Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 21

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 21
Tómas Helgasc Hafís er afsprengi hafs og lofts við og undir frostmarki. Hafís mynd- ast á stórum hafsvæðum við póla jarðar. Árssveifla í ísmagni er mikil og sömuleiðis eru breyting- g ar á útbreiðslu frá ári til árs mikl- ar. Þáttur hafíss í veðurfari jarðar þykir um þessar mundir mjög áhugavert rannsóknarefni. Gosefni frá eldfjallinu Pínatúbó á Filippseyjum á síðasta ári breidd- ust um stóran hluta jarðar á fáum vikum. Myndin til vinstri sýnir dreifingu brennisteinstvíildis f jór- um vikum eftir upphaf gossins en myndin til hægri átta vikum síðar. un og magni gosefna í lofthjúpi eru gerðar mjög víða á jörðu niðri og sömuleiðis skima tynglingar (gervihnettir) úr geimnum og fylgj- ast með útbreiðslu gosefna eftir meiri háttar eldgos. Rúmt ár er síðan vísindamenn tóku að fylgjast með gosmekki sem breiddist út um allt heiðhvolf jarð- ar frá Filippseyjum, en þar hófst eldgos í Pínatúbófjalli 15. júní 1991. Reykur og sót steig upp í 25 kfló- metra hæð og þaðan barst mökkur- inn með loftstraumum háloftanna. Hætt var við að gosefnin myndu endurvarpa, svo um munaði, sól- geislum til baka út í geiminn og kæla lofthjúpinn. Athugult fólk tók eftir óvenjulegum litbrigðum við sólarupprás og sólarlag. Ein- kenni þessi urðu áberandi æ norð- ar með hverjum mánuði sem leið. Nú þykir sýnt að þetta eina eldgos hafi getað haft í för með sér lækk- un á hitastigi víða um heim. í þessu sambandi skal nefnt, að hugmyndir um útbreiðslu gosefna um allan hnöttinn hafa löngum skotið upp kollinum. í Almanaki Þjóðvinafélagsins var greint á sín- um tíma frá sýn þann 26. septem- ber 1950: Mjög dimmt var vfðast hvar á landinu fram eftir degi og sól bláleit að sjá. Giskað var á að þetta hafi stafaö af eldgosi á Fil- ippseyjum eða skógareldum í Norður-Ameríku. Hafís og veðurfar íslendingar ættu af eðlilegum ástæðum að hafa áhuga á áhrifum eldgosa en ekki síður á þætti hafíss í veðurfarsbreytingum. Eldgos mætti kalla ytri áhrif á lofthjúp og höf jarðar, en hafísinn er samofinn veðurfarskerfinu, hlekkur í keðju, afsprengi hafs og lofts. Miklar sveiflur hafa átt sér stað í út- breiðslu hafíss. Hún er nátcngd al- mennu hitafari, en á hinn bóginn hefur hafísinn áhrif á geislunar- jafnvægi, uppgufun og varmaflæði við yfirborð sjávar. ísinn mótar veðurfar á stórum svæðum. Viðamiklar alþjóðlegar rann- sóknir fara fram á hafís í Austur- Grænlandsstraumi. Reynt er að ákvarða hafísmagn sem streymir úr Norður-Ishafi um svonefnt Framsund milli Spitsbergen (sem oft er nefnt Svalbarði) og Græn- lands og reynt að ákvarða hve mik- ill ís flýtur suður á bóginn með straumnum og hve mikill ís mynd- ast sunnar. Svo vill til að eitt mikil- vægasta hafsvæði jarðar, með tilliti til endurnýjunar á djúpsjó, er nyrst í Norður-Atlantshafi milli Spitsbergen og Jan Mayen. Þar sekkur kaldur og ferskur sjór úr Norður-íshafi niður á mikið dýpi. Hafísinn er talinn flýta fyrir þessu með sérstökum hætti. Áhugi vísindamanna á hafsvæði þessu stafar einnig af því að það er ekki einungis kalt, seltulítið vatn sem berst niður á við um þessa miklu „pípulögn" í norðurhöfum, heldur einnig koltvíildi úr and- HEILBRIGÐISMÁL 1/1992 21

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.