Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 27
HEILBRIGÐISMÁL / Amar B. Vignisson
Heilsuvemd kynlífs
Grein eftir Jón Hilmar Alfreðsson
Einn er sá þáttur heilsuverndar
sem enn er vanræktur um efni
fram. Hann tengist kynlífinu, sem
ekki þykir liæfa að hafa mjög í orð-
ræðu. Þó er afar brýnt og til mikils
að vinna ef gerlegt reyndist að
vernda ungmenni frá varanlegu
heilsutjóni sem hlýst af kynsjúk-
dómum. Mögulegt ætti að vera að
ná árangri á þessu sviði nú þegar
áhugi er mikill á hvers konar rækt
líkama og sálar.
Líðandi öld einkennist meöal
annars af stórum sigrum heilsu-
verndar. Mæðraskoðun kom fyrst
og mæðradauði heyrir nú sögunni
til. Þá má telja barnaeftirlit og
ónæmisaðgerðir hvers konar með
ómældum árangri og síðan berkla-
varnir sem útrýmdu berklum að
mestu. Nær okkur í tíðinni hófst
krabbameinsleit og hjarta- og æða-
vernd með áherslu á holla hreyf-
ingu og mataræði. Loks er tann-
verndin ferskt dæmi sem virðist
skila árangri.
Á sama tíma og svo mikið hefur
áunnist hefur gengið yfir heiminn
sú versta holskefla kynsjúkdóma
sem sögur fara af. Afleiöingarnar
eru miklu alvarlegri og víðtækari
en almennt er ljóst og manni verð-
ur á að spyrja hvort það ástand sé
varanlegt og óbreytanlegt að fjöldi
ungmenna sýkist við upphaf kyn-
lífs, oft án vitundar um sýkinguna
og hættuna sem af henni stafar? Er
það alveg víst að ómögulegt sé að
breyta viðhorfi ungs fólks til kyn-
hegðunar? Nei, það er ekki gefið.
Sagan sýnir að kynhegðun hefur
verið breytileg og hvað sem öðru
líður er rík ástæða til að hreyfa
þessu máli og þeim mun ríkari sem
ástandið er alvarlegra.
Eitt af því sem einkennir óheilla-
þróun síðustu tveggja áratuga er
útbreiðsla áður ókunnra eða lítt
þekktra sýkinga. Gamlar valin-
kunnar sýkingar hafa ýmist horfið
að kalla af sviðinu eins og sdrasótt
eða staðið nokkuð í stað eins og
leknndi. Hinar nýrri sýkingar sem
komið hafa fram hafa fæstar hlotið
íslensk heiti ennþá. Þar má nefna
sýkingar af völdum trikðmónas sem
er einfrumungur og talinn hafa
borist norður um Evrópu og var
orðinn algengur á Norðurlöndun-
um um 1960. Herpesveirnn hefur
náð að breiðast út hér á landi á síð-
ustu tíu til fimmtán árum. Hún er
talin hættuleg börnum sýkist þau í
fæðingu. Svonefnd vörtuveira
(Human Papiloma Virus) er einnig
orðin býsna algeng. Hún veldur
vörtum á kynfærum og víðar (con-
dyloma) og er talin geta átt þátt i
myndun forstiga leghálskrabba-
meins. Klamydía er talin í hópi
baktería. Hana er erfitt að rækta og
því ekki auðvelt að grcina, en nú
er þó komið á daginn að hún er al-
gengasti sjúkdómsvaldur í kynfær-
um, einkum meðal ungmenna.
Hún veldur oft litlum óþægindum
eöa einkennum og þannig vinnur
hún tjón sitt óáreitt á sérhæfðum
og viðkvæmum líffærum æxlunar.
Vart má annað en minnast á HIV-
veiruna, sem veldur hinni ban-
vænu eyðni, en hún berst einkum
með kynmökum, bæði eðlilegum
og afbrigðilegum.
Þessi upptalning á sýklum og
sjúkdómum gæti vcrið mun lengri,
bæði kynsjúkdómum í þrengri
merkingu en einnig öðrum sem
herja víðar en á kynfærin og smit-
ast geta á annan hátt en með kyn-
mökum. Alls eru taldir 32 sýklar
sem þekktir eru að því að sýkja
æxlunarfærin, en hér verður staðar
numið.
Sagt hefur verið að eftirstríðs-
kynslóðin hafi á sokkabandsárum
sínum, upp úr 1960, tekið fegins
hendi bæði pillunni og lykkjunni
sem tækjum er gerðu mögulega
hugsjón hippa um frjálst og helst
óheft kynlíf án allrar áhættu. Áður
voru sýklalyf komin, virk bæði gegn
lekanda og sárasótt. Þá upphófst
um þær mundir heimshornaflakk
mikið, einnig meðal ungmenna, og
upp úr þessu fór að krauma heldur
betur í pottum kynorkunnar og
HEILBRIGÐISMÁL 1/1992 27