Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 32

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 32
Hlaup Sjö ár cru nú liðin síðan ég gekk í hlaupa- flokk. Það er fyrsti og eini flokkur sem ég hef gengið eða öllu heldur hlaupið í um ævina. Þetta var að áeggjan gamals skólabróöur sem vegsamaði mjög þá heilsubót og upplyftingu sem í þessu fælist. Ég taldi mig við ágæta heilsu og prýðilega upplyftan, en lét þó til leiðast og tók að hlaupa þrisvar í viku þrjá til tíu kíló- metra. Skólabróður minn hitti ég að vísu aldrei á þessum vettvangi og veit reyndar ekki betur en honum líði alveg prýðilega, en sjálfur ánetj- aðist ég þessu athæfi hins vegar svo illilega að síöan finnst mér ég alltaf vera heilsulítill og nið- urdreginn ef hlaupfall verður lengur en tvö til þrjú skipti. Þetta er félagsleg íþrótt, eitt af því sem held- ur manni við efnið á erfiðum stundum er hinn félagslegi þrýstingur. A dimmum vetrarkvöld- um í fjúki og frosti eru það oft aðeins samstað- an og samkenndin sem megna að hrifsa hlaupagikkina frá hlýjum faðmi heimilanna út á hina hálu og viðsjárverðu hlaupabraut. Sú til- hugsun að skilja félaga sína eina eftir á köldum klaka verður óbærileg. A sólbjörtum vorkvöldum þegar mann bein- línis kitlar í tærnar af löngun til að geta sprett úr spori skiptir félagsskapurinn minna máli. En hvort heldur sem er vor eða vetur eru þó verð- launin alltaf hin sömu að loknu góðu hlaupi: Tilfinningin að maður hafi teygt lungu og hjarta til hins ýtrasta, leyft Ifkamanum að sýna hvað hann getur í þessari eilífu keppni hans við sjálfan sig. Svo eru stórhátíðirnar, hin aðskiljanlegu al- menningshlaup sem ýmsir aðilar efna til. Vik- urnar á undan skynjar maður eftirvæntinguna í flokknum: Vegalengdir aukast, spretturinn harðnar, heilbrigður metnaður og mannjöfnuð- ur eykst, allt þó innan siðferðismarka flokksag- ans, lausafylgið skilar sér betur og betur inn. Loks rennur sjálfur hátíðisdagurinn upp og fyrr en varir stundin sem allir hafa beðið eftir: Skotið ríður af og seigfljótandi fólksmergðin veltur af stað. Eitt augnablik grípur mann sú til- finning að maður sé hluti af einhverju og þátt- takandi í einhverju . . . Krabbameinshlaupið er framundan. 30. maí 1992 er einn af þessum hátíðisdögum. Crein þcssi cr eftir Pórarin Eldjárn rithöfund og birtist í Morgunblaðinu í tilefni Heilsúhlaups Krabbameinsfélagsins. Þórarinn hljóp 70 kílómetra að þessu sinni á 47 mínútum. tugs. Líkur á lækningu lungnakrabbameins eru ekki miklar. Aðeins tíundi hver sjúklingur getur vænst þess að lifa í fimm ár eða lengur. Lungnakrabbamein er mannskæðasta krabbameinið hér á landi, bæði hjá körlum og konum. Fyrir þrjátfu árum dóu 15 manns á ári úr lungnakrabbameini en nú deyja 80 á ári, eða sex til sjö í hverjum mánuði. Dánar- tíðni úr þessum sjúkdómi hjá íslenskum konum er ein sú hæsta í heiminum. Síðustu þrjátíu ár hafa 1300 Islendingar dáið úr lungnakrabbameini þar af um 1100 vegna reykinga, miðað við að átta til níu af hverjum tíu tilfellum verði rakin til þeirra, eins og rannsóknir benda til. A undanförnum árum hefur dregið úr reykingum og má búast við aö þess fari að gæta í lækkandi tíðni lungnakrabbameins. Styrkir til krabbameinsrannsókna Nýlega var úthlutað tíu styrkjum úr rannsóknasjóð- um Krabbameinsfélags Islands og var heildarupphæð þeirra hátt á sjöttu milljón króna. Annars vegar voru veittir fjórir styrkir að upphæð 1,8 millj. kr. úr Rann- sóknasjóði Krabbameinsfélagsins, og var það í fjórða sinn sem veitt var úr þeim sjóði. Hins vegar var nú í annað sinn úthlutað úr Rannsókna- og tækjasjóði leit- arsviðs Krabbameinsfélagsins, alls sex styrkjum að fjárhæð 3,9 millj. kr. Tilgangurinn með þessum styrk- veitingum er að efla rannsóknir á krabbameini hér á landi. Ellen Mooney læknir og samstarfsmenn hennar hlutu styrk til rannsókna á forstigsbreytingum í fæð- ingarblettum. Markmið rannsóknarinnar er að greina forstigsbreytingar sortuæxla og hefja skráningu þess- ara breytinga. Með reglulegu eftirliti á að vera hægt að greina æxlin áður en þau hafa myndað meinvörp. Jafnframt verða tekin sýni sem notuð verða til grunn- rannsókna á þessum sjúkdómi. Hrafn Tulinius prófessor og samstarfsmenn hans hlutu styrk til efnamælinga vegna hættu á maga- krabbameini, sem er enn meðal algengustu krabba- meina hér á landi þó mikið hafi dregið úr tíðni sjúk- dómsins. Settar hafa verið fram tilgátur um tvo þætti sem virðast tengjast orsökum sjúkdómsins. Annars vegar er um að ræða slímhúðarbólgu af völdum bakt- eríunnar helicobacter pylori, hins vegar tilvist svo- nefndra pepsinogena. Þessar tilgátur verða prófaðar með því að nýta íslenska lífsýnabanka. Jórunn Erla Eyfjörð erföafræðingur og samstarfs- menn hennar hlutu styrk til aö greina stökkbreytingar í krabbameinsæxlum. Rannsóknin rniðar að því að greina stökkbreytingar í brjóstakrabbameinsæxlum og leita að arfgengum breytingum meðal sjúklinga og ættingja þeirra í fjölskyldum þar sem brjóstakrabba- mein er algengt. Þetta er hluti af stærra verkefni sem beinist að því að finna hvers vegna sumum er hættara en öðrum viö að fá krabbamein. Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur og sam- starfsmenn hennar hlutu styrk til að rannsaka áhrif ABO-blóðflokka og ættgengis á lifun íslenskra kvenna 32 heilbrigðismAl 1/1992

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.