhverfi
„Umhverfi" er í þröngum
skilningi sú grennd sem við lif-
um í og hrærumst, í víðum
skilningi jarðkringlan eins og
hún leggur sig ásamt lofthjúpn-
um umhverfis hana. Umhverfi
er því landið undir fótum okkar
og allt sem á því er, hafið og
andrúmsloftið. Svo viröist sem
athygli manna beinist í bili
hvað minnst að síðast nefnda
hlutanum, sem út af fyrir sig er
umhugsunarvert þegar á það er
litið að í andrúmsloftinu er fólg-
in forsendan fyrir tilvist alls
„sem andann dregur".
Andrúmsloftinu má með
góðu móti skipta í tvo hluta
hvað varðar öndunarverur á
borð við manninn: Hið eigin-
lega öndunarloft næst okkur og
lofthafið stóra fjær, háloftin.
Þá sérstöðu hefur lofthluti
umhverfisins að hann tekur
beinan þátt í líkamsstarfsem-
inni, hvort sem lífveran andar
gegnum vit sín eða með öðrum
hætti. Ekki einasta tekur innand-
að loft þátt í efnaskiptum lík-
amans heldur bindur hluti þess
sig við hverja frumu um tíma
uns því er skilað í breyttu formi
aftur út í öndunarrúmið. Fyrst
þannig er í pottinn búið er skilj-
anlegt að það skiptir lífverur öllu
máli að samsetning andrúms-
loftsins sé þeim ekki skaðleg.
Enda þótt lofthafið í kringum
okkur, óravidd geimsins, sé
ómælanleg stærð, er nú svo
komið, að sögn andrúmslofts-
sérfræðinga, að mengun þess
hefur náð hættulegu stigi. Lýs-
ingarnar á mengun loftsins eru
hinar ótrúlegustu, sumar svo
hrikalegar að hægt væri að láta
sér detta í hug að um tauga-
veiklunaróra væri að ræða. Svo
er þó ekki. Fremur mætti segja
að verið sé að reiða fram fyrir
okkur staðreyndir sem að
magni og mikilvægi eru þannig
að okkur brestur hugarflug tii
að skilja þær til fulls . . .
Vísast munu núlifandi kyn-
slóðir sleppa að mestu við al-
varlegar afleiðingar mengunar
andrúmsloftsins en hafa ber í
huga að börn eru varnarlausari
gagnvart mengun en fullorðnir,
m.a. er öndunarmynstur þeirra
annað en fullorðinna. Þannig
anda börn í hvfld að sér helrn-
ingi meira af lofti á hvert kíló
líkamsþunga en fullorðnir, þar
með talin mengunarefni ef því
er að skipta, og „afeitrunarkerfi"
nýrna þeirra, lifrar og efnahvata
hefur ekki náð sama þroska og
fullorðinna til að fást við meng-
unarefni og „afeitra" þau.
Ahættan er því mest hjá
börnum framtíðarinnar og er
því ekki úr vegi að minnast af-
ríska spakmælisins: Við feng-
um ekki heiminn í arf eftir for-
eldra okkar, heldur að láni frá
börnum okkar.
Þettn er liluti afgrein eftir Hauk
Þóröarson yfirlækni, en hún birtist
í SÍBS-fréttum, 1/1992.
HEILBRIGDISMÁL 1/1992 17