Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 23
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson meira eftir því sem nær dregur pólsvæðum. Á fimmtugustu breiddargráðu verður hitaaukning um það vil 6° C, en nálægt norður- pólnum um 9° C. Samkvæmt þessum útreikning- um er það einkum vetrarhitinn sem hækkar á hinum hærri breidd- argráðum. Á norðurslóðum verða sumurin aðeins 1-4° C hlýrri, en veturnir 12-16° C hlýrri. Á fimm- tugustu breiddargráðu verður aukning 4-5° C á sumrin og um það bil 8° C á veturna. Uppgufun mun aukast um alla jörð, svo og úrkoma víða, og yfirleitt munu veðurfarsbelti jarðar færast nær pólum. Búast má við ýmsum breytingum varðandi gang lægða og vindafar. Hlýnandi veðurfar á jörðinni mun hafa það í för með sér að sjáv- arborð mun hækka vegna bráðn- unar jökla. Alllöngu síðar en and- rúmsloftið mun sjórinn hlýna og þenjast út. Pótt í mun minna mæli verði en hækkun sökum bráðnun- ar jökla mun sjávarborð hækka við útþensluna. Veruleg hlýnun sjávar gæti valdið hækkun urn nokkra tugi sentimetra en bráðnun jökla gæti hins vegar valdið hækkun um nokkra metra. Pað munar gífur- lega um hvern metra hækkunar á sjávarborði því að víða um heim búa menn svo að segja í flæðarmál- inu, á láglendi við sjávarsíðuna eða í hafnarborgum fáeinum metrum yfir sjávarmáli. Til fróðleiks um magn jökla á jörðinni má geta þess að bráðnun Grænlandsjökla samsvaraði um 7 metra hækkun sjávarborðs á jörð- inni en bráðnun jökla á Suður- heimskautslandi hvorki meira né minna en um 65 metra hækkun (til samanburðar má nefna að Skóla- vörðuholt í Reykjavík er 40 metra yfir sjávarmáli og Öskjuhlíð um 60 métra). Pótt óþarft sé að óttast ótíðindi á borð við algera bráðnun jökla liggur í augum uppi að nokk- urra metra hækkun sökum bráðn- unar hefði afdrifaríkar afleiðingar við strendur landa. Eyjar færu á kaf. Reistir yrðu varnargarðar á ströndum, æ hærri þar til menn sæju sitt óvænna og hörfuðu inn á land, fjær nýrri strönd. Nefna mætti fleiri ágiskanir um stórtækar breytingar í veðri og lífs- skilyrðum sem veðurfarsbreyting í kjölfar gróðurhúsaáhrifa hefði í för með sér. Hér að framan var sagt frá hugsanlegum afleiðingum fjór- faldrar aukningar koltvúldis í loft- hjúpi. En fyrr má nú rota en dauð- rota. Hins vegar benda tölvutil- raunir til þess að meðalhiti, t.d. hér á íslandi, ykist ef koltvíildi ein- ungis tvöfaldaðist. Ef svo heldur fram sem horfir gæti hitastig hér á landi á fyrri hluta næstu aldar orð- ið svipað því sem nú er á Bret- landseyjum. En hér verður látið staðar num- ið. Minnt skal á að margt er óvíst í þessum fræðum þrátt fyrir miklar rannsóknir. Einnig skal haft í huga aö mikill vandi er að vega og meta mikilvægi hugsanlegra veðurfars- sveiflna af manna völdum miðað við náttúrulegar sveiflur. Óson yfir Norður-Evrópu Óson í lofthjúpi er sem fyrr mik- iö til umræðu. Þótt ekki sé það fyr- irferðarmikill hluti andrúmslofts er það mikilvægt vegna eiginleika sinna og þess hlutskiptis sem það hefur í myndun heiðhvolfs í háloft- um og á geislunarbúskap loft- hjúps. Eins og mörgum er kunnugt er óson sameind þriggja súrefnis- frumeinda. Dreifing þess f loft- hjúpi er ekki jöfn og er mest í heið- hvolfi í 15 til 40 kílómetra hæð. Svonefnd gróðurhúsaáhrif í loft- hjúpi eru náttúruleg, eðlileg. Án þeirra væri ekki líft á jöröinni. Það eru breytingar á þeim - af manna völdum - sem eru varhuga- verðar. Þær gætu orðið svo miklar að meðalhiti á jörðinni breyttist og þar af leiðandi veðurfar víða um heim. Þau efni í andrúmslofti sem koma við sögu í geislunarbú- skap lofthjúps eru óson, vatn, vatnsefni og koltvíildi. Samlíking við gróðurhús felst í því, að vatns- gufa og koltvíildi í andrúmslofti virka eins og gler í gróðurhúsi: hinar stuttu bylgjur sólarljóssins smjúga óhindrað í gegn, en megn- ið af hinum löngu bylgjum (hita- bylgjum) frá jörðu sleppur ekki út í geiminn. Afleiðingin verður upphitun. HEILBRIGDISMÁL 1/1992 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.