Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 28

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 28
kryddin urðu með alþjóðlegri fjöl- breytni eins og nýlendujurtir frá Víetnam. En óheillaþróun tekur sinn tíma og því liðu enn allmörg ár áður en fram komu toppar á skjálftamælum sjúkdómsvarna. Sumir telja að hámarkinu hafi ver- ið náð um miðjan síðasta áratug og að hámark í algengi ófrjósemi náist um það bil einum áratug síðar. Nú er það ekki sjálf sýkingin, né heldur sjúkdómur sá er hún veld- ur, sem er versti bölvaldurinn, heldur eru það varanlegar afleið- ingar hans. Pær eru fólgnar í vef- rænum skemmdum í líffærum æxl- unar, en þessar skemmdir valda síðan ýmissi truflun á eðlilegri starfsemi þeirra, bæði hjá körlum og konum. Þekktust þessara trufl- ana mun vera ófrjósemin, en þá er átt við að þungun takist ekki. Vissulega er ekki öll ófrjósemi af þessum orsökum, en þriðjungur- inn er það og Ifklega meira, þegar ófrjósemi karla er meðtalin. Önnur starfræn truflun æxlunar eru utan- legsfóstur, en síðkomin fósturlát og fyrirburafæðingar stafa oft af sýkingum. Þá eru aðrir kvillar, ekki tilheyrandi þungun en tengd- ir eðlilegum tíðahring, sem rekja má til fyrri bólgusjúkdóma. Leg- hálskrabbamein hefur lengi verið tengt sýkingum og loks má telja aðra sjúkdóma, til dæmis í þvag- færum, svo og gigt sem í vissum tilvikum verða raktir beint til sýk- inga í kynfærum. Hér er um bálk sjúkdóma að ræða sem veldur mörgu ungmenni miklu böli fyrr eða síðar, gjörsam- Tlutancv Heílsuvörur nútímafólks !K>á hressandí eplaedík frá Nutana Góð heílsa er gæfa hvers manns Faxafeli hf. símí 51775 lega að óþörfu og mikið til vegna fáfræði um hættur kynlífsins, hættur sem eru meiri nú en oftast áður. Sök okkar hinna eldri er einkum sú að láta hjá líða að vara við hættunni. Þetta er eina svið heilsuverndar sem enn er ekki far- ið að sinna að neinu ráði. Það mætti þó spyrja hvort við höfum ekki í landinu lög um varnir gegn kynsjúkdómum og lækna til þess að greina þá og veita meðferð gegn þeim? Víst er það rétt að lög eru til frá því snemma á öldinni og vísast hafa þau orðið til nokkurs gagns. Sporun smitbera er þunga- miðja þeirra en um leið veikleiki, því slík leit vill oft verða ófullkom- in í reynd. Læknar hafa lyf gegn mörgum þessara sjúkdóma, en alls ekki öllum. Þeir geta greint þá á vissu stigi og auk þess eru kunnir vissir áhættuþættir sem vísa á enn fleiri sýkta. En þó liggur sú stað- reynd fyrir að á síðustu áratugum, þegar lækningin hefur verið hvað fullkomnust, hefur sigið mest á ógæfuhlið. Því er það skoðun sumra að virk heilsuvernd sé nauðsyn eigi hér að nást teljandi árangur. Forsenda hennar er uppfræðsla unglinga í þann mund er kynlíf hefst. Þessi fræðsla mætti fara fram í skólum og á heilsugæslustöðvum þar sem hún yrði tengd ráðgjöf um getnað- arvarnir. I nútíma þjóðfélagi geta fjölmargir aðrir lagt þessu máli lið, að foreldrum ógleymdum, en þörf er á fræðsluefni fyrir leikmenn á því sviði. Hér verður ekki rakið nákvæm- lega hvert innihald slíkrar fræðslu gæti verið, en þar kemur til álita al- mennt hreinlæti, notkun sýkinga- verja, þróun mótstöðu gegn sýk- ingum sem liður í kynþroska og hegðun í kynlífi með tilliti til áhættu í mikið sýktu samfélagi, svo eitthvað sé talið. Ekki verður hér fjölyrt um þann kostnað sem nú hvílir á heilbrigðiskerfinu vegna afleiðinga þessara sýkinga, en hann hlýtur að vera mikill. Ósk- andi er að einhver hreyfing komist á þessi mál sem fyrst. ]ón Hilmar Alfreösson er yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans í Reykja- vík. 28 HEILBRIGÐISMÁL 1/1992

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.