Heilbrigðismál - 01.09.1996, Qupperneq 7

Heilbrigðismál - 01.09.1996, Qupperneq 7
Hægt er að losa um stíflur í nefgöngum með því að fá sér kjúklinga- súpu, samkvæmt rann- sóknum sem gerðar voru við háskóla í Nebraska og sagt er frá í tíma- ritinu Men's Health. Þetta gæti komið að gagni þegar kvef er að ganga. C-vítamín fyrir beinin Kalkrík fæða er talin nauðsynleg til að styrkja beinin og draga úr hættu á beinþynningu. Nú hef- ur komið í ljós að enn má bæta um betur með því að tryggja nægilegt C-vítamín, til dæmis úr appelsínum, spergilkáli eða kíví-ávöxtum. Um 100 milligrömm af C-vítamíni á dag til við- bótar við 500 milligrömm af kalki bæta ástandið fyrir þá sem eru í áhættuhópi, en það eru einkum konur. Prevention, nóvember 1996. Nóg af plöntum Stofublóm geta verið betri en sérstök tæki til að hreinsa óæskileg efni úr andrúmslofti innan- húss. Sumar plöntur vinna gegn formaldehýði og aðrar benzeni, svo að dæmi séu nefnd. Mælt er með því að ein góð planta sé á hverja tíu til fimmtán fermetra. Vibrmil Ufe, mars-april 1996. Hjörtun slá í takt Þeir sem missa maka, nákominn vin eða ætt- ingja eru í aukinni hættu á að fá hjartaáfall í heilan mánuð á eftir, samkvæmt bandarískri rannsókn. Fyrsta daginn er áhættan fjórtánföld, annan daginn fimmföld en síðan dregur smám saman úr henni. Þekkt er að skyndilega aukið álag eykur hættu á hjartasjúkdómum en ekki er vitað nákvæmlega hvernig það gerist. Hnrvard Health Letter, júní 1996. Til fyrirmyndar Sænskir læknar hafa dregið mikið úr reyking- um sínum. Fyrir tæpum þrem áratugum reyktu 46% lækna daglega en nú aðeins 6% og þeir reykja að meðaltali að- eins fimm sígarettur á dag. Flestir þeirra sem Appelsínusafi er ríkur af C-vítamíni sem, ásamt kalki, dregur úr hættu á beinþynningu. enn reykja ætla að vera hættir innan fimm ára. Þetta er mun betra ástand en í þjóðfélaginu í heild og er talið bera vott um að læknar geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir sem fyrirmyndum, auk þess sem þeir vita manna best um skaðsemi reykinga. Lcikartidningen, nóvember 1996. í megrun Feitu fólki er níu sinn- um hættara en öðrum að fá sýkingu í kjölfar skurðaðgerða, að mati lækna við ríkissjúkrahús- ið í Ohio í Bandaríkjun- um. Eina ráðið er að fara í megrun áður en lagst er undir hnífinn. Men's Health, desember 1996. Beta-karótín bætir minnið Með því að borða fæðu sem er rík af beta-karó- tíni er hægt að verjast minnistapi, segja hol- lenskir vísindamenn. Þeir sem fengu minna en 0,9 milligrömm á dag af beta-karótíni voru helm- ingi líklegri til að tapa minni en þeir sem fengu w Gulrætur hafa margt til síns ágætis. Þær eru einkum ríkar af beta- karótíni sem virðist geta veitt vörn gegn krabba- meini og jafnvel bætt minnið. 2,1 milligramm eða meira á dag, samkvæmt niður- stöðum rannsóknar sem náði til 5100 manna á aldrinum frá 55 ára til 95 ára. Þess má geta að 2,1 milligrömm af beta- karótíni fást úr hálfri til einni gulrót. Medical Tribunc Neivs Service, ágúst 1996. Reyklaus eyja íbúar á eyjunni Lundy, við vesturströnd Eng- lands, ætla að laða fleiri ferðamenn til sín með því að gera tóbak útlægt frá eyjunni. Engar tób- aksvörur verða seldar þar og þeir sem koma þangað verða að stað- festa að þeir hafi ekki með sér tóbak. Ar hvert koma um sautján þúsund ferða- menn til þessarar litlu eyjar og vona eyjaskeggj- ar að þeir verði enn fleiri vegna reykleysisins. Gert er ráð fyrir ferðamönnum sem reykja ekki og einnig reykingamönnum sem vilja nota tækifærið til að venja sig af þessum ósið og anda að sér hreinu og ómenguðu sjávarlofti. Shape-up, desembcr 1996. HEILBRIGÐISMAL 3/1996 7

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.