Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 25

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 25
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragn önnur ferli undirtökunum en þau sem ella ríkja og ástandiö verður óeðlilegt og jafnvel hœttulegt. Það virðist því harla margt vera fengið að láni í þessari svonefndu lífveðurfræði og mætti spyrja hvort þörf sé á nýju nafni á fræðigrein- inni. En því er til að svara að fræði- greinar eiga sér rætur í gömlum viðfangsefnum sem vísindamenn ákváðu að skipta með sér og hafa með sér í sitt hvert hornið. Þegar menn hafa dundað í horni sínu og fengið miklu áorkað, hafa þeir um síðir séð þörf fyrir að hitta fyrir ýmsa úr hinum hornunum. Þá tengjast fræðigreinar og vísindaleg vandamál eru íhuguð í nýju ljósi. Lífveðurfræðingar eiga sér í rauninni ekkert tiltekið horn. Þeir eru hópur manna meö aðsetur á Búseta manna á þessari úthafseyju, sem ádur var niannlaus, hefur orðið gróðurríki landsins ofviða. Skógar eyddust og jarðvegur flettist af svo eftir stóðu berir rnelar. Síðustu ára- tugi hefur tekist að örva þjóðina til dáða við skógrækt og landgræðslu - og bæta lífsskilyrði í landinu. víð og dreif í ýmsum hefðbundn- um fræðigreinum. Hins vegar er líf - í einhverri mynd - og lífsskilyrði áhugamál þeirra og þeir sjá ástæðu til að hittast til skrafs og ráðagerða og greina frá rannsóknum sínum. Orðið lífveðurfræði er fremur óheppilegt vegna þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í fræðigrein- inni, þótt það beri vitni um upphaf hennar. Betra væri lífsskilyrða- fræði eða eitthvert þjálla orð svip- aðrar merkingar. Sumir leggja til að heitið vistfræði veröi einfaldlega fyrir valinu. Hér væri því um að ræða vislfrxði í víðustu merkirtgu þess orðs. Miðað við framangreinda lýsingu færi vel á þessu. Vistfræði væru fræðin um lífsskilyrði gróð- urs, dýra og manna, líf og um- hverfi hvar sem væri á jörðinni - eða utan jarðar! Ekki of seint að bregðast við? Þekking á jörðinni hefur tekið stórstígum framförum undanfarna áratugi. Tölvutækni, fjarkönnun úr tynglingum og fræðilegar rann- sóknir hafa lagst á eitt. Þekkingin og langþráður skilningur ráða- manna á viðvörunum frumherja náttúruverndar mun væntanlega stemma stigu við ískyggilegri mengunarþróun á jörðinni. Miklu fé verður varið næstu áratugi í um- hverfismál og rannsóknir á meng- un af manna völdum og óson- magni í lofthjúpi. Er það góðs viti. Auðnist okkur að skilja fyrr en skellur í tönnum og bregðast við á réttan hátt mun náttúran um síðir endurnýja sig og ná fyrra jafnvægi. Maðurinn mun því vonandi sjá að sér, snúa blaðinu við í tæka tíð og ráða bót á því sem úrskeiðis hefur farið í glannaskap og ofur- kappi löngunar um framfarir og velsæld. En forvitnin mun halda við vísindunum, þótt vandræði af völdum mengunar minnki er tímar líða. Ekki sakar að hafa í veganesti löngun til að bæta heiminn. Hvað viðvíkur manninum hér á jörð á næstu öld þarf hann fyrst og fremst að koma í veg fyrir eigin of- fjölgun og minnka misrétti sem ríkir í heiminum á mörgum svið- um. Það verða því næg verkefni á sviði vísinda um lífsskilyrði - vist- fræði í víðustu merkingu - þótt manrúnum takist með verklagni sinni og þekkingu að spyrna við fæti í tæka tíð og gera á ný hreint fyrir dyrum sínum. Helstu heimildir: J. P. Bruce: Meteorology and hydrology for sustainable development. World Meteorologi- cal Organization, Genf, Sviss, 1992. W. Dansgaard: Klima, vejr og menneske. Geografforlaget, Kaupmannahöfn, 1987. J. Hansen o. fl.: Regional greenhouse climate effects. Greenhouse-gas-induced climate change (ritstj. M. E. Schlesinger). Elsevier Science Publishers B.V., Amsterdam, 1991. R. F. Pueschel: Man and the composition of the atmosphere. A contribution to the global environmental monitoring system (GEMS). World Meteorological Organization, Genf, Sviss, 1986. ltarefni: Guðmundur G. Bjarnason o. fl.: Analysis of total ozone data from Rcykjavik for the peri- od 1957-1991. Raunvísindastofnun Háskóla ís- lands, Reykjavík, 1992. Páll Bergþórsson: Um gróðurhúsaáhrif. Fréttabréf Eðlisfræðifélags íslands, aprfl 1991. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda á íslandi árið 1990. Skýrsla sérfræðinganefndar um- hverfisráðuneytisins, maí 1992. Dr. Þór fakobsson veðurfræðingur er deildarstjóri hjd Veðurstofu Islands. Hann hefur áður skrifað í Heilbrigðis- mál (4/1988) um ósonlagið. HEILBRIGÐISMÁL 1/1992 25

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.