Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 30

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 30
KKABBANtEINSFÉLAGlÐ / Ljósmynd.irinn Fréttir frá Krabbameinsfélaginu Formannaskipti á aðalfundi Jón Þorgeir Hallgrímsson yfirlæknir var kjörinn for- maður Krabbameinsfélags Islands til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins sem haldinn var í maí. Hann tekur við formennsku af Almari Grímssyni apótekara, sem hefur verið formaður félagsins síðustu fjögur ár en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Jón Þorgeir er yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans og sviðsstjóri á kvenlækningasviði Ríkisspítalanna. Hann hefur ver- ið í stjórn Krabbameinsfélags Islands síðan 1988. Þá hefur hann verið í stjórn Krabbameinsfélags Reykja- víkur frá 1979 og formaður þess félags undanfarin fjögur ár. Aðalfundinn sátu fulltrúar frá tuttugu aðildarfélög- um Krabbameinsfélags Islands. Verndari félagsins, Vigdís Finnbogadóttir forseti lslands, var við upphaf fundarins. Þar var meðal annars minnst þriggja lát- inna forvígismanna, Hjartar Hjartarsonar, lngveldar Valdimarsdóttur og Kjartans Aðalsteinssonar. Fram kom á fundinum að starf félagsins á síðasta ári gekk mjög vel og staða þess er sterk. Hagnaður varð af rekstrinum í fyrra en tap hafði verið árið áður. Fé- lagiö annast leitarstarf, rannsóknir, skráningu krabba- meina, útgáfu o. fl. Auk þess veitir það krabbameins- sjúklingum þjónustu, meðal annars svonefnda heima- Jón Þ. Hallgrímsson, nýkjörinn formadur Krabba- meinsfélags Islands, og Almar Grímsson fráfarandi formaöur. Stjórn Krabbameinsfélags íslands 1992-1993 Jón Þ. Hallgrímsson yfirlæknir, formaður. Aðalbjörg Magnúsdóttir húsmóðir. Björgvin Lúthersson stöðvarstjóri. Elfa-Björk Gunnarsdóttir framvæmdastjóri. Guðrún Kristinsdóttir læknaritari. Halla Aðalsteinsdóttir kennari. Helgi Sigurðsson læknir. Ingi R. Helgason stjórnarformaöur VÍS. Jón Agnar Eggertsson form. Verkal. Borgarness. Jónas Franklín læknir. Ólafur Haraldsson aðstoðarsparisjóðsstjóri. Ragnar Pálsson skrifstofustjóri. Sigríður Lister hjúkrunarforstjóri. Sigurður Björnsson læknir. Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri. hlynningu. Almenn ánægja var með þá viðurkenn- ingu sem starf Krabbameinsfélagsins hlaut í vor þegar framlengdur var um sex ár samningur milli félagsins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins en hann felur í sér að félagið skipuleggur og annast leit að krabbameini f leghálsi og brjóstum. Samþykkt var ályktun á fundinum þar sem lögð var áhersla á mikil- vægi tóbaksvarna og Alþingi hvatt til að efla löggjöf um þessi mál. í stjórn Krabbameinsfélags íslands eru fimmtán manns, þar af fimrn í framkvæmdastjórn. Þeir eru, auk formanns, Sigurður Björnsson læknir, Ingi R. Helgason stjórnarformaður VÍS, Sigríður Lister hjúkr- unarforstjóri og Halla Aðalsteinsdóttir kennari. Starfs- menn Krabbameinsfélagsins eru yfir níutíu í Reykja- vík (í um sextíu stöðugildiim). Auk þess hafa krabba- meinsfélögin á Austurlandi og Akureyri ráðið starfsmenn, og fleiri félög eru að kanna möguleika á ráðningu í hlutastarf. Á aðalfundinum voru fráfarandi formanni, Almari Grímssyni, þökkuð farsæl störf hans að málefnum Krabbameinsfélags Islands. Stjórn félagsins samþykkti aö kjósa Almar í heiðursráð Krabbameinsfélagsins en þaö er æðsta viðurkenning sem félagið veitir fyrir framlag til baráttunnar gegn krabbameini. Jafnframt var honum afhent gullmerki félagsins. Samningur um leit ad krabbameini Undirritaður hefur verið samningur sem tryggir áframhaldandi leit að krabbameini í leghálsi og brjóst- um íslenskra kvenna með það að markmiði aö fækka dauðsföllum af völdum þessara sjúkdóma. Fyrir fimm árurn fól heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Krabbameinsfélagi íslands að annast skipulag og framkvæmd leitarinnar. Mjög góð reynsla hefur verið af þessu samstarfi og voru aðilar ásáttir um að fram- lengja samninginn til ársloka 1998 með sömu markmið 30 heilbrigðismál 1/1992

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.