Heilbrigðismál - 01.03.1992, Page 24

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Page 24
Heiðhvolf tekur við af veðrahvolfi við jarðaryfirborð, en skörp skil þessara neðstu og mikilvægustu loftlaga í lofthjúpi jarðar ákvarðast einmitt af efnaferlum með óson í aðalhlutverki. Yrði hróflað mikið við ósoninu væri hætt við að skil þessi myndu breytast að styrk og hæð yfir jörð með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum í veðrahjúpi. En það eru önnur áhrif af hugs- anlegri ósoneyðingu sem menn óttast meira, enda kunnari. Minnki óson í háloftum af völdum meng- unar sem svífur upp þangað úr mannheimi munu hættulegir út- fjólubláir geislar frá sólu ná greiðar niður að yfirborði jarðar, geislar sem óson stöðvar ella. Efni þessi eru einkum svonefnd klórflúorkol- efni og halonefni. Þynning ósonlagsins umhverfis jörðu hefur verið mikið rannsókn- arefni undanfarin ár. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum viðamikilla at- hugana, sem íslendingar taka þátt í, hefur ástand lofthjúps yfir norð- urhveli jarðar verið harla óvenju- legt síðustu mánuði. Við mikið magn klórsambanda, sem eru upp- runalega komin úr iðnaði, hefur bæst feiknmikið af gosefnum. Gos- efnin stafa frá miklu eldgosi í Pína- túbófjalli á Filippseyjum sem hófst á miðju síðasta ári. Hafa þau borist norður á bóginn og er nú óttast að þau kunni að efla ósoneyðingar- mátt klórefnanna sem fyrir eru. Gosefni og smágerðar agnir í heið- hvolfi reyndust vera um tíu sinn- um þéttari en undanfarin ár. Klór- efni með eyðingarmátt voru eink- um áberandi í janúar og febrúar 1992, en hlutfall þeirra minnkaði í mars. Pá hafa það þótt ill tíðindi að köfnunarefnissambönd sem draga úr ósoneyðingu reyndust vera í minna mæli en gengur og gerist. Þess ber að gæta að ósonmagn fer mjög eftir veðri og vindum, ef svo mætti segja, gangi lægða og hæða, eða með öðrum orðum loft- straumum sem bera óson með sér frá einum stað til annars. Það er því ekki heiglum hent að greina í sundur flutning ósons til og frá til- teknum stað með loftstraumum annars vegar og efnafræðilega myndun og eyðingu ósons hins vegar. Ósoneyðing yfir suðurheimskauti. Ör og mikil minnkun á ósoni í lofthjúpi yfir suðurheimskauti hefur mælst síðasta áratuginn. Minnkunin er í daglegu tali köll- uð „ósongat". Hún er rakin til efnahvarfa af völdum úrgangsefna sem hafa liðið upp í háloftin frá tæknisamfélagi nútímamannsins. Efni þessi eru aðallega svonefnd klórflúorkolefni sem eru t.d. not- uð í kælikerfum (kæliskápum), slökkvitækjum og úðabrúsum. Samkvæmt viðamiklum rann- sóknum Evrópuþjóða síðastliðinn vetur á ósoni yfir norðurslóðum myndaðist ekkert ósongat í loft- hjúpi yfir norðurhveli. Hins vegar mældist óvenjumikið magn klór- efna. Einnig fannst mikið magn gosefna frá miklu eldgosi í Pína- túbó-eldfjalli á Filippseyjum sem gætu flýtt fyrir ósoneyðingu. Efni þessi í háloftunum munu svífa þar um í mörg ár, svo að hættan er síð- ur en svo liðin hjá. Veðurskilyrði í háloftum gætu eitthvert árið orð- ið miklu óhagstæðari en síðastlið- inn vetur og búið í haginn fyrir ósongat á norðurslóðum. Ósoneyðing er þeim mun örari sem kaldara verður í háloftum heiðhvolfs. í vetur hitnaði eðlilega er voraði hið efra, en ekki má treysta því að svo verði alltaf. Hvað sem öðru líður virðist full ástæða að draga af krafti úr notkun ósoneyöandi efna. Safnist þau enn fyrir í háloftum gætu óhagstæð skilyrði innan tíu ára haft afdrifa- ríkar afleiðingar. Það er gaman að geta þess að mælingar á heildarmagni ósons í lofthjúpi yfir Reykjavík hafa verið gerðar á Veðurstofu íslands sam- fleytt frá sjötta áratug aldarinnar. Mæliröð þessi er ein sú merkasta í heiminum. Samstarfshópur sér- fræðinga á Raunvísindastofnun Háskóla íslands og Veðurstofunni hefur nú rannsakað þessi forvitni- legu gögn um óson í 35 ár. Skýrsla um niðurstöður kom nýlega út í ritröð Raunvfsindastofnunar. Fræðigrein um lífsskilyrði Ýmsar fræðigreinar fjalla um líf og lífsskilyrði, t.d. gróðurfar með tilliti til loftslags eða hnattstöðu. Sumar þessara fræðigreina eru síð- ur en svo nýjar af nálinni og eru einna kunnastar grasafræði og dýrafræði, sem fullorðið fólk lærði í ungdæmi sínu, gjarnan með hlið- sjón af landafræðinni. Nú hneigj- ast menn að öðrum nöfnum og kallast t.d. grasa- og dýrafræðin einu nafni líffræði, sem raunar er jafnvel enn víðtækari. Þegar hugað er bæði að um- hverfi og lífverum er oft notað orð- ið vistfræði og lætur það kunnug- lega í eyrum yngri kynslóða, enda fjölskrúðug kennslu- og fræði- grein. Þá skal getið svonefndrar líf- veðurfræði (biometeorology) sem upphaflega fjallaði einvörðungu um áhrif veðurs á gróður, dýr og menn. Smám saman varð hún víð- tækari og nú nær hún til áhrifa umhverfis almennt á líf og lífsskil- yröi viö hvers kyns raunverulegar og hugsanlegar aðstæður. Hún fæst við áhrif umhverfis á manns- líkamann og samfélagið. Lifandi verur leitast við að vera f jafnvægi við umhverfið, vinna bug á hvers kyns hættum eða forðast þær. Fari heilbrigt jafnvægi úr skoröum, ná 24 HEILBRIGÐISMÁL 1/1992

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.