Heilbrigðismál - 01.03.1992, Síða 19

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Síða 19
HEILBRIGÐISMÁL / Tómas Jón; Efnasamsetning lofthjúps hvers og eins þeirra hefur þróast á mismun- andi hátt og fyrir bragðiö eru að- stæður við yfirborð hnattanna mis- munandi. Meðalhiti við yfirborð jarðar er um 10° C, á Mars um mín- us 30° C, en á Venusi um 500° C. Loftþrýstingur á yfirborði Venusar er um 90 sinnum meiri en á jörð- inni, en á Mars er hann hins vegar hundrað sinnum minni en á jörð- inni. Meginefni lofthjúps jarðar er köfnunarefni (um 78%) og súrefni (um 21%), en koltvíildi á Venusi (yfir 90%) og Mars (yfir 80%). Þá er skýjafar með sitt hverju sniðinu, gríðarþykk ský hylja Venus, en á Mars rétt örlar fyrir örþunnum vatnsskýjum. Ský jarðar hylja að jafnaði um helming hnattarins. Júpíter og aðrir hnettir sólkerfisins eru enn ólíkari jörðinni. Þá er ekki einungis um að ræða mikla fjöl- Ætlum við að búa bömum okkar og barnabörnum betri heim? Þá verðum við svo sannarlega að fara að huga að háttalagi okkar og ganga betur um þá einu jörð sem okkur er gefin. Lífsskilyrðin breytast þegar jafnvægið í náttúrunni fer úr skorðum. breytni í hitafari og samsetningu lofthjúpsins heldur eru loftstraum- ar og hin almenna hringrás á hnöttunum harla mismunandi. Geimferðir auka stöðugt við þekkingu manna á lofthjúpum systkinahnatta jarðarinnar í sól- kerfinu. Það er forvitnilegt að kynnast hinum mismunandi skil- yrðum á öðrum hnöttum en einnig umhugsunarvert fyrir manninn að sjá fjölbreytileg dæmi þess hve hitafar, loftstraumar og skýjafar er nátengt efnasamsetningu loft- hjúpsins. Þótt fjarlægð til sólar sé mismikil ráða skilyrði á sjálfum hnettinum miklu. Haldi hinn máttugi maður upp- teknum hætti við að blanda sífellt meira koltvíildi í andrúmsloftið breytist geislunarjafnvægið sem ræður hitafari á jörðinni. Samsetning ioftsins og súrt regn Forngrikkir reyndu að aflijúpa leyndardóma hins ósýnilega and- rúmslofts og ákvarða samsetningu þess. Síðan segir fátt af rökræðum um slíkt þar til á átjándu öld, að sýnt var fram á að meginhlutar andrúmslofts eru köfnunarefni og súrefni, auk vatns og koltvíildis. Eftir það voru smám saman upp- götvuð fjöldamörg önnur efni, loft- tegundir sem miklu minna fer fyr- ir. Engu að síður eru sumar þeirra býsna mikilvægar, svo sem óson. Auk þessara efna svífa í andrúms- loftinu örlitlar rykagnir. Þær hafa áhrif á sólargeislun og gegna t.d. hlutverki við myndun skýja. Andrúmsloftið heldur sjálfu sér við, ef svo mætti að orði komast. Súrcfnið sem við öndum að okkur og höfum gnótt af er í sífellu end- urnýjað við ljóstillífun á kostnað koltvíildis í andrúmslofti. Náttúru- leg ferli, einkum úrkoma, hreinsa alla jafna burt óæskilegar loftteg- undir og agnir úr andrúmsloftinu. En sum þessara efna og agna leysast upp í skýjunum og regn- vatninu og breyta þannig efnasam- setningu úrkomunnar. Með því getur svonefnt súrt regn myndast, eins og það sem fallið hefur f Kan- ada og Skandinavíu. Rannsóknir á efnainnihaldi regns hófust um miðja síðustu öld og var þá þegar sýnt fram á að ým- is efni úr iðnaði gátu borist langar leiðir með loftstraumum. Lengi ve) höfðu menn þó litlar áhyggjur af afleiðingum þessa og það var ekki fyrr en hundrað árum síðar að nýj- ar rannsóknir staðfestu fyrri niður- stöður. Síðan hafa rækilegar mæl- ingar verið gerðar f mörgum lönd- um á dreifingu köfnunarefnis-, kolefnis- og brennisteinssambanda og annarra efna. Ef mikið er af mengunarefnum í regni er það kallað súrt (sýrustig minna en 5,6). Áhrif súrs regns á umhverfið eru margþætt. Þau eru meðal annars fólgin í breytingum á efnainnihaldi grunnvatns, rýrari fiskistofnum í stöðuvötnum, örari upplausn HEILBRIGDISMAL 1/1992 19

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.