Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 34

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 34
ÁRBÆJARSAFN Gamalt Um bamadauða og brjóstagjöf Þó margir læknar geti árlega um meðferð ung- barna í skýrslum sínum rökstyðja fæstir verulega umsögn sína. Yfirleitt segja þeir talsverða fram- för í þessum efnum. Ljósasti votturinn um að þessu er svo farið, er barnadauðinn á 1. ári. 1900-10 dóu 121 sveinar og 104 meyjar af þúsundi hverju (sveina og meyja), en 1911-15 85 og 65%n, og má þetta heita stórfelldur munur. Hve langt má komast í því að minnka barnadauðann má sjá á þvf að af börn- um efnamanna dóu í Königsberg (1913) 34%c og svipað er þetta í ný- tískuborgum þó um verkamannabörn sé að ræða.* Þar sem melting- arkvillar eru algengasta banamein ungbarna er meðferð þeirra í ólagi. Af 4689 börnum alls voru 81% lögð á brjóst, brjóst og pela fengu 3,5% og pela 15,5%. Verður ekki annað sagt, en að ástandið hjá oss í þessu mikilvæga atriði sé sómasamlegt, því ætíð má gera ráð fyrir að ná- lega 10% mæðra geti ekki lagt börn sín á brjóst. Allmargir læknar hafa lagt mestu alúð við að börn væru lögð á brjóst og orðið mikið ágengt. Einn læknir læt- ur þá skoðun í ljósi að börn þrífist ágætlega á pela. * Ungbarnadauði (dánir á fyrsta ári) er nú 5-6 af þúsund lifandi fæddum. Pelatottur munu nú vfðast úr togleðri og með góðri gerð. Þó er getið um trétottur úr tvinna- keflum og tuskutottur; úr tré eða beini. Heilbrigöisskýrslur 1911-1920. Guömunciur Hatmesson tók saman. Reykjavík 1922. Loft í lungun Daglegar andardráttar- æfingar eru ekki ein- göngu almennt hollar heldur og þó einkum mönnum sem litlar hreyfingar hafa. Yfirleitt ættu menn að venjast á þær frá barnæsku. Þess vegna ætti að kenna börnum að draga and- ann eins djúpt og hægt er nokkrar mínútur í senn, án þess að föt þrengi að, og þá annað hvort undir þeru lofti eða við opinn glugga. Við ítrekaðan djúpan andardrátt víkkar brjóst- hvolfið svo að það verð- ur smám saman stærra. Þegar hreinu lofti á rétt- an hátt er veitt inn í Kona með tvíburasyni sína á brjósti árið 1916. lungun styrkjast þau og verða seigari til varnar og ónæmari við sótt- kveikjum. Efnaskipting líkamans verður örari og við það fjörgast allur lík- aminn notalega. Börn sem daglega venja sig við reglulegan og djúpan andardrátt verða síðar meir miklu óþreyttari við fimleika, göngur og hlaup eða fjallgöngur en ella og þeim verður miklu síður hætt við sjúkdómum en mönnum sem tamið hafa sér ófullkominn andar- drátt. Alnianak Hins íslenska þjódvina- fe'lags fxjrir árid 1923. Feitir menn Ýmislegt holdafar er mönnum sem málleys- ingjum áskapað cður veitt. Nokkrir eru sár- grannir og hálfhoraðir alla ævi, þó jafnvel tvö- falt fæði við feita eða við meðalfæði manna þiggi. Orsökin er að þeir bera eld innvortis sem öllu eyðir. Aðra vantar nægt súrefni í blóð og kropp, hlaupa þar við í spik og verða öðrum framar í háska með ýmsa sjúk- dóma. Nokkrir hlaupa í kvaphold af kyrrsetum, iðjuleysi og sællífi einu þegar eldast. Aðrir erfa feitlagið holdafar strax á unga aldri frá þreknum foreldrum og fá ekki offitu varist, jafn- vel með ásettum hálf- sulti. Klausturpósturinn, 1821. Hálfur vænn þorskhaus og kaffi á eftir Gamall maður óljúg- fróður, er ólst upp í Kjósinni á fyrri hluta 19. aldar, sagði að á betri bæjum þar hefði skammturinn verið á vorin sem hér segir: Fyrst að morgninum var veitt kaffi. Morgunmatur var flóuð mjólk með skyri og káli (kálhræru) ofan í, 4 marka askur handa karlmanni og 3 marka handa kven- manni. í miödegismat, um nón, var haft svo- nefnt harðæti. Hálfur lít- ill, hertur fiskur (smá- fiskhelmingur) eða sjötti partur úr stórum þorski, hálfur vænn þorskhaus og kaffi á eftir. Á kvöld- in var skammtað um 3 merkur af mjólk og skyr- hræra ofan í. Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld. Minnisblöð Finns á Kjörseyri. Akureyri, 1945. Heil jörð Guð hefur gefið mönnum heila jörð fulla gæða, og sé einhver húngraður eöa klæðlaus á þessari jörð guðs þá er þaö vissulega ekki skap- aranum að kenna. Þessi jörð sem vér lifum á er fullkomin; hér er allt. Halldór Laxness: Alþýðubókin, 1929. 34 HEILBRIGÐISMÁL 1/1992

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.